Feminískur draumur á jólum Stefanía Sigurðardóttir skrifar 10. desember 2022 08:31 Stevie Wonder söng fyrir löngu síðan lag um draum sinn að einn daginn á jólum yrði allt fólk frjálst, að það væru engin stríð, það væru engin tár og að jafnrétti yrði náð. Þetta lag var gefið út árið 1967 eða fyrir rösklega hálfri öld. Því miður fyrir okkur öll hefur Stevie ekki enn orðið að ósk sinni. Mér varð hugsað til þessa lags eftir nýlegt spjall um hversu skammt á veg við erum komin í átt að fullu jafnrétti í heiminum. Við vitum að ekki öll munu eiga gleðileg jól á sínum heimilum. Sum kvíða jólunum vegna þess að þá er enn líklegra en ella að þau verði fyrir heimilisofbeldi. Rannsóknir í Bretlandi sýna að ofbeldi á heimilum aukist um allt að 25% yfir jólahátíðirnar. Konur í Íran upplifa enn þá stöðu að þurfa að ganga um með rétt ásetta Hijab og eiga annars á hættu að lenda í klóm siðgæðislögreglunnar. Hún handtekur ekki bara konur sem bera klæðin ekki rétt heldur drepa þær fyrir að klæða sig ekki eftir reglum ofbeldismanna. Eftir að Masha Amini var myrt um miðjan september af siðgæðislögreglunni hafa mótmæli dunið í landinu, landsmenn hafa fengið nóg og þau ætla ekki að gefast upp fyrr en að ofbeldismennirnir sem stjórna landinu eru farnir frá völdum. Mótmælendurnir eru nú skotnir í andlit eða í kynfærin af siðferðislögreglunni, þrátt fyrir þessa hættu þá fylla þau samt göturnar, allt til þess að binda enda á þessa skelfilegu stjórn þar í landi, og gefa konum frelsi á ný. Það verður mögulega ekki fyrir þessi jól en það er vissulega von, meiri von en áður. Við lásum mörg grein um þriðju vaktina eftir hjónin Huldu Tölgyes og Þorstein V. Einarsson (Huggulegt um jólin?), það mætti segja að hún hafi brotið internetið. Hjónin leyfðu sér að benda á þá staðreynd að konur eru oftast þær sem taka á sig mesta framkvæmdastjórn heimilisins. Þau segja að þessi vakt samanstandi af alls kyns utanumhaldi, yfirsýn og skipulagi svo að allt sé til staðar og að jólahátíð fjölskyldunnar gangi upp. Viðbrögðin komu ekki á óvart línur eins og „við vitum öll hver stjórnar á þessu heimili“ með vísun til þess að konan í þessu sambandi stjórni öllu og karlinn sé einhver gólftuska er þekkt lína þegar karlmenn tala um kynjajafnrétti. Við vitum að þetta lagast ekki fyrir jól en með frekari vitundarvakningu þá er von að þegar sonur minn fer að búa þá verði kannski normið að þriðju vaktinni verði skipt jafnt á milli maka. Enn búa konur við þann veruleika að vera ekki óhultar í sínu samfélagi, konur alls staðar í heiminum hræðast að vera einar á ferli af ótta við það að á þær verði ráðist. Þegar ég varð unglingur þá var mér kennt hvernig væri best að vígbúast ef ég neyddist til að vera ein á ferli. Það er eflaust ekki til sú kona sem hefur ekki fengið varnaðarorð frá foreldri áður en farið sé út að skemmta sér um að aldrei labba ein heim, halda hópinn og passa upp á glasið. Karlkyns vinir mínir fengu ekki þessa ræðu, þó vissulega ýmislegt geti gerst fyrir karlmenn þá er ekki sama hætta fyrir þá að fara út að skemmta sér. Jafnframt hefur verið áralangur faraldur af kynferðisofbeldi á Íslandi en samt hefur enginn dómsmálaráðherra hótað stríði gegn kynferðisofbeldi. Kannski einn daginn gerist það, en því miður verður kynferðisofbeldi gegn konum ekki upprætt fyrir þessi jól. En eins og Stevie söng um þá mögulega gerist það ekki á okkar líftíma en kannski einhvern tíma. Ég óska ykkur kæru landsmenn, betri heims, minna ofbeldis og frjáls Írans. Höfundur er stjórnarkona hjá Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mótmælaalda í Íran Íran