„Mér finnst Patti vera í einskismannslandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2022 12:01 Patrekur Jóhannesson að stýra Stjörnuliðinu í Olís deildinni. Vísir/Diego Karlalið Stjörnunnar í Olís deildinni tapaði á móti Aftureldingu í síðasta leik sínum og strákarnir í Seinni bylgjunni höfðu áhyggjur af því að þjálfari liðsins, Patrekur Jóhannesson, fái ekki nógu mikla aðstoð. Stjarnan missti frá sér leikinn undir lokin þegar Afturelding skoraði þrjú mörk á áttatíu sekúndum. „Í kjölfarið þá bara hrynur sóknarleikur Stjörnunnar. Á þessu tímabili var Gunnar Steinn (Jónsson) með tvær lélegar línusendingar,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Arnar Daði fór í stuttu máli yfir mistök Stjörnumanna í lok leiksins en þar voru reyndustu leikmenn liðsins ekki að skila. „Þú ert í jöfnum leik á móti Aftureldingu. Þú ert með Tandra Má (Konráðsson), sem á fleiri fleiri ár í atvinnumennsku, Gunnar Stein (Jónsson) og Leó Snær (Pétursson) sem er búinn að spila bæði úti og lengi hérna heima,“ sagði Arnar Daði. „Tökum Gunnar Stein hérna. Hann er með tvö mörk úr sex skotum og tapar boltanum tvívegis. þetta er aðstoðarþjálfari liðsins. Hvaða skilaboð ertu að senda til liðsins,“ spurði Arnar og hélt áfram: „Ég er búinn að fjalla um handbolta heillengi og búinn að tala um þetta í handkastinu í allan vetur. Ég er alltaf að reyna að finna einhverja útskýringar hvað sé að hjá Stjörnunni. Svo vinna þeir leik og allt er frábært, bla bla bla,“ sagði Arnar Daði. „Í hvaða stöðu er Patti einn þarna? Mér finnst Patti vera svolítið í einskismannslandi. Það er erfitt að vera með leikmann sem er spilandi aðstoðarþjálfari,“ sagði Arnar Daði. „Ég skil það með Ása (Ásbjörn Friðriksson hjá FH) sem er frábær leik eftir leik og ef hann er ekki frábær þá er hann bara meiddur. Hvert er hlutverk Gunnars Steins með fullri alvöru“ spurði Arnar. „Patti er að sjá um yngri flokkana og hann er að vinna í húsinu. Hann er að redda hinu og þessu. Er hann ekki svolítið með allt á herðum sér þarna? Hvaða gagnrýnisraddir fær Patti að heyra ef það gengur illa? Hver er að hjálpa honum? Í Krikanum er Logi Geirsson á Steina Arndal og upp á Ásvöllum er Aron Kristjáns að hjálpa til og í Valsheimilinu er Dagur Sig. Hver er að hjálpa Patta í að reyna að finna lausnir á því hver vandinn sé í Garðabænum,“ spurði Arnar Daði enn og aftur. Hér fyrir neðan má sjá þessar vangaveltur og hvað Logi Geirsson hafði að segja við þessu og um Stjörnuliðið. Klippa: Seinni bylgjan: Umfjöllun um þjálfarateymi Stjörnunnar Olís-deild karla Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Stjarnan missti frá sér leikinn undir lokin þegar Afturelding skoraði þrjú mörk á áttatíu sekúndum. „Í kjölfarið þá bara hrynur sóknarleikur Stjörnunnar. Á þessu tímabili var Gunnar Steinn (Jónsson) með tvær lélegar línusendingar,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Arnar Daði fór í stuttu máli yfir mistök Stjörnumanna í lok leiksins en þar voru reyndustu leikmenn liðsins ekki að skila. „Þú ert í jöfnum leik á móti Aftureldingu. Þú ert með Tandra Má (Konráðsson), sem á fleiri fleiri ár í atvinnumennsku, Gunnar Stein (Jónsson) og Leó Snær (Pétursson) sem er búinn að spila bæði úti og lengi hérna heima,“ sagði Arnar Daði. „Tökum Gunnar Stein hérna. Hann er með tvö mörk úr sex skotum og tapar boltanum tvívegis. þetta er aðstoðarþjálfari liðsins. Hvaða skilaboð ertu að senda til liðsins,“ spurði Arnar og hélt áfram: „Ég er búinn að fjalla um handbolta heillengi og búinn að tala um þetta í handkastinu í allan vetur. Ég er alltaf að reyna að finna einhverja útskýringar hvað sé að hjá Stjörnunni. Svo vinna þeir leik og allt er frábært, bla bla bla,“ sagði Arnar Daði. „Í hvaða stöðu er Patti einn þarna? Mér finnst Patti vera svolítið í einskismannslandi. Það er erfitt að vera með leikmann sem er spilandi aðstoðarþjálfari,“ sagði Arnar Daði. „Ég skil það með Ása (Ásbjörn Friðriksson hjá FH) sem er frábær leik eftir leik og ef hann er ekki frábær þá er hann bara meiddur. Hvert er hlutverk Gunnars Steins með fullri alvöru“ spurði Arnar. „Patti er að sjá um yngri flokkana og hann er að vinna í húsinu. Hann er að redda hinu og þessu. Er hann ekki svolítið með allt á herðum sér þarna? Hvaða gagnrýnisraddir fær Patti að heyra ef það gengur illa? Hver er að hjálpa honum? Í Krikanum er Logi Geirsson á Steina Arndal og upp á Ásvöllum er Aron Kristjáns að hjálpa til og í Valsheimilinu er Dagur Sig. Hver er að hjálpa Patta í að reyna að finna lausnir á því hver vandinn sé í Garðabænum,“ spurði Arnar Daði enn og aftur. Hér fyrir neðan má sjá þessar vangaveltur og hvað Logi Geirsson hafði að segja við þessu og um Stjörnuliðið. Klippa: Seinni bylgjan: Umfjöllun um þjálfarateymi Stjörnunnar
Olís-deild karla Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira