Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2022 11:58 Dagur B. Eggertsson, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir kynntu nýtt meirihlutasamstarf Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í Elliðaárdal í sumar, fáeinum vikum eftir borgarstjórnarkosningarnar. vísir/Ragnar Visage Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. Þetta er á meðal þeirra aðgerða sem borgarráð samþykkti í gær og er hluti af því sem meirihlutinn í borginni nefnir „aðgerðaáætlun um umbætur og hagræðingu.“ Meira úr kassanum en kemur inn Samkvæmt nýbirtu uppgjöri A-hluta Reykjavíkurborgar, það er sá hluti sem er að hluta eða að öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum borgarinnar, voru fyrstu níu mánuðir ársins þungir í rekstri Reykjavíkurborgar. Reksturinn var neikvæður um rétt rúmlega ellefu milljarða króna. Áætlanir gerðu ráð fyrir 1,6 milljarðs króna halla. Áætluninni skeikaði því um 9,5 milljarða króna. Starsfólk Vinnuskólans þarf að eyða meiri tíma við umhirðu borgarinnar en að sitja á námskeiðum næsta sumar.Vísir/Vilhelm Hvað veldur? Þar má nefna að tekjur A-hlutans voru 344 milljónum krónum undir áætlunum. Það sem vegur þó þyngst er að rekstrarútgjöld voru 4,3 milljörðum yfir fjárheimildum auk þess sem að nettó fjármagnsgjöld voru 4,9 milljörðum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir, sem borgin segir að megi að hluta til rekja til aukinnar verðbólgu, sem mælst hefur há hér á landi undanfarin misseri. Á einföldu máli þýðir þetta að minna kom í kassa A-hlutans en reiknað var með. Á sama tíma fór hins vegar umtalsvert meira úr kassanum. Sextán milljarðar fugla í skógi Rekstur borgarinnar snýst hins vegar ekki eingöngu um umræddan A-hluta. Til er B-hluti sem samanstendur af fyrirtækjum sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu borgarinnar og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Þarna er um að ræða Faxaflóahafnir, Félagsbústaði, Malbikunarstöðina Höfða, Orkuveituna, Sorpu svo dæmi séu tekin. Samandregið mynda A-hlutinn og B-hlutinn rekstur borgarinnar. Dagur B. Eggertsson, Einar Þorsteinsson og Dóra Björt Guðjónsdóttir þegar sitjandi meirihluti var kynntur til sögunnar í vor.Vísir/Ragnar Visage Rekstur B-hlutans reyndist jákvæður um 17,9 milljarða króna á þessum fyrstu níu mánuðum ársins. Séu niðurstöður A- og B-hlutans teknar saman skilaði samstæða Reykjavíkurborgar 6,8 milljarða króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta skýrist þó aðallega af því að virði eigna Félagsbústaða, félags utan um félagslegar leiguíbúða í eigu borgarinnar, jukust mikið samhliða hækkun á fasteignamati vegna mikillar hækkunar á fasteignaverði undanfarin misseri. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.Vísir/Vilhelm Er þar um að ræða 16 milljarða króna hækkun frá áætlunum. Hækkun á fasteignamati íbúða í eigu Félagsbústaða í Reykjavík skýrir því bróðurpartinn af hinum 17,9 milljarða jákvæða rekstri B-hlutans, og jákvæðri niðurstöðu samstæðunnar. Segja má þó að þarna sé um að ræða 16 milljarða af fuglum í skógi, þar sem tekið er sérstaklega fram í skýrslu Fjármála- og áhættustýringarsviðs borgarinnar að þessi hækkun segir lítið um grunnrekstur Félagsbústaða, þar sem þessi hækkun verði ekki innleyst nema með sölu eigna. Það er að Félagsbústaðir selji eitthvað af þeim íbúðum sem hafa hækkað mikið í verði samhliða mikilli hækkun á fasteignamarkaði að undanförnu. Lægri tekjur En aftur að A-hlutanum, þar sem reksturinn var neikvæður um 11 milljarða króna. Það má að einhverju leyti tekja til lægri tekna en áætlað var. Þar má helst nefna að sala byggingaréttar í borginni var 1,5 milljörðum undir áætlunum. Reykjavík úr loftiVísir/Vilhelm Skatttekjur borgarinnar námu 85,5 milljörðum króna, alls 379 milljónum króna undir áætlunum. Þar er helst um að ræða að staðgreiðsla útsvars var 345 milljónum króna undir áætlun. Þó hækkaði staðgreiðsla útsvars á milli ára um 7,1 milljarð króna. Álagningarhlutfall útsvars í borginni er 14,52 prósent, sem er lögbundið hámark. Meiri útgjöld Heildarrekstrargjöld Aðalsjóðs borgarinnar vou 133,9 milljarðar króna og alls 5,6 milljörðum umfram fjárheimildir. Þar af var launakostnaður 68 milljarðar króna, 1,7 milljarði yfir heimildum. Laun og launatengd gjöld námu 68 milljörðum króna og voru 1,7 milljarði króna yfir fjárheimildum. Þar voru mest frávik á skóla- og frístundasviði borgarinnar eða alls 1,2 milljarður króna og svo á velferðarsviði, 700 milljónir króna. Alls var rekstur málaflokka Aðalsjóðs án lífeyrisskuldbindinga var þremur milljörðum króna yfir fjárheimildum. Þar af var skóla- og frístundasvið 1,3 milljarði króna yfir fjárheimildum. Fimmtíu milljónir verða teknar úr svokölluðum tækjapotti til kaupa á tækjum og búnaði í leik- og grunnskólum borgarinnar.Vísir/Vilhelm Grunnskólahluti þess sviðs var 508 milljónum króna yfir fjárheimildum og leikskólahlutinn einum milljarði króna yfir fjárheimildum. Sviðið telur meðal annars að beinn kostnaður vegna Covid-tengdra þátta og raka- og mygluskemmda nemi um 161 milljón króna. Þá var hráefniskostnaður mötuneyta og aðkeyptur matur 326 milljónum króna umfram fjárheimildir. Þá var umhverfis- og skipulagssvið 511 milljónum króna yfir fjárheimildum, einkum vegna vetrarþjónustu sem var 488 milljónum króna yfir fjárheimildum. Er það rakið til þess að síðasti vetur hafi verið afar snjóþungur. Minni fjármunatekjur, meiri fjármagnsgjöld Fjármagnsliður A-hluta var neikvæður um 3,6 milljarða króna á tímabilinu sem er um 5 milljarða króna verri niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fjármunatekjur A-hluta voru 4,8 milljarðar króna sem var 771 milljónum króna undir áætlun tímabilsins. Lakari niðurstaða skýrist einna helst af lægri arðgreiðslum. Gert var ráð fyrir 578 milljónum króna. Einnig var ávöxtun verðbréfa og handbærs fjár 287 milljónum króna undir áætlun. Á móti voru þó ýmsar vaxtatekjur um 94 milljónum betri en áætlun gerði ráð fyrir. Fjármagnsgjöldin voru einnig töluvert yfir áætlun eða 8,4 milljarðar í stað 4,1 milljarðs. Skýrist það af 4,25 milljarðs króna hærri vaxta- og verðbótagjöldum vegna hærri verðbólgu en forsendur áætlunar gerðu ráð fyrir. Áætlanir gerðu ráð fyrir 2,5 prósent verðbólgu en raunin varð 7,8 prósent verðbólga. Og hvað á að gera? Til að bregðast við þessari stöðu, sem áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins kallaði „kolsvarta“ í bókun á fundi borgarráðs í gær, ætlar meirihlutinn að hrinda í framkvæmd aðgerðaráætlun um umbætur og hagræðingu. Fjárhagsáætlun borgarinnar til næstu ára gerir ráð fyrir samdrætti í fjárfestingum upp á fimm milljarða. Þá samþykkti borgarráð í gær að ráðist yrði í alls 92 hagræðingaraðgerðir sem alls eiga að skila á annan milljarð í hagræðingu. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að viðbúið væri að borgarbúar myndu finna fyrir þjónustukerðingu víða þegar niðurskurðartillögum meirihlutans yrði hrint í framkvæmd. Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs.Vísir/Arnar En hvað fela þessar 92 aðgerðir sem ráðast á í, í sér? Þar má tína til ýmislegt. Spara á 1,5 milljónir króna með því að lækka fundarkostnað borgarstjórnar, þó ekki sé tekið fram hvernig eigi að ná fram þeim sparnaði. Þá á að spara tíu milljónir króna með frestun á ráðningu í laust stöðugildi á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, tíu milljónir verða sparaðar með því að ráða ekki í stöðugildi sem losnar hjá meindýravörnum næstkomandi febrúar og frestun ráðningu verkefnastjóra hjá Náttúru og görðum í eitt ár sparar tólf milljónir svo dæmi séu tekin. Afsláttur starfsmanna í bílastæðahúsum við Ráðhúsið og Borgartún afnuminn Fimmtíu milljónir aukalega koma í kassann vegna stækkunar á gjaldsvæði Bílastæðasjóðs. Þá er lagt til að niðurgreiðslur á bílastæðum Bílastæðasjóðs sem Reykjavíkurborg hefur niðurgreitt verði hætt. All mörg ár eru síðan niðurgreiðslur og veittir afslættir vegna kjörinna fulltrúa lögðust af. Verður niðurgreiðslum og afsláttum hætt vegna starfsfólks samkvæmt tillögunni. Síðasti vetur var snjóþungur í borginni. Svo snjóþungur að vetrarþjónusta borgarinnar fór umtalsvert yfir áætlun.Vísir/Vilhelm Einnig er lagt til að bæta rekstur og afkomu bílastæðahúsa Bílastæðasjóðs og óskað eftir að tillögur þess efnis liggi fyrir 1. maí næstkomandi. Er þar horft til samstarfs við bílaleigur og jafnvel sölu einstakra húsa að hluta eða í heild sinni. Þá er útlit fyrir að þeir unglingar sem verða ráðnir til Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar þurfi að eyða meiri tíma í beðum borgarinnar en undanfarin ár. Óskað er eftir tillögum sem hafi það að markmiði að vinna við umhirðu, garðyrkju og önnur verkefni verði fyrirferðarmeiri í starfi skólans en námskeið og fræðsla minnki til móts við það sem gildir á almennum vinnumarkaði. Tækjakaupapottur skorinn niður til eins árs Listunnendur borgarinnar þurfa einnig að gera sér það að góðu að tvær af nítján sýningum sem fyrirhugaðar voru á árinu verða felldar niður. Með því á að spara 8,3 milljónir króna. Til viðbótar á að spara 810 þúsund krónur á safninu vegna niðurfellingar á útgáfu fríblaða og fækkunar á útsendum boðsmiðum. Leikskólabörn hafa verið reglulegir gestir í Ráðhúsi Reykjavíkur undanfarin ár. Bæði á skemmtunum en líka til í baráttu með foreldrum sínum fyrir plássum og betri kjörum leikskólakennara.Vísir/Vilhelm Þá á að spara 60 milljónir króna á skóla- og frístundasviði með því að sleppa því að ráða inn viðbótar sumarfólk úr röðum ungmenna til viðbótar við afleysingafólk inn í leikskóla borgarinnar næsta sumar. Er gert ráð fyrir betri stöðu á vinnumarkaði varðandi sumarstörf ungs fólks og bent á að þetta framtak hafi verið hluti af átaki eftir Covid-faraldurinn. Skólar og leikskólar þurfa að sætta sig við að hinn svokallaði tækjakaupapottur, til endurnýjunar tækja og áhalda í grunn- og leikskólum borgarinnar verður skorinn niður um fimmtíu milljónir króna, en þó aðeins í eitt ár. Þetta er aðeins hluti þeirra aðgerða sem ráðast í en skoða má greinargerðina þar sem aðgerðirnar 92 eru tíundaðar hér. Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Grunnskólar Bílastæði Söfn Fréttaskýringar Tengdar fréttir Rekstarniðurstaða A-hluta neikvæð um 11,1 milljarð króna Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að hluta eða öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, var neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. 2. desember 2022 08:45 92 hagræðingar- og umbótatillögur samþykktar í borgarráði Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur meirihlutaflokka Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Meðal annars er lagt til að leggja niður dagsetrið Vin, hætta styrkjum til áfangaheimila og stöðva rekstur Seljahlíðar. 1. desember 2022 18:25 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Þetta er á meðal þeirra aðgerða sem borgarráð samþykkti í gær og er hluti af því sem meirihlutinn í borginni nefnir „aðgerðaáætlun um umbætur og hagræðingu.“ Meira úr kassanum en kemur inn Samkvæmt nýbirtu uppgjöri A-hluta Reykjavíkurborgar, það er sá hluti sem er að hluta eða að öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum borgarinnar, voru fyrstu níu mánuðir ársins þungir í rekstri Reykjavíkurborgar. Reksturinn var neikvæður um rétt rúmlega ellefu milljarða króna. Áætlanir gerðu ráð fyrir 1,6 milljarðs króna halla. Áætluninni skeikaði því um 9,5 milljarða króna. Starsfólk Vinnuskólans þarf að eyða meiri tíma við umhirðu borgarinnar en að sitja á námskeiðum næsta sumar.Vísir/Vilhelm Hvað veldur? Þar má nefna að tekjur A-hlutans voru 344 milljónum krónum undir áætlunum. Það sem vegur þó þyngst er að rekstrarútgjöld voru 4,3 milljörðum yfir fjárheimildum auk þess sem að nettó fjármagnsgjöld voru 4,9 milljörðum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir, sem borgin segir að megi að hluta til rekja til aukinnar verðbólgu, sem mælst hefur há hér á landi undanfarin misseri. Á einföldu máli þýðir þetta að minna kom í kassa A-hlutans en reiknað var með. Á sama tíma fór hins vegar umtalsvert meira úr kassanum. Sextán milljarðar fugla í skógi Rekstur borgarinnar snýst hins vegar ekki eingöngu um umræddan A-hluta. Til er B-hluti sem samanstendur af fyrirtækjum sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu borgarinnar og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Þarna er um að ræða Faxaflóahafnir, Félagsbústaði, Malbikunarstöðina Höfða, Orkuveituna, Sorpu svo dæmi séu tekin. Samandregið mynda A-hlutinn og B-hlutinn rekstur borgarinnar. Dagur B. Eggertsson, Einar Þorsteinsson og Dóra Björt Guðjónsdóttir þegar sitjandi meirihluti var kynntur til sögunnar í vor.Vísir/Ragnar Visage Rekstur B-hlutans reyndist jákvæður um 17,9 milljarða króna á þessum fyrstu níu mánuðum ársins. Séu niðurstöður A- og B-hlutans teknar saman skilaði samstæða Reykjavíkurborgar 6,8 milljarða króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta skýrist þó aðallega af því að virði eigna Félagsbústaða, félags utan um félagslegar leiguíbúða í eigu borgarinnar, jukust mikið samhliða hækkun á fasteignamati vegna mikillar hækkunar á fasteignaverði undanfarin misseri. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.Vísir/Vilhelm Er þar um að ræða 16 milljarða króna hækkun frá áætlunum. Hækkun á fasteignamati íbúða í eigu Félagsbústaða í Reykjavík skýrir því bróðurpartinn af hinum 17,9 milljarða jákvæða rekstri B-hlutans, og jákvæðri niðurstöðu samstæðunnar. Segja má þó að þarna sé um að ræða 16 milljarða af fuglum í skógi, þar sem tekið er sérstaklega fram í skýrslu Fjármála- og áhættustýringarsviðs borgarinnar að þessi hækkun segir lítið um grunnrekstur Félagsbústaða, þar sem þessi hækkun verði ekki innleyst nema með sölu eigna. Það er að Félagsbústaðir selji eitthvað af þeim íbúðum sem hafa hækkað mikið í verði samhliða mikilli hækkun á fasteignamarkaði að undanförnu. Lægri tekjur En aftur að A-hlutanum, þar sem reksturinn var neikvæður um 11 milljarða króna. Það má að einhverju leyti tekja til lægri tekna en áætlað var. Þar má helst nefna að sala byggingaréttar í borginni var 1,5 milljörðum undir áætlunum. Reykjavík úr loftiVísir/Vilhelm Skatttekjur borgarinnar námu 85,5 milljörðum króna, alls 379 milljónum króna undir áætlunum. Þar er helst um að ræða að staðgreiðsla útsvars var 345 milljónum króna undir áætlun. Þó hækkaði staðgreiðsla útsvars á milli ára um 7,1 milljarð króna. Álagningarhlutfall útsvars í borginni er 14,52 prósent, sem er lögbundið hámark. Meiri útgjöld Heildarrekstrargjöld Aðalsjóðs borgarinnar vou 133,9 milljarðar króna og alls 5,6 milljörðum umfram fjárheimildir. Þar af var launakostnaður 68 milljarðar króna, 1,7 milljarði yfir heimildum. Laun og launatengd gjöld námu 68 milljörðum króna og voru 1,7 milljarði króna yfir fjárheimildum. Þar voru mest frávik á skóla- og frístundasviði borgarinnar eða alls 1,2 milljarður króna og svo á velferðarsviði, 700 milljónir króna. Alls var rekstur málaflokka Aðalsjóðs án lífeyrisskuldbindinga var þremur milljörðum króna yfir fjárheimildum. Þar af var skóla- og frístundasvið 1,3 milljarði króna yfir fjárheimildum. Fimmtíu milljónir verða teknar úr svokölluðum tækjapotti til kaupa á tækjum og búnaði í leik- og grunnskólum borgarinnar.Vísir/Vilhelm Grunnskólahluti þess sviðs var 508 milljónum króna yfir fjárheimildum og leikskólahlutinn einum milljarði króna yfir fjárheimildum. Sviðið telur meðal annars að beinn kostnaður vegna Covid-tengdra þátta og raka- og mygluskemmda nemi um 161 milljón króna. Þá var hráefniskostnaður mötuneyta og aðkeyptur matur 326 milljónum króna umfram fjárheimildir. Þá var umhverfis- og skipulagssvið 511 milljónum króna yfir fjárheimildum, einkum vegna vetrarþjónustu sem var 488 milljónum króna yfir fjárheimildum. Er það rakið til þess að síðasti vetur hafi verið afar snjóþungur. Minni fjármunatekjur, meiri fjármagnsgjöld Fjármagnsliður A-hluta var neikvæður um 3,6 milljarða króna á tímabilinu sem er um 5 milljarða króna verri niðurstaða en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fjármunatekjur A-hluta voru 4,8 milljarðar króna sem var 771 milljónum króna undir áætlun tímabilsins. Lakari niðurstaða skýrist einna helst af lægri arðgreiðslum. Gert var ráð fyrir 578 milljónum króna. Einnig var ávöxtun verðbréfa og handbærs fjár 287 milljónum króna undir áætlun. Á móti voru þó ýmsar vaxtatekjur um 94 milljónum betri en áætlun gerði ráð fyrir. Fjármagnsgjöldin voru einnig töluvert yfir áætlun eða 8,4 milljarðar í stað 4,1 milljarðs. Skýrist það af 4,25 milljarðs króna hærri vaxta- og verðbótagjöldum vegna hærri verðbólgu en forsendur áætlunar gerðu ráð fyrir. Áætlanir gerðu ráð fyrir 2,5 prósent verðbólgu en raunin varð 7,8 prósent verðbólga. Og hvað á að gera? Til að bregðast við þessari stöðu, sem áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins kallaði „kolsvarta“ í bókun á fundi borgarráðs í gær, ætlar meirihlutinn að hrinda í framkvæmd aðgerðaráætlun um umbætur og hagræðingu. Fjárhagsáætlun borgarinnar til næstu ára gerir ráð fyrir samdrætti í fjárfestingum upp á fimm milljarða. Þá samþykkti borgarráð í gær að ráðist yrði í alls 92 hagræðingaraðgerðir sem alls eiga að skila á annan milljarð í hagræðingu. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að viðbúið væri að borgarbúar myndu finna fyrir þjónustukerðingu víða þegar niðurskurðartillögum meirihlutans yrði hrint í framkvæmd. Einar Þorsteinsson er formaður borgarráðs.Vísir/Arnar En hvað fela þessar 92 aðgerðir sem ráðast á í, í sér? Þar má tína til ýmislegt. Spara á 1,5 milljónir króna með því að lækka fundarkostnað borgarstjórnar, þó ekki sé tekið fram hvernig eigi að ná fram þeim sparnaði. Þá á að spara tíu milljónir króna með frestun á ráðningu í laust stöðugildi á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, tíu milljónir verða sparaðar með því að ráða ekki í stöðugildi sem losnar hjá meindýravörnum næstkomandi febrúar og frestun ráðningu verkefnastjóra hjá Náttúru og görðum í eitt ár sparar tólf milljónir svo dæmi séu tekin. Afsláttur starfsmanna í bílastæðahúsum við Ráðhúsið og Borgartún afnuminn Fimmtíu milljónir aukalega koma í kassann vegna stækkunar á gjaldsvæði Bílastæðasjóðs. Þá er lagt til að niðurgreiðslur á bílastæðum Bílastæðasjóðs sem Reykjavíkurborg hefur niðurgreitt verði hætt. All mörg ár eru síðan niðurgreiðslur og veittir afslættir vegna kjörinna fulltrúa lögðust af. Verður niðurgreiðslum og afsláttum hætt vegna starfsfólks samkvæmt tillögunni. Síðasti vetur var snjóþungur í borginni. Svo snjóþungur að vetrarþjónusta borgarinnar fór umtalsvert yfir áætlun.Vísir/Vilhelm Einnig er lagt til að bæta rekstur og afkomu bílastæðahúsa Bílastæðasjóðs og óskað eftir að tillögur þess efnis liggi fyrir 1. maí næstkomandi. Er þar horft til samstarfs við bílaleigur og jafnvel sölu einstakra húsa að hluta eða í heild sinni. Þá er útlit fyrir að þeir unglingar sem verða ráðnir til Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar þurfi að eyða meiri tíma í beðum borgarinnar en undanfarin ár. Óskað er eftir tillögum sem hafi það að markmiði að vinna við umhirðu, garðyrkju og önnur verkefni verði fyrirferðarmeiri í starfi skólans en námskeið og fræðsla minnki til móts við það sem gildir á almennum vinnumarkaði. Tækjakaupapottur skorinn niður til eins árs Listunnendur borgarinnar þurfa einnig að gera sér það að góðu að tvær af nítján sýningum sem fyrirhugaðar voru á árinu verða felldar niður. Með því á að spara 8,3 milljónir króna. Til viðbótar á að spara 810 þúsund krónur á safninu vegna niðurfellingar á útgáfu fríblaða og fækkunar á útsendum boðsmiðum. Leikskólabörn hafa verið reglulegir gestir í Ráðhúsi Reykjavíkur undanfarin ár. Bæði á skemmtunum en líka til í baráttu með foreldrum sínum fyrir plássum og betri kjörum leikskólakennara.Vísir/Vilhelm Þá á að spara 60 milljónir króna á skóla- og frístundasviði með því að sleppa því að ráða inn viðbótar sumarfólk úr röðum ungmenna til viðbótar við afleysingafólk inn í leikskóla borgarinnar næsta sumar. Er gert ráð fyrir betri stöðu á vinnumarkaði varðandi sumarstörf ungs fólks og bent á að þetta framtak hafi verið hluti af átaki eftir Covid-faraldurinn. Skólar og leikskólar þurfa að sætta sig við að hinn svokallaði tækjakaupapottur, til endurnýjunar tækja og áhalda í grunn- og leikskólum borgarinnar verður skorinn niður um fimmtíu milljónir króna, en þó aðeins í eitt ár. Þetta er aðeins hluti þeirra aðgerða sem ráðast í en skoða má greinargerðina þar sem aðgerðirnar 92 eru tíundaðar hér.
Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Grunnskólar Bílastæði Söfn Fréttaskýringar Tengdar fréttir Rekstarniðurstaða A-hluta neikvæð um 11,1 milljarð króna Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að hluta eða öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, var neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. 2. desember 2022 08:45 92 hagræðingar- og umbótatillögur samþykktar í borgarráði Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur meirihlutaflokka Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Meðal annars er lagt til að leggja niður dagsetrið Vin, hætta styrkjum til áfangaheimila og stöðva rekstur Seljahlíðar. 1. desember 2022 18:25 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Rekstarniðurstaða A-hluta neikvæð um 11,1 milljarð króna Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að hluta eða öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, var neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. 2. desember 2022 08:45
92 hagræðingar- og umbótatillögur samþykktar í borgarráði Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur meirihlutaflokka Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Meðal annars er lagt til að leggja niður dagsetrið Vin, hætta styrkjum til áfangaheimila og stöðva rekstur Seljahlíðar. 1. desember 2022 18:25