Innlent

Segja byggingar­á­form við Banka­stræti mögu­lega ógn við stjórn landsins

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Byggingareiturinn sem um ræðir er fyrir ofan Stjórnarráðið.
Byggingareiturinn sem um ræðir er fyrir ofan Stjórnarráðið. Vísir/Vilhelm

Forsætisráðuneytið hefur skilað inn minnisblaði til skipulagsfulltrúans í Reykjavík vegna fyrirhugaðrar byggingar fyrir aftan Stjórnarráðið, þar sem segir að áformin gætu mögulega falið í sér ógn við öryggi æðstu stjórnar landsins.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

„Fyrirhuguð hæð á nýbyggingu á lóðinni Bankastræti 3 og staðsetning hennar á lóðamörkum, við hliðina á fundarherbergi ríkisstjórnar, felur í sér að auðvelt er að kasta hættulegum efnum/hlutum út um glugga á efri hæðum þeirrar byggingar ofan á þak nýbyggingar forsætisráðuneytisins,“ segir í minnisblaðinu.

Á lóðinni Lækjargata 1, þar sem Stjórnarráðið stendur, hefur verið samþykkt deiliskipulag vegna áforma um viðbyggingu sem á að hýsa starfsemi á vegum forsætisráðuneytisins. Lóðin sem um er deilt er þar fyrir ofan, Bankastræti 3, þar sem meðal annars stendur friðað steinhús sem hýsir verslunina Stellu.

Í minnisblaðinu er einnig vikið að þeim möguleika að hægt sé að komast út um glugga Bankastrætis 3, út á þak nýbyggingar ráðuneytisins, fara um allt þakið og kasta hættulegum hlutum í nálægan ljósagarð. Þá sé mögulega hægt að ógna öryggi með því að eiga við inntök loftræstikerfis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×