Fagnar samningi SGS og vonar að hann ryðji brautina fyrir aðra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. desember 2022 15:24 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vonar að nýr kjarasamningur liðki fyrir næstu viðræðum sem fram undan er. Vísir/Vilhelm Aðgerðir til að liðka fyrir kjaraviðræðum sem snúa að barnabótum og húsnæðismálum eru til umræðu í þjóðhagsráði að sögn fjármálaráðherra. Hann kveðst ánægður með nýgerðan samning Starfsgreinasambandsins. Í þjóðhagsráði sitja ásamt formönnum stjórnarflokkanna í ríkisstjórn og fulltrúar nokkurra stéttarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og seðlabankans. Bjarni segir útspil stjórnvalda til að liðka fyrir kjarasamningum til umræðu á þeim vettvangi. „Í þessari lotu erum við í ríkisstjórninni mikið að horfa til þeirra sem eru á lægri endanum. Við höfum rætt barnabætur, húsnæðismál, húsnæðiskostnað þeirra sem eru með minna á milli handanna. Það þarf að auka framboð á húsnæði svo húsnæðisliðurinn hætti að valda auknum þrýstingi á verðhækkanir í landinu. Ég held að með sameiginlegu átaki sé þetta allt saman viðráðanlegt.“ Rætt er við fjármálaráðherra hér að neðan. Hann segist fullviss um að stjórnvöld geti skilað sínu í þeim efnum. „Útfærslan er eitthvað sem við erum tilbúin að hlusta eftir hugmyndum um.“ Takist að ná tökum á verðbólgunni sé hægt að sækja frekari lífskjarabætur. Hann segist því sýna því ákveðinn skilning að nú sé verið að landa kjarasamningum til skamms tíma og bindur vonir við að nýgerður samningur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins verði til þess að ryðja brautina fyrir aðra og telur raunar niðurstöðuna góða fyrir alla aðila. „Mér sýnist að það séu töluverðar kjarabætur í þessum samningi sömuleiðis og ánægjulegt að tekist hafi samkomulag við Samtök atvinnulífsins um þessa niðurstöðu, þó að hún sé til skamms tíma. Maður verður að sýna því skilning að vegna ákveðinnar óvissu, meðal annars vegna verðbólgunnar, að menn vilji semja til skemmri tíma. Þetta ryður vonandi brautina fyrir aðra sem kunna að koma í kjölfarið. Það er það sem maður bindur vonir við.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í þjóðhagsráði sitja ásamt formönnum stjórnarflokkanna í ríkisstjórn og fulltrúar nokkurra stéttarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og seðlabankans. Bjarni segir útspil stjórnvalda til að liðka fyrir kjarasamningum til umræðu á þeim vettvangi. „Í þessari lotu erum við í ríkisstjórninni mikið að horfa til þeirra sem eru á lægri endanum. Við höfum rætt barnabætur, húsnæðismál, húsnæðiskostnað þeirra sem eru með minna á milli handanna. Það þarf að auka framboð á húsnæði svo húsnæðisliðurinn hætti að valda auknum þrýstingi á verðhækkanir í landinu. Ég held að með sameiginlegu átaki sé þetta allt saman viðráðanlegt.“ Rætt er við fjármálaráðherra hér að neðan. Hann segist fullviss um að stjórnvöld geti skilað sínu í þeim efnum. „Útfærslan er eitthvað sem við erum tilbúin að hlusta eftir hugmyndum um.“ Takist að ná tökum á verðbólgunni sé hægt að sækja frekari lífskjarabætur. Hann segist því sýna því ákveðinn skilning að nú sé verið að landa kjarasamningum til skamms tíma og bindur vonir við að nýgerður samningur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins verði til þess að ryðja brautina fyrir aðra og telur raunar niðurstöðuna góða fyrir alla aðila. „Mér sýnist að það séu töluverðar kjarabætur í þessum samningi sömuleiðis og ánægjulegt að tekist hafi samkomulag við Samtök atvinnulífsins um þessa niðurstöðu, þó að hún sé til skamms tíma. Maður verður að sýna því skilning að vegna ákveðinnar óvissu, meðal annars vegna verðbólgunnar, að menn vilji semja til skemmri tíma. Þetta ryður vonandi brautina fyrir aðra sem kunna að koma í kjölfarið. Það er það sem maður bindur vonir við.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira