Rekstarniðurstaða A-hluta neikvæð um 11,1 milljarð króna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2022 08:45 Heildareignir samstæðunnar námu í lok september 834 milljörðum króna en heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 437 milljarðar Eigið fé var 396 milljarðar en þar af var hlutdeild meðeigenda 14 milljarðar. Vísir/Ragnar Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að hluta eða öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, var neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Samkvæmt áætlunum var ráðgert að hún yrði neikvæð um 1,6 milljarð. Þetta kemur fram í árshlutareikning borgarinnar fyrir tímabilið janúar - september 2022, sem afgreiddur var á fundi borgarráðs í gær. Tekjur A-hluta voru 344 milljónum krónum undir áætlun en rekstrarútgjöld voru 4,3 milljörðum yfir fjárheimildum. Þá voru nettó fjármagnsgjöld 4,9 milljörðum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Samanlögð rekstarniðustaða A-hlut og B-hluta, sem nær yfir fyrirtæki í eigu borgarinnar, var jákvæð um 6,7 milljarða króna. Það er 758 milljónum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta má einkum þakka matsbreytingum fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum, sem námu 20,5 milljörðum eða 16 milljörðum meira en áætlanir sögðu til um. Verðbólga á tímabilinu var 7,8 prósent, sem hafði veruleg áhrif á fjármagnsgjöld, en þau voru 12,1 milljarði hærri en áætlað var. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að margt hafi sett svip sinn á uppgjörið. „Ýmislegt setur svip sinn á uppgjör borgarinnar. Bylgja nýs afbrigðis af COVID-19 í upphafi árs fól í sér tímabundið álag á rekstur, einkum á sviðum skóla og velferðar. Stríð í Úkraínu, auk kórónuveirunnar, hefur leitt til skorts á hrávöru og hægt á framleiðslulínum með miklum áhrifum á heimsmarkað og aukinni verðbólgu í okkar helstu viðskiptalöndum. Þá hefur Seðlabankinn, vegna hækkana á húsnæðismarkaði, hárrar verðbólgu og þenslu innanlands, verið í hækkunarferli stýrivaxta og allt hefur þetta áhrif.“ Þá segir að Reykjavíkurborg hafi brugðist við erfiðri stöðu með samdrætti í fjárfestingum en gert er ráð fyrir að þær verði 25 milljarðar króna í stað fyrirhugaðra 32,4 milljarða í árslok. „Ný fjárhagsáætlun fyrir árið 2023- 2027 gerir jafnframt ráð fyrir samdrætti í fjárfestingum miðað við fyrri áætlanir ásamt hagræðingaraðgerðum. Þá hefur fjármálastefna borgarinnar verið endurskoðuð með hliðsjón af fjárhagslegri stöðu og efnahagslegu ytra umhverfi samhliða framlagningu fjárhagsáætlunar 2023- 2027. Samþykkt hafa verið lög frá Alþingi sem miða að því að gera sveitarfélögum kleift að takast á við vanda kórónaveirunnar til skemmri og millilangs tíma með tilslökun í fjármálareglum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 fram til ársins 2025, sbr. lög nr. 22/2021.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Samkvæmt áætlunum var ráðgert að hún yrði neikvæð um 1,6 milljarð. Þetta kemur fram í árshlutareikning borgarinnar fyrir tímabilið janúar - september 2022, sem afgreiddur var á fundi borgarráðs í gær. Tekjur A-hluta voru 344 milljónum krónum undir áætlun en rekstrarútgjöld voru 4,3 milljörðum yfir fjárheimildum. Þá voru nettó fjármagnsgjöld 4,9 milljörðum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Samanlögð rekstarniðustaða A-hlut og B-hluta, sem nær yfir fyrirtæki í eigu borgarinnar, var jákvæð um 6,7 milljarða króna. Það er 758 milljónum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta má einkum þakka matsbreytingum fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum, sem námu 20,5 milljörðum eða 16 milljörðum meira en áætlanir sögðu til um. Verðbólga á tímabilinu var 7,8 prósent, sem hafði veruleg áhrif á fjármagnsgjöld, en þau voru 12,1 milljarði hærri en áætlað var. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar segir að margt hafi sett svip sinn á uppgjörið. „Ýmislegt setur svip sinn á uppgjör borgarinnar. Bylgja nýs afbrigðis af COVID-19 í upphafi árs fól í sér tímabundið álag á rekstur, einkum á sviðum skóla og velferðar. Stríð í Úkraínu, auk kórónuveirunnar, hefur leitt til skorts á hrávöru og hægt á framleiðslulínum með miklum áhrifum á heimsmarkað og aukinni verðbólgu í okkar helstu viðskiptalöndum. Þá hefur Seðlabankinn, vegna hækkana á húsnæðismarkaði, hárrar verðbólgu og þenslu innanlands, verið í hækkunarferli stýrivaxta og allt hefur þetta áhrif.“ Þá segir að Reykjavíkurborg hafi brugðist við erfiðri stöðu með samdrætti í fjárfestingum en gert er ráð fyrir að þær verði 25 milljarðar króna í stað fyrirhugaðra 32,4 milljarða í árslok. „Ný fjárhagsáætlun fyrir árið 2023- 2027 gerir jafnframt ráð fyrir samdrætti í fjárfestingum miðað við fyrri áætlanir ásamt hagræðingaraðgerðum. Þá hefur fjármálastefna borgarinnar verið endurskoðuð með hliðsjón af fjárhagslegri stöðu og efnahagslegu ytra umhverfi samhliða framlagningu fjárhagsáætlunar 2023- 2027. Samþykkt hafa verið lög frá Alþingi sem miða að því að gera sveitarfélögum kleift að takast á við vanda kórónaveirunnar til skemmri og millilangs tíma með tilslökun í fjármálareglum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 fram til ársins 2025, sbr. lög nr. 22/2021.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira