Viktor Gísli kosinn efnilegasti markvörður heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2022 13:46 Viktor Gísli í leik með íslenska landsliðinu. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson var í dag valinn efnilegasti markvörður heims af vefnum Handball Planet. Þá var hann í þriðja sæti yfir efnilegustu leikmenn í heimi, sama hvar þeir spila á vellinum. Viktor Gísli hefur farið mikinn með Nantes í Frakklandi undanfarnar vikur. Svo vel hefur hann spilað að stuðningsfólk þýska stórveldisins Kiel vill fá hann í sínar raðir. Viktor Gísli varð fyrir því óláni að meiðast lítillega á dögunum en ætti að vera orðinn góður þegar HM í handbolta hefst 12. janúar næstkomandi. Handball Planet byggir einkunnagjöf sína á kosningu sem og stigagjöf dómara. Viktor Gísli var töluvert á eftir Abdelrahman Mohamed sem leikur með Al Ahly í Egyptalandi en dómnefnd Handball Planet var einróma í ákvörðun sinni. Viktor Gísli var talinn bestur og fékk fyrir það átta stig ásamt því að fá þrjú stig fyrir að vera í öðru sæti yfir fjölda atkvæða. Viktor Gísli fékk því samtals 11 stig og endaði fyrir ofan Mohamed sem endaði með 10 stig, fimm fyrir að vinna kosninguna og fimm frá dómnefnd. Þar á eftir komu Dominik Kuzmanović sem spilar með RK Nexe í Króatíu og Miljan Vujovic sem spilar með Stuttgart í Þýskalandi. Stigin 11 sem Viktor Gísli fékk gera það að verkum að hann endaði í þriðja sæti yfir efnilegustu leikmenn heims. Sá efnilegasti að þessu sinni er sænska skyttan í liði Kiel, Eric Johannsson. Þar á eftir kom Portúgalinn Francisco Mota en hann spilar hægra horn hjá Sporting í heimalandinu. Pure talent who played a major role in @HSI_Iceland 's fantastic journey Viktor Hallgrimsson is your All-star Team Goalkeeper #ehfeuro2022 pic.twitter.com/ViVhO5gi07— EHF EURO (@EHFEURO) January 30, 2022 Ekki amalegt fyrir hinn 22 ára gamla Viktor Gísla að landa slíkum verðlaunum í aðdraganda HM. Nú er bara að staðfesta endanlega fyrir umheiminum hversu góður hann er með góðri frammistöðu á HM. Handbolti Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Viktor Gísli hefur farið mikinn með Nantes í Frakklandi undanfarnar vikur. Svo vel hefur hann spilað að stuðningsfólk þýska stórveldisins Kiel vill fá hann í sínar raðir. Viktor Gísli varð fyrir því óláni að meiðast lítillega á dögunum en ætti að vera orðinn góður þegar HM í handbolta hefst 12. janúar næstkomandi. Handball Planet byggir einkunnagjöf sína á kosningu sem og stigagjöf dómara. Viktor Gísli var töluvert á eftir Abdelrahman Mohamed sem leikur með Al Ahly í Egyptalandi en dómnefnd Handball Planet var einróma í ákvörðun sinni. Viktor Gísli var talinn bestur og fékk fyrir það átta stig ásamt því að fá þrjú stig fyrir að vera í öðru sæti yfir fjölda atkvæða. Viktor Gísli fékk því samtals 11 stig og endaði fyrir ofan Mohamed sem endaði með 10 stig, fimm fyrir að vinna kosninguna og fimm frá dómnefnd. Þar á eftir komu Dominik Kuzmanović sem spilar með RK Nexe í Króatíu og Miljan Vujovic sem spilar með Stuttgart í Þýskalandi. Stigin 11 sem Viktor Gísli fékk gera það að verkum að hann endaði í þriðja sæti yfir efnilegustu leikmenn heims. Sá efnilegasti að þessu sinni er sænska skyttan í liði Kiel, Eric Johannsson. Þar á eftir kom Portúgalinn Francisco Mota en hann spilar hægra horn hjá Sporting í heimalandinu. Pure talent who played a major role in @HSI_Iceland 's fantastic journey Viktor Hallgrimsson is your All-star Team Goalkeeper #ehfeuro2022 pic.twitter.com/ViVhO5gi07— EHF EURO (@EHFEURO) January 30, 2022 Ekki amalegt fyrir hinn 22 ára gamla Viktor Gísla að landa slíkum verðlaunum í aðdraganda HM. Nú er bara að staðfesta endanlega fyrir umheiminum hversu góður hann er með góðri frammistöðu á HM.
Handbolti Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira