Venjulega fólkið Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 28. nóvember 2022 08:01 Ég vil hér í þessum greinarstúf fjalla um hið venjulega fólk, hina venjulegu fjölskyldu sama hvernig hún er samansett. Um er að ræða hóp sem fær ekki alltaf mikla athygli, hver sem ástæðan er fyrir því, hvort sem það er vegna þess að sá hópur telst ekki vera í viðkvæmri stöðu eða til minnihlutahóps. Hann hefur ekki hátt og er í raun nokkuð ósýnilegur ef svo má segja. Hann mætir til vinnu, sér um börnin sín séu þau til staðar, eldar matinn og borgar reikninga. Svona gengur lífið fyrir sig dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Líkt og hamstur í hjóli. Ég leyfi mér að segja að þetta sé hópurinn sem telur sig ekki vera í þeirri stöðu að geta kvartað, eða eiga yfir höfuð rétt á því að kvarta. Þau sem þessum hópi tilheyra eru ekki meðal þeirra tekjulægstu, en eru ólík og bera oft mikið álag. Þetta er hópurinn sem heldur samfélaginu á floti. Að koma undir sig fótunum Hér er ég meðal annars að tala um ungt fólk, fólk á aldrinum 25-40 ára, sem er að koma undir sig fótunum í lífinu á sama tíma og það er að ljúka námi, mögulega eignast börn, fara í fæðingarorlof, koma sér þaki yfir höfuðið eða jafnvel stækka við sig. Allt þetta á sama tíma og verið er að byggja upp atvinnuferil með tilheyrandi kröfum um að standa sig vel. Þetta tímabil í lífi fólks getur verið allt í senn hið ánægjulegasta og hið kvíðvænlegasta. Það er mikil gleði og blessun sem fylgir því að eignast barn. Það hef ég verið svo lánsamur að fá að upplifa. Á sama tíma getur það verið verulega flókið, sérstaklega þegar um er að ræða barn tvö, þrjú eða jafnvel fjögur. Með hverju barni bætist við auka kostnaður vegna leikskóla, fæðiskostnaðar, íþróttaiðkunar og áfram mætti telja. Ofan á þetta bætast síðan við aðrar greiðslur svo sem vegna húsnæðis, trygginga, bifreiða, námslána og svo framvegis. Allt sem fylgir því að reka heimili og fjölskyldu. Það á sama tíma og laun skerðast vegna fæðingarorlofs. Oft og tíðum er þessi hópur of tekjuhár til þess að fá greiddar barnabætur, en hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing á barnabótum vegna tekna af samanlögðum tekjustofni sé hann umfram 9.098.000 kr. Vissulega hafa verið gerðar breytingar á barnabótakerfinu síðustu misseri en betur má ef duga skal, sérstaklega í þeim aðstæðum sem uppi eru í dag. Hækkanir á hækkanir ofan Þær hækkanir sem orðið hafa í samfélaginu síðustu mánuði hafa ekki farið framhjá neinum. Þær eru nú þegar farnar að bíta verulega fast í hinn venjulega borgara. Við finnum fyrir þessu, ég fæ sendingar frá fólki; vinum og kunningjum, jafnvel frá fólki sem gefur sér tíma til að setjast niður og skrifa mér og lýsa stöðu sinni. Það kann ég að meta. Þetta er hið duglegasta fólk sem er að keyra sig út í vinnu og jafnvel vinnum til þess eins að ná endum saman milli mánaða. Og það er oft bara fjári erfitt. Það þarf því ekki að koma neinum neitt sérstaklega á óvart - og það kemur ekki eins og þruma úr heiðskýru - að kallað sé eftir launahækkunum. Við verðum þó að hafa í huga, og horfa um leið á stóru myndina, að hækkun launa ein og sér getur virkað eins og olía á verðbólgubálið á þessum tímapunkti. Því er mikilvægt að leita einnig annarra leiða og þar þurfa ríki, sveitarfélög og atvinnulífið í heild með banka- og fjármálakerfið fremst í flokki að snúa bökum saman. Þó svo að öllum sé það ljóst að hlutverk Seðlabanka Íslands sé að halda aftur af verðbólgu geta ákvarðanir hans einnig haft veruleg áhrif á líf fólks. Vaxtahækkun Seðlabankans nú á viðkvæmum tíma í kjaraviðræðum geta haft víðtæk áhrif á samfélagið allt ef marka má orð verkalýðsforystunnar. Það virðist því miður vera að raungerast. Hækkun vaxta á þessum tímapunkti er eins og að kasta sprengju inn í kjaraviðræður. Endurteknar yfirlýsingar um Tene-fólkið eru yfirlætisfullar og ekki til þess fallnar að skapa sátt og einingu um baráttuna gegn verðbólgu. Eins og sagt er; af litlum neista verður oft mikið bál. Álögur á heimilin í landinu eru þegar komin að þolmörkum! Það er lýðheilsumál að taka betur utan um barnafjölskyldur Það er svo sannarlega rétt að það er ákveðinn hópur fólks hefur það gott, jafnvel mjög gott og það sýnir neyslan. Ég er fullviss um að það eru ekki barnafjölskyldur þessa lands sem halda henni uppi. Hjá þeim er ástandið viðkvæmt og ég tel að það þurfi að ná betur utan um þennan hóp og greina stöðuna. Því tel ég nauðsynlegt að rýna í stöðu barnafjölskyldna á Íslandi með það að markmið að skoða með hvaða hætti og hvaða aðgerðum er hægt að beita til að koma enn betur til móts við þann þunga róður sem margar fjölskyldur í landinu standa frammi fyrir þessa stundina. Það er staðreynd að við þurfum að einbeita okkur betur að barnafjölskyldum. Það er hreinlega lýðheilsumál, því ekki viljum við sjá þennan aldurshóp brenna upp í báða enda fyrir fimmtugt. Það yrði samfélagslega mjög dýrt. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Seðlabankinn Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég vil hér í þessum greinarstúf fjalla um hið venjulega fólk, hina venjulegu fjölskyldu sama hvernig hún er samansett. Um er að ræða hóp sem fær ekki alltaf mikla athygli, hver sem ástæðan er fyrir því, hvort sem það er vegna þess að sá hópur telst ekki vera í viðkvæmri stöðu eða til minnihlutahóps. Hann hefur ekki hátt og er í raun nokkuð ósýnilegur ef svo má segja. Hann mætir til vinnu, sér um börnin sín séu þau til staðar, eldar matinn og borgar reikninga. Svona gengur lífið fyrir sig dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Líkt og hamstur í hjóli. Ég leyfi mér að segja að þetta sé hópurinn sem telur sig ekki vera í þeirri stöðu að geta kvartað, eða eiga yfir höfuð rétt á því að kvarta. Þau sem þessum hópi tilheyra eru ekki meðal þeirra tekjulægstu, en eru ólík og bera oft mikið álag. Þetta er hópurinn sem heldur samfélaginu á floti. Að koma undir sig fótunum Hér er ég meðal annars að tala um ungt fólk, fólk á aldrinum 25-40 ára, sem er að koma undir sig fótunum í lífinu á sama tíma og það er að ljúka námi, mögulega eignast börn, fara í fæðingarorlof, koma sér þaki yfir höfuðið eða jafnvel stækka við sig. Allt þetta á sama tíma og verið er að byggja upp atvinnuferil með tilheyrandi kröfum um að standa sig vel. Þetta tímabil í lífi fólks getur verið allt í senn hið ánægjulegasta og hið kvíðvænlegasta. Það er mikil gleði og blessun sem fylgir því að eignast barn. Það hef ég verið svo lánsamur að fá að upplifa. Á sama tíma getur það verið verulega flókið, sérstaklega þegar um er að ræða barn tvö, þrjú eða jafnvel fjögur. Með hverju barni bætist við auka kostnaður vegna leikskóla, fæðiskostnaðar, íþróttaiðkunar og áfram mætti telja. Ofan á þetta bætast síðan við aðrar greiðslur svo sem vegna húsnæðis, trygginga, bifreiða, námslána og svo framvegis. Allt sem fylgir því að reka heimili og fjölskyldu. Það á sama tíma og laun skerðast vegna fæðingarorlofs. Oft og tíðum er þessi hópur of tekjuhár til þess að fá greiddar barnabætur, en hjá hjónum og sambúðarfólki reiknast skerðing á barnabótum vegna tekna af samanlögðum tekjustofni sé hann umfram 9.098.000 kr. Vissulega hafa verið gerðar breytingar á barnabótakerfinu síðustu misseri en betur má ef duga skal, sérstaklega í þeim aðstæðum sem uppi eru í dag. Hækkanir á hækkanir ofan Þær hækkanir sem orðið hafa í samfélaginu síðustu mánuði hafa ekki farið framhjá neinum. Þær eru nú þegar farnar að bíta verulega fast í hinn venjulega borgara. Við finnum fyrir þessu, ég fæ sendingar frá fólki; vinum og kunningjum, jafnvel frá fólki sem gefur sér tíma til að setjast niður og skrifa mér og lýsa stöðu sinni. Það kann ég að meta. Þetta er hið duglegasta fólk sem er að keyra sig út í vinnu og jafnvel vinnum til þess eins að ná endum saman milli mánaða. Og það er oft bara fjári erfitt. Það þarf því ekki að koma neinum neitt sérstaklega á óvart - og það kemur ekki eins og þruma úr heiðskýru - að kallað sé eftir launahækkunum. Við verðum þó að hafa í huga, og horfa um leið á stóru myndina, að hækkun launa ein og sér getur virkað eins og olía á verðbólgubálið á þessum tímapunkti. Því er mikilvægt að leita einnig annarra leiða og þar þurfa ríki, sveitarfélög og atvinnulífið í heild með banka- og fjármálakerfið fremst í flokki að snúa bökum saman. Þó svo að öllum sé það ljóst að hlutverk Seðlabanka Íslands sé að halda aftur af verðbólgu geta ákvarðanir hans einnig haft veruleg áhrif á líf fólks. Vaxtahækkun Seðlabankans nú á viðkvæmum tíma í kjaraviðræðum geta haft víðtæk áhrif á samfélagið allt ef marka má orð verkalýðsforystunnar. Það virðist því miður vera að raungerast. Hækkun vaxta á þessum tímapunkti er eins og að kasta sprengju inn í kjaraviðræður. Endurteknar yfirlýsingar um Tene-fólkið eru yfirlætisfullar og ekki til þess fallnar að skapa sátt og einingu um baráttuna gegn verðbólgu. Eins og sagt er; af litlum neista verður oft mikið bál. Álögur á heimilin í landinu eru þegar komin að þolmörkum! Það er lýðheilsumál að taka betur utan um barnafjölskyldur Það er svo sannarlega rétt að það er ákveðinn hópur fólks hefur það gott, jafnvel mjög gott og það sýnir neyslan. Ég er fullviss um að það eru ekki barnafjölskyldur þessa lands sem halda henni uppi. Hjá þeim er ástandið viðkvæmt og ég tel að það þurfi að ná betur utan um þennan hóp og greina stöðuna. Því tel ég nauðsynlegt að rýna í stöðu barnafjölskyldna á Íslandi með það að markmið að skoða með hvaða hætti og hvaða aðgerðum er hægt að beita til að koma enn betur til móts við þann þunga róður sem margar fjölskyldur í landinu standa frammi fyrir þessa stundina. Það er staðreynd að við þurfum að einbeita okkur betur að barnafjölskyldum. Það er hreinlega lýðheilsumál, því ekki viljum við sjá þennan aldurshóp brenna upp í báða enda fyrir fimmtugt. Það yrði samfélagslega mjög dýrt. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar