Langur dagur í Karphúsinu: „Ekki búið fyrr en þetta er búið“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 11:52 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Dagskráin er þétt í kjaraviðræðum í dagsins. vísir/samett mynd Gert er ráð fyrir löngum degi í Karphúsinu en Starfsgreinasambandið mætir aftur að samningaborðinu í dag eftir maraþonfund í gær. Formaður SGS segir markmiðið enn vera að ná samningi fyrir mánaðarmót. Ríkissáttasemjari segir að tekin verði ákvörðun í dag um hvort VR verði einnig boðað á fundinn. Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins, VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna sátu í gær fundi hjá ríkissáttasemjara í um tólf klukkustundir og nýr fundur með SGS hefur verið boðaður klukkan eitt í dag. Gera má ráð fyrir að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi þar sem Vilhjálmur Birgisson, formaður sambandsins, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að fólk hefði verið beðið um að úttala sig ekki um stöðuna að svo stöddu. Hann sagði þó að „þetta væri ekki búið fyrr en þetta er búið“ og sem oft áður er því ekkert öruggt. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir að fólk hafi nýtt gærdaginn í að ræða sig í gegnum ýmis málefni. „Og setja sig inn í og skilja hagsmuni, afstöðu og viðhorf gagnaðilans. Þetta var um margt mjög gott samtal,“ segir Aðalsteinn. VR sleit sig frá viðræðunum fyrir helgi en mætti á fundinn í gær. Gerir þú ráð fyrir að boða VR aftur til ykkar í dag? „Ég veit það ekki. Það er eitthvað sem við ætlum að ræða síðar í dag. Fer eftir því hvernig staðan er,“ segir Aðalsteinn. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Vilhjálmur markmiðið enn vera að ná samningi fyrir mánaðamót. Ljóst er að tíminn er naumur þar sem 1. desember er á morgun. Formaður VR var ekki eins bjartsýnn í gær og taldi það raunar útilokað hvað sitt félag varðar. Rætt er um skammtímakjarasamning í ljósi mikillar verðbólgu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði VR og SGS verið boðin sautján til þrjátíu þúsund króna hækkun þegar VR sleit sig frá viðræðunum og vísaði í óásættanlegt tilboð. Efling hefur farið fram á tæplega 57 þúsund króna hækkun sem formaður VR sagði í gær ekki óeðlilega kröfu í ljósi verðlagshækkana. Langur dagur virðist fram undan í Karphúsinu en samninganefndir iðn- og tæknifólks mættu einnig til fundar klukkan tíu í morgun. Aðalsteinn segir að þétt dagskrá hafi verið sett saman. „Við erum búin að áforma fundi til að minnsta kosti sex í dag en svo sjáum við hvernig dagurinn teiknar sig upp og hversu langt verður hægt að komast,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins, VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna sátu í gær fundi hjá ríkissáttasemjara í um tólf klukkustundir og nýr fundur með SGS hefur verið boðaður klukkan eitt í dag. Gera má ráð fyrir að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi þar sem Vilhjálmur Birgisson, formaður sambandsins, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að fólk hefði verið beðið um að úttala sig ekki um stöðuna að svo stöddu. Hann sagði þó að „þetta væri ekki búið fyrr en þetta er búið“ og sem oft áður er því ekkert öruggt. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir að fólk hafi nýtt gærdaginn í að ræða sig í gegnum ýmis málefni. „Og setja sig inn í og skilja hagsmuni, afstöðu og viðhorf gagnaðilans. Þetta var um margt mjög gott samtal,“ segir Aðalsteinn. VR sleit sig frá viðræðunum fyrir helgi en mætti á fundinn í gær. Gerir þú ráð fyrir að boða VR aftur til ykkar í dag? „Ég veit það ekki. Það er eitthvað sem við ætlum að ræða síðar í dag. Fer eftir því hvernig staðan er,“ segir Aðalsteinn. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Vilhjálmur markmiðið enn vera að ná samningi fyrir mánaðamót. Ljóst er að tíminn er naumur þar sem 1. desember er á morgun. Formaður VR var ekki eins bjartsýnn í gær og taldi það raunar útilokað hvað sitt félag varðar. Rætt er um skammtímakjarasamning í ljósi mikillar verðbólgu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði VR og SGS verið boðin sautján til þrjátíu þúsund króna hækkun þegar VR sleit sig frá viðræðunum og vísaði í óásættanlegt tilboð. Efling hefur farið fram á tæplega 57 þúsund króna hækkun sem formaður VR sagði í gær ekki óeðlilega kröfu í ljósi verðlagshækkana. Langur dagur virðist fram undan í Karphúsinu en samninganefndir iðn- og tæknifólks mættu einnig til fundar klukkan tíu í morgun. Aðalsteinn segir að þétt dagskrá hafi verið sett saman. „Við erum búin að áforma fundi til að minnsta kosti sex í dag en svo sjáum við hvernig dagurinn teiknar sig upp og hversu langt verður hægt að komast,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira