Veiðigjaldatvist Oddný G. Harðardóttir skrifar 29. nóvember 2022 08:31 Í fyrravor samþykkti Alþingi bráðarbirgðarákvæði við lögin um tekjuskatt. Með ákvæðinu átti að hvetja til fjárfestinga, einkum grænna fjárfestinga. Áhyggjur voru uppi um efnahag og atvinnu eftir heimsfaraldur og þessar ívilnanir því samþykktar á Alþingi líkt og fleiri mótvægisaðgerðir í heimsfaraldri. Heimilt er samkvæmt bráðarbirgðarákvæðinu við tekjuskattslögin að afskrifa hraðar fjárfestingar sem farið er í á árunum 2021 og 2022. Gert er ráð fyrir flýtifyrningum allt að 50% í stað 20% sem lögin leyfa. Þessar ívilnanir eiga m.a. um fjárfestingar í skipum. Á dagskrá þingfundar í dag er frumvarp frá matvælaráðherra til að jafna sveiflu á veiðigjöldum sem bráðabirgðarákvæðið magnar upp. Hvað hefur þetta með veiðigjöld að gera? Það er von að fólk spyrji. Ástæðan er sú að fastur kostnaður við fiskveiðar er dreginn frá upphæðinni sem notuð er til að reikna veiðigjald hvers árs. Til fasts kostnaðar við fiskveiðar teljast skattalegar fyrningar skipa og skipsbúnaðar og áætluð vaxtagjöld sem nema skulu sömu fjárhæð og fyrningarnar. Sem sagt - veiðigjöldin sem gjöld fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar eru undir geðþótta útgerðarmanna komin og geta sveiflast af þeim sökum um milljarða króna. Sveiflast vegna ákvæða í lögum um veiðigjöld um að fjármagnskostnaður komi til frádráttar frá gjaldstofni. Í stað þess að forðast bókhaldslegar fyrningar og aðrar fjármálalegar færslur eru þær teknar uppblásnar inn í útreikning veiðigjalda. Skattalegar tilfæringar Sérstök hækkun bókhaldslegra fyrninga lækkar tekjuskattsstofn viðkomandi útgerðar og hefur einnig áhrif á veiðigjöld. Þannig hefur hvati til fjárfestinga líkt og bráðabirgðarákvæðinu var ætlað að vera, bein áhrif á útreikning veiðigjalda. Samkvæmt núgildandi reglum um útreikning veiðigjalda munu kaup á nýjum 6 milljarða króna togara á árinu 2021 lækka veiðigjöld ársins 2023 um allt að 20% þeirrar fjárhæðar eða 1,2 milljarð króna. Með hinni sérstöku flýtifyrningu getur þessi lækkun orðið allt að 50%, þ.e. um 3 milljarðar króna. Augljóslega þarf að breyta þessu fyrirkomulagi hið allra fyrsta til hagsbóta fyrir eigendur auðlindarinnar. Efnahagur landsins, hagur heimila og margra fyrirtækja hefur orðið fyrir búsifjum vegna heimsfaraldurs og ófriðar í Evrópu. Þrátt fyrir það var methagnaður í sjávarútvegi í fyrra og sjávarútvegur áfram dafnað í ár, ekki síst vegna hagstæðrar verðþróunar og veikingar krónunnar upp á síðkastið. Á sama tíma stendur ríkissjóður illa og þrengingar í heilbrigðis og velferðarmálum. Stefna Samfylkingarinnar hefur verið skýr í þessum efnum frá stofnun flokksins. Við viljum sækja sanngjarnt verð fyrir fiskveiðiauðlindina og gera nýliðun mögulega með útboði á hæfilegu magni af úthlutuðum kvóta og tímabundnum samningum. Með umgjörð um útboð sem tekur tillit til smærri útgerða og byggðasjónarmiða í stað þess að stjórnmálamenn kokki upp reiknireglu líkt og nú er gert sem veitir útgerðarmönnum tækifæri að lækka veiðigjöld með skattalegum tilfæringum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Í fyrravor samþykkti Alþingi bráðarbirgðarákvæði við lögin um tekjuskatt. Með ákvæðinu átti að hvetja til fjárfestinga, einkum grænna fjárfestinga. Áhyggjur voru uppi um efnahag og atvinnu eftir heimsfaraldur og þessar ívilnanir því samþykktar á Alþingi líkt og fleiri mótvægisaðgerðir í heimsfaraldri. Heimilt er samkvæmt bráðarbirgðarákvæðinu við tekjuskattslögin að afskrifa hraðar fjárfestingar sem farið er í á árunum 2021 og 2022. Gert er ráð fyrir flýtifyrningum allt að 50% í stað 20% sem lögin leyfa. Þessar ívilnanir eiga m.a. um fjárfestingar í skipum. Á dagskrá þingfundar í dag er frumvarp frá matvælaráðherra til að jafna sveiflu á veiðigjöldum sem bráðabirgðarákvæðið magnar upp. Hvað hefur þetta með veiðigjöld að gera? Það er von að fólk spyrji. Ástæðan er sú að fastur kostnaður við fiskveiðar er dreginn frá upphæðinni sem notuð er til að reikna veiðigjald hvers árs. Til fasts kostnaðar við fiskveiðar teljast skattalegar fyrningar skipa og skipsbúnaðar og áætluð vaxtagjöld sem nema skulu sömu fjárhæð og fyrningarnar. Sem sagt - veiðigjöldin sem gjöld fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar eru undir geðþótta útgerðarmanna komin og geta sveiflast af þeim sökum um milljarða króna. Sveiflast vegna ákvæða í lögum um veiðigjöld um að fjármagnskostnaður komi til frádráttar frá gjaldstofni. Í stað þess að forðast bókhaldslegar fyrningar og aðrar fjármálalegar færslur eru þær teknar uppblásnar inn í útreikning veiðigjalda. Skattalegar tilfæringar Sérstök hækkun bókhaldslegra fyrninga lækkar tekjuskattsstofn viðkomandi útgerðar og hefur einnig áhrif á veiðigjöld. Þannig hefur hvati til fjárfestinga líkt og bráðabirgðarákvæðinu var ætlað að vera, bein áhrif á útreikning veiðigjalda. Samkvæmt núgildandi reglum um útreikning veiðigjalda munu kaup á nýjum 6 milljarða króna togara á árinu 2021 lækka veiðigjöld ársins 2023 um allt að 20% þeirrar fjárhæðar eða 1,2 milljarð króna. Með hinni sérstöku flýtifyrningu getur þessi lækkun orðið allt að 50%, þ.e. um 3 milljarðar króna. Augljóslega þarf að breyta þessu fyrirkomulagi hið allra fyrsta til hagsbóta fyrir eigendur auðlindarinnar. Efnahagur landsins, hagur heimila og margra fyrirtækja hefur orðið fyrir búsifjum vegna heimsfaraldurs og ófriðar í Evrópu. Þrátt fyrir það var methagnaður í sjávarútvegi í fyrra og sjávarútvegur áfram dafnað í ár, ekki síst vegna hagstæðrar verðþróunar og veikingar krónunnar upp á síðkastið. Á sama tíma stendur ríkissjóður illa og þrengingar í heilbrigðis og velferðarmálum. Stefna Samfylkingarinnar hefur verið skýr í þessum efnum frá stofnun flokksins. Við viljum sækja sanngjarnt verð fyrir fiskveiðiauðlindina og gera nýliðun mögulega með útboði á hæfilegu magni af úthlutuðum kvóta og tímabundnum samningum. Með umgjörð um útboð sem tekur tillit til smærri útgerða og byggðasjónarmiða í stað þess að stjórnmálamenn kokki upp reiknireglu líkt og nú er gert sem veitir útgerðarmönnum tækifæri að lækka veiðigjöld með skattalegum tilfæringum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar