„Gaslýsing“ orð ársins Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2022 10:47 Gaslampar við Gasljósstorg í St. Louis árið 1962. Marga fýsti að vita hvað það er að gaslýsa einhvern á árinu. AP/JMH Bandaríska bókaútgáfan Merriam-Webster hefur útnefnt „gaslýsingu“ sem enska orð ársins 2022. Leit að orðinu jókst um 1.740% á milli ára en það er notað til þess að lýsa blekkingum og lygum sem fá þann sem fyrir þeim verður til þess að efast um eigin upplifun af raunveruleikanum. „Gaslýsing“ (e. gaslighting) sker sig úr frá fyrri orðum ársins að því leyti að uppfletningar á því voru ekki bundnar við einstakan viðburð heldur var því flett upp jafnt og þétt allt árið. „Þetta er orð sem hefur risið svo hratt í enskri tungu, og sérstaklega síðustu fjögur árin, að það kom mér og mörgum öðrum raunverulega á óvart. Þetta var orð sem var flett upp oft á hverjum einasta degi ársins,“ segir Peter Sokolowski, ritstjóri Merriam-Webster sem heldur úti rafrænni orðabók, í viðtali við AP-fréttastofuna. Merriam-Webster skilgreinir gaslýsingu sem sálfræðilegri stjórnun á manneskju, venjulega yfir langan tíma, sem veldur því að „fórnarlambið fer að efast um réttmæti eigin hugsana, skynjun sína á raunveruleiknanum eða minningum og leiðir vanalega til ruglings og missis á sjálfstrausti og sjálfsímynd, óöryggis um eigin tilfinningar eða geðrænan stöðugleika og til þess að verða háður gerandanum.“ Makar í ofbeldissamböndum, nánir ættingjar, stjórnmálamenn og fulltrúar stórfyrirtækja eru á meðal þeirra sem hafa verið sakaðir um að gaslýsa fólk á árinu. Dimmdi gasljósin Uppruna hugtaksins má rekja til leikritsins „Gasljóss“ eftir Patrick Hamilton frá árinu 1938. Tvær kvikmyndir voru gerðar eftir leikritinu á fimmta áratug síðustu aldar, þar á meðal ein með Ingrid Bergman. Verkið fjallar um hvernig eiginmaður beitir konu sína andlegu ofbeldi, meðal annars með því að dimma gasljós á heimili þeirra og telja henni trú um að hún það sé ímyndun hennar. Leit að orðin jókst nokkuð eftir dauða Angelu Lansbury í október en hún fór með aukahlutverk í annarri kvikmyndinni. Orð ársins hjá Merriam-Webster er ekki valið af geðþótta heldur á grundvelli gagna úr orðabók fyrirtækisins á netinu. Hástökkvarar á listanum verða fyrir valinu eftir að algengustu leitarorðin hafa verið sigtuð frá. Á meðal annarra vinsælustu orðanna í ár voru „ólígarki“ eftir innrás Rússa í Úkraínu, „omíkron“ vegna afbrigðis kórónuveirunnar og „eiginkona konungs“ sem er titill Camillu Parker-Bowles, konu Karls Bretakonungs. Bandaríkin Tengdar fréttir Angela Lansbury er látin Leikkonan ástsæla Angela Lansbury er fallin frá 96 ára að aldri. Hún fæddist í London árið 1925 og á langan leiklistarferil að baki, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. 11. október 2022 20:32 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
„Gaslýsing“ (e. gaslighting) sker sig úr frá fyrri orðum ársins að því leyti að uppfletningar á því voru ekki bundnar við einstakan viðburð heldur var því flett upp jafnt og þétt allt árið. „Þetta er orð sem hefur risið svo hratt í enskri tungu, og sérstaklega síðustu fjögur árin, að það kom mér og mörgum öðrum raunverulega á óvart. Þetta var orð sem var flett upp oft á hverjum einasta degi ársins,“ segir Peter Sokolowski, ritstjóri Merriam-Webster sem heldur úti rafrænni orðabók, í viðtali við AP-fréttastofuna. Merriam-Webster skilgreinir gaslýsingu sem sálfræðilegri stjórnun á manneskju, venjulega yfir langan tíma, sem veldur því að „fórnarlambið fer að efast um réttmæti eigin hugsana, skynjun sína á raunveruleiknanum eða minningum og leiðir vanalega til ruglings og missis á sjálfstrausti og sjálfsímynd, óöryggis um eigin tilfinningar eða geðrænan stöðugleika og til þess að verða háður gerandanum.“ Makar í ofbeldissamböndum, nánir ættingjar, stjórnmálamenn og fulltrúar stórfyrirtækja eru á meðal þeirra sem hafa verið sakaðir um að gaslýsa fólk á árinu. Dimmdi gasljósin Uppruna hugtaksins má rekja til leikritsins „Gasljóss“ eftir Patrick Hamilton frá árinu 1938. Tvær kvikmyndir voru gerðar eftir leikritinu á fimmta áratug síðustu aldar, þar á meðal ein með Ingrid Bergman. Verkið fjallar um hvernig eiginmaður beitir konu sína andlegu ofbeldi, meðal annars með því að dimma gasljós á heimili þeirra og telja henni trú um að hún það sé ímyndun hennar. Leit að orðin jókst nokkuð eftir dauða Angelu Lansbury í október en hún fór með aukahlutverk í annarri kvikmyndinni. Orð ársins hjá Merriam-Webster er ekki valið af geðþótta heldur á grundvelli gagna úr orðabók fyrirtækisins á netinu. Hástökkvarar á listanum verða fyrir valinu eftir að algengustu leitarorðin hafa verið sigtuð frá. Á meðal annarra vinsælustu orðanna í ár voru „ólígarki“ eftir innrás Rússa í Úkraínu, „omíkron“ vegna afbrigðis kórónuveirunnar og „eiginkona konungs“ sem er titill Camillu Parker-Bowles, konu Karls Bretakonungs.
Bandaríkin Tengdar fréttir Angela Lansbury er látin Leikkonan ástsæla Angela Lansbury er fallin frá 96 ára að aldri. Hún fæddist í London árið 1925 og á langan leiklistarferil að baki, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. 11. október 2022 20:32 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Angela Lansbury er látin Leikkonan ástsæla Angela Lansbury er fallin frá 96 ára að aldri. Hún fæddist í London árið 1925 og á langan leiklistarferil að baki, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. 11. október 2022 20:32