Jafnréttismál Stefanía Sigurðardóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Stevie Wonder söng fyrir löngu síðan lag um draum sinn að einn daginn á jólum yrði allt fólk frjálst, að það væru engin stríð, það væru engin tár og að jafnrétti yrði náð. Þetta lag var gefið út árið 1967 eða fyrir rösklega hálfri öld. Því miður fyrir okkur öll hefur Stevie ekki enn orðið að ósk sinni. Mér varð hugsað til þessa lags eftir nýlegt spjall um hversu skammt á veg við erum komin í átt að fullu jafnrétti í heiminum. Við vitum að ekki öll munu eiga gleðileg jól á sínum heimilum. Sum kvíða jólunum vegna þess að þá er enn líklegra en ella að þau verði fyrir heimilisofbeldi. Rannsóknir í Bretlandi sýna að ofbeldi á heimilum aukist um allt að 25% yfir jólahátíðirnar. Konur í Íran upplifa enn þá stöðu að þurfa að ganga um með rétt ásetta Hijab og eiga annars á hættu að lenda í klóm siðgæðislögreglunnar. Hún handtekur ekki bara konur sem bera klæðin ekki rétt heldur drepa þær fyrir að klæða sig ekki eftir reglum ofbeldismanna. Eftir að Masha Amini var myrt um miðjan september af siðgæðislögreglunni hafa mótmæli dunið í landinu, landsmenn hafa fengið nóg og þau ætla ekki að gefast upp fyrr en að ofbeldismennirnir sem stjórna landinu eru farnir frá völdum. Mótmælendurnir eru nú skotnir í andlit eða í kynfærin af siðferðislögreglunni, þrátt fyrir þessa hættu þá fylla þau samt göturnar, allt til þess að binda enda á þessa skelfilegu stjórn þar í landi, og gefa konum frelsi á ný. Það verður mögulega ekki fyrir þessi jól en það er vissulega von, meiri von en áður. Við lásum mörg grein um þriðju vaktina eftir hjónin Huldu Tölgyes og Þorstein V. Einarsson (Huggulegt um jólin?), það mætti segja að hún hafi brotið internetið. Hjónin leyfðu sér að benda á þá staðreynd að konur eru oftast þær sem taka á sig mesta framkvæmdastjórn heimilisins. Þau segja að þessi vakt samanstandi af alls kyns utanumhaldi, yfirsýn og skipulagi svo að allt sé til staðar og að jólahátíð fjölskyldunnar gangi upp. Viðbrögðin komu ekki á óvart línur eins og „við vitum öll hver stjórnar á þessu heimili“ með vísun til þess að konan í þessu sambandi stjórni öllu og karlinn sé einhver gólftuska er þekkt lína þegar karlmenn tala um kynjajafnrétti. Við vitum að þetta lagast ekki fyrir jól en með frekari vitundarvakningu þá er von að þegar sonur minn fer að búa þá verði kannski normið að þriðju vaktinni verði skipt jafnt á milli maka. Enn búa konur við þann veruleika að vera ekki óhultar í sínu samfélagi, konur alls staðar í heiminum hræðast að vera einar á ferli af ótta við það að á þær verði ráðist. Þegar ég varð unglingur þá var mér kennt hvernig væri best að vígbúast ef ég neyddist til að vera ein á ferli. Það er eflaust ekki til sú kona sem hefur ekki fengið varnaðarorð frá foreldri áður en farið sé út að skemmta sér um að aldrei labba ein heim, halda hópinn og passa upp á glasið. Karlkyns vinir mínir fengu ekki þessa ræðu, þó vissulega ýmislegt geti gerst fyrir karlmenn þá er ekki sama hætta fyrir þá að fara út að skemmta sér. Jafnframt hefur verið áralangur faraldur af kynferðisofbeldi á Íslandi en samt hefur enginn dómsmálaráðherra hótað stríði gegn kynferðisofbeldi. Kannski einn daginn gerist það, en því miður verður kynferðisofbeldi gegn konum ekki upprætt fyrir þessi jól. En eins og Stevie söng um þá mögulega gerist það ekki á okkar líftíma en kannski einhvern tíma. Ég óska ykkur kæru landsmenn, betri heims, minna ofbeldis og frjáls Írans. Höfundur er stjórnarkona hjá Kvenréttindafélagi Íslands.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun