Stjórnvöld fíflast með framtíð fiskeldis Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 29. nóvember 2022 10:01 Í umræðu liðinna daga hefur nokkuð verið rætt um gjaldtöku af fiskeldi. Tilefnið er fyrst og fremst boðuð áform núverandi ríkisstjórnar um nærri tvöföldun á auðlindagjaldi vegna fiskeldis, sem innheimt er af þeim sem hafa leyfi til sjókvíaeldis við Ísland. Gjaldtaka fyrir aðgang að náttúruauðlindum er eðlileg og allir þeir sem nýta hinar ýmsu auðlindir lands og sjávar eiga að greiða slíkt gjald. SFS hafa hins vegar gert alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaða hækkun á fiskeldisgjaldi, enda gengur hún langt úr hófi fram. Þá er ekki síður alvarlegt hvernig staðið hefur verið að undirbúningi, mati á áhrifum og samráði við meðferð þess frumvarps sem boðar umrædda hækkun. Skal hér vikið að nokkrum mikilvægum atriðum. 1. Eins og fram kom í grein á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi 27. október sl. er Ísland eitt aðeins þriggja landa í heiminum sem leggur sérstakt auðlindagjald á fiskeldi. Auðlindagjaldinu var komið á árið 2019 með sérstökum lögum um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð. Við lagasetninguna var litið til þess að fiskeldi hér á landi er enn tiltölulega ný og vaxandi atvinnugrein og var af þeim sökum ákveðið að gjaldið yrði innleitt í 7 stigvaxandi þrepum. Fyrsta árið eftir gildistöku laganna var 1/7 hlutur af fullu gjaldi greiddur, á öðru ári 2/7 hlutar og svo koll af kolli. Lögum samkvæmt verður því fullri gjaldtöku fyrst náð árið 2026. Í áliti meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um þessa tilhögun segir að nauðsynlegt sé að stilla gjaldtöku í hóf til að byrja með til þess að rekstrarleyfishafar hafi svigrúm til að þróa starfsemi sína og byggja upp rekstur sinn. Að ætla að hverfa frá því nú felur því í sér grundvallarbreytingu frá þeirri stefnu sem mörkuð var árið 2019, án þess að fyrir því séu færð nokkur rök. 2. Þegar lög um töku gjalds af fiskeldi voru sett árið 2019 var þess sérstaklega getið í frumvarpi að kæmi til þess að uppbygging fiskeldis yrði ekki slík, sem að er stefnt ákveðnum skrefum af fiskeldisfyrirtækjunum, gæti það kallað á endurskoðun gjaldtöku. Formerki voru með öðrum orðum þau, að ef áform fiskeldisfyrirtækja myndu ekki ganga eftir kæmi til greina að draga úr gjaldtökunni. Í þessu samhengi má benda á að miðað við núverandi áhættumat Hafrannsóknastofnunar er talið viðunandi að hafa hámarkslífsmassa af frjóum laxi í sjó sem nemur 106.500 tonnum og fyrir liggja formlegar umsóknir til stjórnvalda um að fullnýta þær heimildir. Uppbygging fiskeldis er hins vegar bæði tímafrek og kostnaðarsöm og því er enn langt í land með að þeim hæðum verði náð. Til marks um það var ársframleiðsla ársins 2021 tæplega 45.000 tonn. Með öðrum orðum fer því fjarri, að uppbygging fiskeldis sé komin á þann stað, sem svigrúm er fyrir og íslensk fiskeldisfyrirtæki stefna að. 3. Í fyrrnefndu áliti meirihluta atvinnuvegaanefndar vegna þeirra laga sem nú gilda um töku gjalds af fiskeldi var lögð áhersla á að innan fárra ára fram færi heildarendurskoðun á gjaldtöku af fiskeldi hér á landi með hliðsjón af erlendri réttarþróun. Benti nefndin á mikilvægi þess að við þá endurskoðun yrði horft til „heildarumfangs allra gjalda sem á greinina eru lagðar, hvaða áhrif þau hafa á uppbyggingu á frumbýlingsárunum og hvenær rétt sé að þau taki gildi að fullu.“ Engin slík skoðun hefur farið fram. 4. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að á kjörtímabilinu verði mótuð heildstæð stefna um „uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis.“ Í greinargerð matvælaráðherra um áherslur og fyrirhugað verklag við stefnumótun á sviði matvæla, sem auglýst var í febrúar á þessu ári, segir að við fyrirhugaða stefnumótun fyrir fiskeldi verði lögð áhersla á að skoða „sérstaklega gjaldtöku af fiskeldi og skiptingu þeirra gjalda sem til falla“ og að „formleg kynning og samráð“ um gjaldtökuna muni fara fram að þeirri greiningarvinnu lokinni. Undanfarna mánuði hefur miklum tíma og fjármunum verið varið í stefnumótunarvinnu á vegum matvælaráðuneytisins, þar sem ráðuneytið hefur m.a. fengið til liðs við sig ráðgjafafyrirtækið Boston Consulting Group. Stór hluti þeirrar vinnu hefur falist í að greina og bera saman gjaldtöku og rekstrarskilyrði á milli landa þar sem laxeldi er stundað í sjó. Endanleg skýrsla liggur ekki fyrir og af þeim sökum óskiljanlegt af hverju farið er fram með jafn umfangsmikla gjaldhækkunartillögu á þessu stigi. Er fyrirhuguð skýrsla og stefnumótun um gjaldtöku af fiskeldi og samráð sem viðhaft hefur verið við þá vinnu þá aðeins til málamynda? 5. Samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og stjórnartillagna skuli bæði áform og drög að lagafrumvörpum kynnt almenningi og hagsmunaaðilum í opnu samráði og kostur gefinn á umsögnum og ábendingum. Þar segir jafnframt að í greinargerð með frumvarpi skuli greina frá tilefni lagasetningar, því markmiði sem að er stefnt, þeim valkostum sem fyrir hendi voru til að ná þeim markmiðum og rökstuðningur fyrir þeirri leið lagasetningar sem er valin. Í máli þessu voru engin áform né drög að lagafrumvarpi lögð fram til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Ekkert samráð var heldur haft við SFS við undirbúning þess og samtökin voru ekki meðal þeirra rúmlega 40 aðila sem fengu umsagnarbeiðni frá efnahags- og viðskiptanefnd við meðferð málsins fyrir Alþingi. Í greinargerð frumvarpsins er hvorki umfjöllun né rökstuðning að finna um þá leið lagasetningar sem var valin eða hvaða aðrir valkostir komu til greina. Þá liggur engin greining fyrir um hagræn eða samfélagsleg áhrif fyrirhugaðrar gjaldhækkunar á fiskeldisfyrirtæki eða sveitarfélög þar sem fiskeldi er stundað. Frumvarpið er því sett fram án samráðs, án forkynningar og án sjáanlegar greiningarvinnu. 6. Ekki er vitað um dæmi þess að jafn umfangsmikil gjaldhækkun á eina atvinnugrein hafi verið sett fram í tekjubandormi, án fyrirvara, samráðs eða sérstaks rökstuðnings. Þessi tilhögun setur allar áætlanir fyrirtækjanna varðandi rekstur, fjárfestingu og fjármögnun í uppnám. Að lokum Það hefur verið stjórnvöldum mikið kappsmál að fjölga stoðum útflutnings. Það er enda ærið verkefni að tryggja hér verðmætasköpun til lengri tíma, þannig að hagvöxtur sé jákvæður og lífskjör með ágætum. Uppbygging fiskeldis hefur þar skipt sköpum. Atvinnugreinin er þó fjarri því að vera komin í var og áskoranirnar eru margar. Það lýsir þess vegna einstakri skammsýni og víðtækum skorti á þekkingu á viðkvæmri stöðu greinarinnar þegar stjórnvöld ganga fram með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. Það sem verra er, að hin neikvæðu áhrif óhóflegrar skattahækkunar munu færa okkur fjær markmiðinu um trausta og fjölbreytta verðmætasköpun. Það er fíflast með fólk, fyrirtæki og samfélög á landsbyggðinni sem treysta á þessa mikilvægu atvinnuuppbyggingu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Fiskeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Sjá meira
Í umræðu liðinna daga hefur nokkuð verið rætt um gjaldtöku af fiskeldi. Tilefnið er fyrst og fremst boðuð áform núverandi ríkisstjórnar um nærri tvöföldun á auðlindagjaldi vegna fiskeldis, sem innheimt er af þeim sem hafa leyfi til sjókvíaeldis við Ísland. Gjaldtaka fyrir aðgang að náttúruauðlindum er eðlileg og allir þeir sem nýta hinar ýmsu auðlindir lands og sjávar eiga að greiða slíkt gjald. SFS hafa hins vegar gert alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaða hækkun á fiskeldisgjaldi, enda gengur hún langt úr hófi fram. Þá er ekki síður alvarlegt hvernig staðið hefur verið að undirbúningi, mati á áhrifum og samráði við meðferð þess frumvarps sem boðar umrædda hækkun. Skal hér vikið að nokkrum mikilvægum atriðum. 1. Eins og fram kom í grein á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi 27. október sl. er Ísland eitt aðeins þriggja landa í heiminum sem leggur sérstakt auðlindagjald á fiskeldi. Auðlindagjaldinu var komið á árið 2019 með sérstökum lögum um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð. Við lagasetninguna var litið til þess að fiskeldi hér á landi er enn tiltölulega ný og vaxandi atvinnugrein og var af þeim sökum ákveðið að gjaldið yrði innleitt í 7 stigvaxandi þrepum. Fyrsta árið eftir gildistöku laganna var 1/7 hlutur af fullu gjaldi greiddur, á öðru ári 2/7 hlutar og svo koll af kolli. Lögum samkvæmt verður því fullri gjaldtöku fyrst náð árið 2026. Í áliti meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um þessa tilhögun segir að nauðsynlegt sé að stilla gjaldtöku í hóf til að byrja með til þess að rekstrarleyfishafar hafi svigrúm til að þróa starfsemi sína og byggja upp rekstur sinn. Að ætla að hverfa frá því nú felur því í sér grundvallarbreytingu frá þeirri stefnu sem mörkuð var árið 2019, án þess að fyrir því séu færð nokkur rök. 2. Þegar lög um töku gjalds af fiskeldi voru sett árið 2019 var þess sérstaklega getið í frumvarpi að kæmi til þess að uppbygging fiskeldis yrði ekki slík, sem að er stefnt ákveðnum skrefum af fiskeldisfyrirtækjunum, gæti það kallað á endurskoðun gjaldtöku. Formerki voru með öðrum orðum þau, að ef áform fiskeldisfyrirtækja myndu ekki ganga eftir kæmi til greina að draga úr gjaldtökunni. Í þessu samhengi má benda á að miðað við núverandi áhættumat Hafrannsóknastofnunar er talið viðunandi að hafa hámarkslífsmassa af frjóum laxi í sjó sem nemur 106.500 tonnum og fyrir liggja formlegar umsóknir til stjórnvalda um að fullnýta þær heimildir. Uppbygging fiskeldis er hins vegar bæði tímafrek og kostnaðarsöm og því er enn langt í land með að þeim hæðum verði náð. Til marks um það var ársframleiðsla ársins 2021 tæplega 45.000 tonn. Með öðrum orðum fer því fjarri, að uppbygging fiskeldis sé komin á þann stað, sem svigrúm er fyrir og íslensk fiskeldisfyrirtæki stefna að. 3. Í fyrrnefndu áliti meirihluta atvinnuvegaanefndar vegna þeirra laga sem nú gilda um töku gjalds af fiskeldi var lögð áhersla á að innan fárra ára fram færi heildarendurskoðun á gjaldtöku af fiskeldi hér á landi með hliðsjón af erlendri réttarþróun. Benti nefndin á mikilvægi þess að við þá endurskoðun yrði horft til „heildarumfangs allra gjalda sem á greinina eru lagðar, hvaða áhrif þau hafa á uppbyggingu á frumbýlingsárunum og hvenær rétt sé að þau taki gildi að fullu.“ Engin slík skoðun hefur farið fram. 4. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að á kjörtímabilinu verði mótuð heildstæð stefna um „uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis.“ Í greinargerð matvælaráðherra um áherslur og fyrirhugað verklag við stefnumótun á sviði matvæla, sem auglýst var í febrúar á þessu ári, segir að við fyrirhugaða stefnumótun fyrir fiskeldi verði lögð áhersla á að skoða „sérstaklega gjaldtöku af fiskeldi og skiptingu þeirra gjalda sem til falla“ og að „formleg kynning og samráð“ um gjaldtökuna muni fara fram að þeirri greiningarvinnu lokinni. Undanfarna mánuði hefur miklum tíma og fjármunum verið varið í stefnumótunarvinnu á vegum matvælaráðuneytisins, þar sem ráðuneytið hefur m.a. fengið til liðs við sig ráðgjafafyrirtækið Boston Consulting Group. Stór hluti þeirrar vinnu hefur falist í að greina og bera saman gjaldtöku og rekstrarskilyrði á milli landa þar sem laxeldi er stundað í sjó. Endanleg skýrsla liggur ekki fyrir og af þeim sökum óskiljanlegt af hverju farið er fram með jafn umfangsmikla gjaldhækkunartillögu á þessu stigi. Er fyrirhuguð skýrsla og stefnumótun um gjaldtöku af fiskeldi og samráð sem viðhaft hefur verið við þá vinnu þá aðeins til málamynda? 5. Samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og stjórnartillagna skuli bæði áform og drög að lagafrumvörpum kynnt almenningi og hagsmunaaðilum í opnu samráði og kostur gefinn á umsögnum og ábendingum. Þar segir jafnframt að í greinargerð með frumvarpi skuli greina frá tilefni lagasetningar, því markmiði sem að er stefnt, þeim valkostum sem fyrir hendi voru til að ná þeim markmiðum og rökstuðningur fyrir þeirri leið lagasetningar sem er valin. Í máli þessu voru engin áform né drög að lagafrumvarpi lögð fram til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Ekkert samráð var heldur haft við SFS við undirbúning þess og samtökin voru ekki meðal þeirra rúmlega 40 aðila sem fengu umsagnarbeiðni frá efnahags- og viðskiptanefnd við meðferð málsins fyrir Alþingi. Í greinargerð frumvarpsins er hvorki umfjöllun né rökstuðning að finna um þá leið lagasetningar sem var valin eða hvaða aðrir valkostir komu til greina. Þá liggur engin greining fyrir um hagræn eða samfélagsleg áhrif fyrirhugaðrar gjaldhækkunar á fiskeldisfyrirtæki eða sveitarfélög þar sem fiskeldi er stundað. Frumvarpið er því sett fram án samráðs, án forkynningar og án sjáanlegar greiningarvinnu. 6. Ekki er vitað um dæmi þess að jafn umfangsmikil gjaldhækkun á eina atvinnugrein hafi verið sett fram í tekjubandormi, án fyrirvara, samráðs eða sérstaks rökstuðnings. Þessi tilhögun setur allar áætlanir fyrirtækjanna varðandi rekstur, fjárfestingu og fjármögnun í uppnám. Að lokum Það hefur verið stjórnvöldum mikið kappsmál að fjölga stoðum útflutnings. Það er enda ærið verkefni að tryggja hér verðmætasköpun til lengri tíma, þannig að hagvöxtur sé jákvæður og lífskjör með ágætum. Uppbygging fiskeldis hefur þar skipt sköpum. Atvinnugreinin er þó fjarri því að vera komin í var og áskoranirnar eru margar. Það lýsir þess vegna einstakri skammsýni og víðtækum skorti á þekkingu á viðkvæmri stöðu greinarinnar þegar stjórnvöld ganga fram með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. Það sem verra er, að hin neikvæðu áhrif óhóflegrar skattahækkunar munu færa okkur fjær markmiðinu um trausta og fjölbreytta verðmætasköpun. Það er fíflast með fólk, fyrirtæki og samfélög á landsbyggðinni sem treysta á þessa mikilvægu atvinnuuppbyggingu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar