Seinni bylgjan hefur áhyggjur: Hvað er að gerast í Kópavogi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 16:30 HK-konan Inga Dís Jóhannsdóttir í síðasta sigurleik HK-liðsins sem var á móti KA/Þór í október. Vísir/Vilhelm Kvennalið HK situr á botni Olís deildar kvenna í handbolta og hefur aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum. Seinni bylgjan hefur áhyggjur af liðinu eftir nítján marka tap á heimavelli á móti Fram. HK vann sinn eina leik á móti KA/Þór 22. október síðastliðinn en hefur síðan tapað fjórum leikjum í röð og það með samtals 41 marks mun eða meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Hvað getum við sagt um HK? „Hvað getum við sagt um HK,“ spurði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Framkonur koma pínu særðar inn í þennan leik og ætluðu aldeilis að sanna sig sem og þær gerðu. Á móti kemur finnst mér frammistaða HK ekki til fyrirmyndar,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Þær eru með gríðarlega efnivið, voru Íslandsmeistarar í 3. flokki og eru með fullt af leikmönnum í U18 ára landsliðinu. Þær eru með fullt af efnilegum leikmönnum,“ sagði Sigurlaug. Ég sé ekki neinar framfarir „Ég sé bara engan stíganda hjá þeim. Ég sé ekki neinar framfarir og ég sé ekki neina þróun í leik þeirra. Mér finnst vanta einhvers konar strúktúr í liðið hjá þeim. Að þær séu alla vega að vinna með eitthvað markvisst,“ sagði Sigurlaug. „Þessi leikur var arfaslakur af þeirra hálfu eins og mér þykir það leiðinlegt að segja þetta um mína Kópavogsbúa þá er þetta bara rosalega þungt í Kópavogi. Ég spyr bara: Hvað er að gerast þar? Það bjóst enginn við að þær væru að hala inn stigum en við bjuggumst við því að sjá unga og efnilega leikmenn þroskast og vera að vaxa. Vera að brjótast út úr einhverju. Það er einhvern veginn rosalega lítið að gerast þarna,“ sagði Sigurlaug. Rosalega efnilegir leikmenn þarna „Ég hef áhyggjur af þessu því þetta er kannski okkar mesti efniviður sem við eigum. Þarna eru framtíðarlandsliðsmenn en ef ekki verður eitthvað gert þá gætum við verið að tapa einhverjum gæðum sem við vorum að vonast til að sjá í framtíðinni,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það eru rosalega efnilegir leikmenn þarna en ég tek undir með Sillu,“ sagði Einar. Það má sjá alla umfjöllunina um HK-liðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að gerast hjá HK? Seinni bylgjan Olís-deild kvenna HK Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
HK vann sinn eina leik á móti KA/Þór 22. október síðastliðinn en hefur síðan tapað fjórum leikjum í röð og það með samtals 41 marks mun eða meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Hvað getum við sagt um HK? „Hvað getum við sagt um HK,“ spurði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Framkonur koma pínu særðar inn í þennan leik og ætluðu aldeilis að sanna sig sem og þær gerðu. Á móti kemur finnst mér frammistaða HK ekki til fyrirmyndar,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Þær eru með gríðarlega efnivið, voru Íslandsmeistarar í 3. flokki og eru með fullt af leikmönnum í U18 ára landsliðinu. Þær eru með fullt af efnilegum leikmönnum,“ sagði Sigurlaug. Ég sé ekki neinar framfarir „Ég sé bara engan stíganda hjá þeim. Ég sé ekki neinar framfarir og ég sé ekki neina þróun í leik þeirra. Mér finnst vanta einhvers konar strúktúr í liðið hjá þeim. Að þær séu alla vega að vinna með eitthvað markvisst,“ sagði Sigurlaug. „Þessi leikur var arfaslakur af þeirra hálfu eins og mér þykir það leiðinlegt að segja þetta um mína Kópavogsbúa þá er þetta bara rosalega þungt í Kópavogi. Ég spyr bara: Hvað er að gerast þar? Það bjóst enginn við að þær væru að hala inn stigum en við bjuggumst við því að sjá unga og efnilega leikmenn þroskast og vera að vaxa. Vera að brjótast út úr einhverju. Það er einhvern veginn rosalega lítið að gerast þarna,“ sagði Sigurlaug. Rosalega efnilegir leikmenn þarna „Ég hef áhyggjur af þessu því þetta er kannski okkar mesti efniviður sem við eigum. Þarna eru framtíðarlandsliðsmenn en ef ekki verður eitthvað gert þá gætum við verið að tapa einhverjum gæðum sem við vorum að vonast til að sjá í framtíðinni,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það eru rosalega efnilegir leikmenn þarna en ég tek undir með Sillu,“ sagði Einar. Það má sjá alla umfjöllunina um HK-liðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að gerast hjá HK?
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna HK Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira