Erna Sóley og Hilmar Örn frjálsíþróttafólk ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2022 13:31 Erna Sóley Gunnarsdóttir er frjálsíþróttakona ársins 2022. FRÍ Á föstudaginn var fór fram uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands í Laugardalshöll. Þar var meðal annars tilkynnt hvaða fólk hlyti nafnbótina „frjálsíþróttafólk ársins.“ Að þessu sinni voru það kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir og sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson. Erna Sóley átti frábært ár. Hún setti Íslandsmet utanhúss þar sem hún varpaði kúlunni 17,29 metra. Einnig varð hún Norðurlandameistari 23 ára og yngri sem og svæðismeistari innan-og utanhúss í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám. Hún keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar hún tók þátt á Evrópumeistaramótinu sem fór fram í München í Þýskalandi. Hilmar Örn átti einnig viðburðaríkt ár. Hann vannsterkt mót í Halle í Þýskalandi ásamt því að keppa á HM sem fór í Eugene í Oregon-fylki í Bandaríkjunum. Einnig tókst honum að kasta sig inn í úrslit Evrópumeistaramótsins í München.Hann endar efstur Íslendinga á stigalista alþjóðasambandsins eftir tímabilið. Hilmar Örn er frjálsíþróttakarl ársins.Patrick Smith/Getty Images Önnur verðlaun má sjá hér að neðan eða finna á vef FRÍ. Stigahæsta afrek ársins samkvæmt stigatöflu WA: Guðni Valur Guðnason – 1157 stig fyrir 65,27 metra í kringlukasti. Jónsbikar (besta spretthlaupsafrek): Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. Náði stigahæsta afreki í spretthlaupi; 24,05sek í 200m innanhúss. Stökkvari ársins kvenna: Irma Gunnarsdóttir – Íslandsmeistari í bæði þrístökki og langstökki. Stökkvari ársins karla: Kristján Viggó Sigfinnson. Stökk 2,20m innanhúss og var annar á Heimsafrekaskrá U20 innanhúss 2022. Millivegalengdahlaupari ársins kvenna: Aníta Hinriksdóttir 2:05,20m í 800 metra innanhúss sem er stigahæsta afrek konu 2022. Millivegalengdahlaupari ársins karla: Baldvin Þór Magnússon. Átti frábært tímabil í Bandaríkjunum og komst í úrslit á HM innanhúss í 3000 metrum. Fjölþrautarkona ársins: María Rún Gunnlaugsdóttir. Fjölþrautarkarl ársins: Dagur Fannar Einarsson. Óvæntasta afrekið: Daníel Ingi Egilsson; Stekkur 15,31 metra í þrístökki á Norðurlandamóti U23 sem er besti árangur Íslendings í 60 ár. Þjálfari ársins: Pétur Guðmundsson, þjálfari Guðna Vals og Ernu Sóleyjar. Frjálsar íþróttir Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Erna Sóley átti frábært ár. Hún setti Íslandsmet utanhúss þar sem hún varpaði kúlunni 17,29 metra. Einnig varð hún Norðurlandameistari 23 ára og yngri sem og svæðismeistari innan-og utanhúss í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám. Hún keppti á sínu fyrsta stórmóti þegar hún tók þátt á Evrópumeistaramótinu sem fór fram í München í Þýskalandi. Hilmar Örn átti einnig viðburðaríkt ár. Hann vannsterkt mót í Halle í Þýskalandi ásamt því að keppa á HM sem fór í Eugene í Oregon-fylki í Bandaríkjunum. Einnig tókst honum að kasta sig inn í úrslit Evrópumeistaramótsins í München.Hann endar efstur Íslendinga á stigalista alþjóðasambandsins eftir tímabilið. Hilmar Örn er frjálsíþróttakarl ársins.Patrick Smith/Getty Images Önnur verðlaun má sjá hér að neðan eða finna á vef FRÍ. Stigahæsta afrek ársins samkvæmt stigatöflu WA: Guðni Valur Guðnason – 1157 stig fyrir 65,27 metra í kringlukasti. Jónsbikar (besta spretthlaupsafrek): Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. Náði stigahæsta afreki í spretthlaupi; 24,05sek í 200m innanhúss. Stökkvari ársins kvenna: Irma Gunnarsdóttir – Íslandsmeistari í bæði þrístökki og langstökki. Stökkvari ársins karla: Kristján Viggó Sigfinnson. Stökk 2,20m innanhúss og var annar á Heimsafrekaskrá U20 innanhúss 2022. Millivegalengdahlaupari ársins kvenna: Aníta Hinriksdóttir 2:05,20m í 800 metra innanhúss sem er stigahæsta afrek konu 2022. Millivegalengdahlaupari ársins karla: Baldvin Þór Magnússon. Átti frábært tímabil í Bandaríkjunum og komst í úrslit á HM innanhúss í 3000 metrum. Fjölþrautarkona ársins: María Rún Gunnlaugsdóttir. Fjölþrautarkarl ársins: Dagur Fannar Einarsson. Óvæntasta afrekið: Daníel Ingi Egilsson; Stekkur 15,31 metra í þrístökki á Norðurlandamóti U23 sem er besti árangur Íslendings í 60 ár. Þjálfari ársins: Pétur Guðmundsson, þjálfari Guðna Vals og Ernu Sóleyjar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira