Fótbolti

Klára Eystrasaltshringinn í janúar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur árið 2023 á tveimur vináttulandsleikjum á Algarve.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur árið 2023 á tveimur vináttulandsleikjum á Algarve. getty/Han Myung-Gu

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur tvo vináttulandsleiki á Algarve á Spáni í janúar. Ísland mætir Eistlandi 8. janúar og Svíþjóð fjórum dögum síðar.

Segja má að Ísland klári því Eystrasaltshringinn því íslenska liðið mætti Litáen og Lettlandi í Eystrasaltsbikarnum fyrr í þessum mánuði. Íslendingar unnu báða leikina í vítaspyrnukeppni og vann því mótið.

Eins og venjulega með landsleiki í janúar verður íslenski hópurinn að mestu skipaður leikmönnum úr Bestu deildinni og í deildunum á Norðurlöndunum.

Ísland lék tvo vináttuleiki með þannig mannskap fyrr í þessum mánuði, gegn Sádí-Arabíu og Suður-Kóreu, og tapaði þeim báðum með einu marki gegn engu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×