Stuðningsmannahópar United birta kröfugerð fyrir nýja eigendur Smári Jökull Jónsson skrifar 3. desember 2022 16:31 Stuðningsmenn Manchester United eru með ýmsar kröfur fyrir mögulega nýja eigendur. Vísir/Getty Yfir fimmtíu stuðningsmannahópar Manchester United hafa birt lista með kröfum fyrir mögulega nýja eigendur félagsins. Eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan, tilkynntu fyrir nokkru að þeir íhuga að selja félagið eftir að hafa átt það í 17 ár. Glazier fjölskyldan hefur átt Manchester United síðan árið 2005 en í nóvember var greint frá því að þeir væru að skoða ýmsa möguleika varðandi félagið, meðal annars að selja það. Glazer-fjölskyldan er eflaust í hópi óvinsælustu eiganda íþróttaliðs í heiminum enda hefur hún tekið mikinn pening út úr félaginu í stað þess að fjárfesta í leikmönnum og aðbúnaði. Það er eflaust þess vegna sem stuðningsmannahóparnir vilja setja skýr mörk fyrir mögulega nýja eigendur. Í bréfi frá stuðningsmannahópunum er sagt að þeir vilji að nýir eigendur hlúi að félaginu og fjárfesti í því. Þeir segja að félagið sé meira en hver önnur auglýsingavara. Að skuldir félagsins verði borgaðar upp og gefið verði út meira hlutafé Að fjárfest verði í karla-, kvenna- og unglingaliðum félagsins sem og innviðum þess með það að markmiði að nútímavæða Old Trafford og æfingasvæði félagsins. Að stuðningsmenn geti eignast hlut í félaginu og eigi sæti í stjórn félagsins Að orðin „Football club“ verði aftur sett í merki félagsins á búningum leikmanna Að haldið verði áfram að þróa og styðja við kvennalið félagsins Að gefið verði loforð um að aldrei verði sótt um aðild að keppni sem líkist evrópsku Ofurdeildinni án samráðs við stuðningsmenn Að miðar á leiki séu á viðráðanlegu verði Undir bréfið skrifa stuðningsmannahópar eins og „Manchester United Supporters Trust (MUST) og „Manchester United Football Club Women´s Supports Club sem og ýmis félög innan sem utan Bretlandseyja. Þar kemur einnig fram að stuðningsmennirnir séu meira en tilbúnir til að aðstoða mögulega bjóðendur að skilja til hvers stuðningsmennirnir ætlist, til að auka líkurnar á að stuðningsmenn styðji við bakið á nýjum eigendum. Í frétt BBC kemur fram að ef Glazier fjölskyldan reyni að selja félagið, þá verði það gert næsta vor. Fjölskyldan keypti félagið á 790 milljónir punda árið 2005. Síðan þá hefur félagið eitt meira en milljarði punda í lánagreiðslur. Ítrekuð mótmæli hafa átt sér stað á síðustu árum til að mótmæla Glazier fjölskyldunni og stjórnarháttum hennar. Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Glazier fjölskyldan hefur átt Manchester United síðan árið 2005 en í nóvember var greint frá því að þeir væru að skoða ýmsa möguleika varðandi félagið, meðal annars að selja það. Glazer-fjölskyldan er eflaust í hópi óvinsælustu eiganda íþróttaliðs í heiminum enda hefur hún tekið mikinn pening út úr félaginu í stað þess að fjárfesta í leikmönnum og aðbúnaði. Það er eflaust þess vegna sem stuðningsmannahóparnir vilja setja skýr mörk fyrir mögulega nýja eigendur. Í bréfi frá stuðningsmannahópunum er sagt að þeir vilji að nýir eigendur hlúi að félaginu og fjárfesti í því. Þeir segja að félagið sé meira en hver önnur auglýsingavara. Að skuldir félagsins verði borgaðar upp og gefið verði út meira hlutafé Að fjárfest verði í karla-, kvenna- og unglingaliðum félagsins sem og innviðum þess með það að markmiði að nútímavæða Old Trafford og æfingasvæði félagsins. Að stuðningsmenn geti eignast hlut í félaginu og eigi sæti í stjórn félagsins Að orðin „Football club“ verði aftur sett í merki félagsins á búningum leikmanna Að haldið verði áfram að þróa og styðja við kvennalið félagsins Að gefið verði loforð um að aldrei verði sótt um aðild að keppni sem líkist evrópsku Ofurdeildinni án samráðs við stuðningsmenn Að miðar á leiki séu á viðráðanlegu verði Undir bréfið skrifa stuðningsmannahópar eins og „Manchester United Supporters Trust (MUST) og „Manchester United Football Club Women´s Supports Club sem og ýmis félög innan sem utan Bretlandseyja. Þar kemur einnig fram að stuðningsmennirnir séu meira en tilbúnir til að aðstoða mögulega bjóðendur að skilja til hvers stuðningsmennirnir ætlist, til að auka líkurnar á að stuðningsmenn styðji við bakið á nýjum eigendum. Í frétt BBC kemur fram að ef Glazier fjölskyldan reyni að selja félagið, þá verði það gert næsta vor. Fjölskyldan keypti félagið á 790 milljónir punda árið 2005. Síðan þá hefur félagið eitt meira en milljarði punda í lánagreiðslur. Ítrekuð mótmæli hafa átt sér stað á síðustu árum til að mótmæla Glazier fjölskyldunni og stjórnarháttum hennar.
Að skuldir félagsins verði borgaðar upp og gefið verði út meira hlutafé Að fjárfest verði í karla-, kvenna- og unglingaliðum félagsins sem og innviðum þess með það að markmiði að nútímavæða Old Trafford og æfingasvæði félagsins. Að stuðningsmenn geti eignast hlut í félaginu og eigi sæti í stjórn félagsins Að orðin „Football club“ verði aftur sett í merki félagsins á búningum leikmanna Að haldið verði áfram að þróa og styðja við kvennalið félagsins Að gefið verði loforð um að aldrei verði sótt um aðild að keppni sem líkist evrópsku Ofurdeildinni án samráðs við stuðningsmenn Að miðar á leiki séu á viðráðanlegu verði
Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira