Skoða að setja kláf í Esjuhlíðar Bjarki Sigurðsson skrifar 1. desember 2022 16:34 Tillagan var lögð fram af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur samþykkt að skoða það að setja upp farþegaferju í Esjuhlíðum. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna varar við því að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. Tillagan var lögð fram af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, og kusu allir fulltrúar meirihlutans með hugmyndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins sátu hjá. Markmið borgarstjóra með hugmyndinni er að bæta aðgengi og upplifun fólks sem vill fara upp á Esjuna. Ferjur svipaðar þeirri sem skoðað er að setja upp eru algengar um allan heim. Borgarráð samþykkti að kanna forsendur verkefnisins, að umhverfis- og skipulagssvið skoði skipulagsþáttinn, og eignaskrifstofan kanni afstöðu ríkisins sem landeiganda. Endanleg ákvörðun um kláfinn ræðst af niðurstöðum skipulagsvinnu og þess umsagnar- og samráðsferlis sem fram færi samhliða. Mikilvægt að vanda til verka Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, lögðu fram bókun um málið. Þær segja það vera mikilvægt að vanda til verka við alla hönnun, þess sé gætt að ferjan falli vel að umhverfi og náttúru og þess gætt að neikvæð umhverfisáhrif og rask verði sem minnst. Fulltrúi Sósíalistaflokksins í ráðinu, Trausti Breiðfjörð Magnússon, lagði einnig fram bókun en hann sagði það var mikilvægt að fleiri en umhverfis- og skipulagsráð fái að koma með umsögn um málið, til að mynda íbúaráð og íbúar. Hann bendir á að íbúar á Kjalarnesi hafi áður lýst yfir andstöðu sinni við þessar fyrirætlanir. Mögulega til betri staðir Líf Magneudóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í ráðinu, segir að um sé að ræða stórt álitamál. „Taka verður afstöðu til margra flókinna spurninga m.a. um aðgengi allra að náttúrunni, um verðmæti og gildi Esjunnar og hvort rétt sé að framkvæmdin, ef skynsamleg þykir, sé unnin af einkaaðilum. Framkvæmd sem þessi hlyti að hafa margháttuð áhrif á umferð og nýtingu svæðisins og yrði að leggja mat á heildaráhrifin, s.s. afleiðingar aukinnar umferðar, áskoranir varðandi öryggismál o.fl.,“ segir í bókun hennar. Þá bendir hún á að ekki liggur fyrir hvort aðrir staðir í nágrenni Reykjavíkur kunni að vera heppilegri en Esjan fyrir kláf. Athuga þurfi að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. Hugmyndin að setja kláf í hlíðar Esjuna eru ekki nýjar af nálinni. Fyrirtækið Esjuferja ehf. sótti um lóðarleigu til slíkra framkvæmda árið 2015. Hverfisráð Kjalarness lagðist gegn verkefninu árið 2016. Esjan Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjósarhreppur Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira
Tillagan var lögð fram af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, og kusu allir fulltrúar meirihlutans með hugmyndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins sátu hjá. Markmið borgarstjóra með hugmyndinni er að bæta aðgengi og upplifun fólks sem vill fara upp á Esjuna. Ferjur svipaðar þeirri sem skoðað er að setja upp eru algengar um allan heim. Borgarráð samþykkti að kanna forsendur verkefnisins, að umhverfis- og skipulagssvið skoði skipulagsþáttinn, og eignaskrifstofan kanni afstöðu ríkisins sem landeiganda. Endanleg ákvörðun um kláfinn ræðst af niðurstöðum skipulagsvinnu og þess umsagnar- og samráðsferlis sem fram færi samhliða. Mikilvægt að vanda til verka Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, lögðu fram bókun um málið. Þær segja það vera mikilvægt að vanda til verka við alla hönnun, þess sé gætt að ferjan falli vel að umhverfi og náttúru og þess gætt að neikvæð umhverfisáhrif og rask verði sem minnst. Fulltrúi Sósíalistaflokksins í ráðinu, Trausti Breiðfjörð Magnússon, lagði einnig fram bókun en hann sagði það var mikilvægt að fleiri en umhverfis- og skipulagsráð fái að koma með umsögn um málið, til að mynda íbúaráð og íbúar. Hann bendir á að íbúar á Kjalarnesi hafi áður lýst yfir andstöðu sinni við þessar fyrirætlanir. Mögulega til betri staðir Líf Magneudóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í ráðinu, segir að um sé að ræða stórt álitamál. „Taka verður afstöðu til margra flókinna spurninga m.a. um aðgengi allra að náttúrunni, um verðmæti og gildi Esjunnar og hvort rétt sé að framkvæmdin, ef skynsamleg þykir, sé unnin af einkaaðilum. Framkvæmd sem þessi hlyti að hafa margháttuð áhrif á umferð og nýtingu svæðisins og yrði að leggja mat á heildaráhrifin, s.s. afleiðingar aukinnar umferðar, áskoranir varðandi öryggismál o.fl.,“ segir í bókun hennar. Þá bendir hún á að ekki liggur fyrir hvort aðrir staðir í nágrenni Reykjavíkur kunni að vera heppilegri en Esjan fyrir kláf. Athuga þurfi að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. Hugmyndin að setja kláf í hlíðar Esjuna eru ekki nýjar af nálinni. Fyrirtækið Esjuferja ehf. sótti um lóðarleigu til slíkra framkvæmda árið 2015. Hverfisráð Kjalarness lagðist gegn verkefninu árið 2016.
Esjan Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjósarhreppur Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira