Matthías vildi finna gleðina aftur í fótboltanum: Sóknarbolti Víkings heillaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2022 08:01 Matthías Vilhjálmsson sést hér kominn í Víkingsbúninginn. Víkingur Ein af stærstu félagsskiptunum eftir tímabilið var þegar Víkingar kræktu í reynsluboltann og fyrirliða FH-liðsins, Matthías Vilhjálmsson. Það vakti auðvitað mikla athygli þegar Matthías hætti hjá FH og samdi við Víkinga. Guðjón Guðmundsson vildi fá að vita af hverju hann samdi við Víking. „Fyrst og fremst út af þjálfaranum og hvernig fótbolta liðið spilar því ég held að hann nýtist mínum styrkleikum mjög vel,“ sagði Matthías Vilhjálmsson. Hann ræddi málin við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Vík áður en hann samdi. „Já að sjálfsögðu því ég þurfti að heyra hugmyndir hans fyrir mig og hvernig liðið ætlar að spila. Mér leist bara mjög vel á það,“ sagði Matthías. Taldi sig þurfa eitthvað nýtt Víkingar hafa verið að spila vel síðustu ár og hefur nú unnið fjóra stóra titla á fjórum árum. „FH er stóveldi sama hvort það sé lægðir eða hæðir. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og fé einhverja nýja áskorun. Ég er búinn að vera í FH í tíu ár samtals og ég taldi mig þurfa eitthvað nýtt. Ég held að það hafi verið holt fyrir mig ,“ sagði Matthías. Matthías var búinn að spila í FH í tvö tímabil eftir að hann kom heim úr atvinnumennsku í Noregi. „Ég er búinn að vera í meistaraflokksfótbolta í tuttugu ár og var níu ár í Noregi. Þetta er alltaf jafn gaman. Síðasta sumar var mjög erfitt í FH og það gekk ekki sem skyldi. Mig langaði að fá gleðina aftur í fótboltanum og ég get fengið hana hér,“ sagði Matthías. Var alltaf geggjaður fyrir okkur ungu leikmennina Matthías spilaði með Arnari Gunnlaugssyni hjá FH sumarið 2006. „Það er helvíti langt síðan. Hann var alltaf algjörlega til fyrirmyndar og átti frábæran feril sem leikmaður. Hann var alltaf geggjaður fyrir okkur ungu leikmennina. Það fylgir honum bara og við sjáum það hvernig hann er í viðtölum. Hann er alltaf mjög hreinskilinn í öllu sem hann gerir,“ sagði Matthías. „Hann var mjög flottur og sýndi mér mikinn áhuga. Vildi bara fá mig nær boxinu og ég er eiginlega sammála því að styrkleikar mínir nýtist þar. Svo er það bara undir mér komið að standa mig. Það er líka bullandi samkeppni hér í Víkinni og það er líka eitthvað sem heillar,“ sagði Matthías. Sóknarbolti Víkinga heillar sóknarmanninn „Það eru mörg lið á Íslandi sem vilja ná árangri og þeir hafa sýnt það síðustu ár með því að hafa unnið bikarinn þrisvar í röð og svo Íslandsmeistaratitil fyrir tveimur árum. Þeir spila mjög góðan sóknarbolta og sem sóknarmaður þá heillar það,“ sagði Matthías. Það má hlusta á allt viðtal Gaupa við Matthías hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal Gaupa við Matthías Vilhjálmsson Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann Sjá meira
Það vakti auðvitað mikla athygli þegar Matthías hætti hjá FH og samdi við Víkinga. Guðjón Guðmundsson vildi fá að vita af hverju hann samdi við Víking. „Fyrst og fremst út af þjálfaranum og hvernig fótbolta liðið spilar því ég held að hann nýtist mínum styrkleikum mjög vel,“ sagði Matthías Vilhjálmsson. Hann ræddi málin við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Vík áður en hann samdi. „Já að sjálfsögðu því ég þurfti að heyra hugmyndir hans fyrir mig og hvernig liðið ætlar að spila. Mér leist bara mjög vel á það,“ sagði Matthías. Taldi sig þurfa eitthvað nýtt Víkingar hafa verið að spila vel síðustu ár og hefur nú unnið fjóra stóra titla á fjórum árum. „FH er stóveldi sama hvort það sé lægðir eða hæðir. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og fé einhverja nýja áskorun. Ég er búinn að vera í FH í tíu ár samtals og ég taldi mig þurfa eitthvað nýtt. Ég held að það hafi verið holt fyrir mig ,“ sagði Matthías. Matthías var búinn að spila í FH í tvö tímabil eftir að hann kom heim úr atvinnumennsku í Noregi. „Ég er búinn að vera í meistaraflokksfótbolta í tuttugu ár og var níu ár í Noregi. Þetta er alltaf jafn gaman. Síðasta sumar var mjög erfitt í FH og það gekk ekki sem skyldi. Mig langaði að fá gleðina aftur í fótboltanum og ég get fengið hana hér,“ sagði Matthías. Var alltaf geggjaður fyrir okkur ungu leikmennina Matthías spilaði með Arnari Gunnlaugssyni hjá FH sumarið 2006. „Það er helvíti langt síðan. Hann var alltaf algjörlega til fyrirmyndar og átti frábæran feril sem leikmaður. Hann var alltaf geggjaður fyrir okkur ungu leikmennina. Það fylgir honum bara og við sjáum það hvernig hann er í viðtölum. Hann er alltaf mjög hreinskilinn í öllu sem hann gerir,“ sagði Matthías. „Hann var mjög flottur og sýndi mér mikinn áhuga. Vildi bara fá mig nær boxinu og ég er eiginlega sammála því að styrkleikar mínir nýtist þar. Svo er það bara undir mér komið að standa mig. Það er líka bullandi samkeppni hér í Víkinni og það er líka eitthvað sem heillar,“ sagði Matthías. Sóknarbolti Víkinga heillar sóknarmanninn „Það eru mörg lið á Íslandi sem vilja ná árangri og þeir hafa sýnt það síðustu ár með því að hafa unnið bikarinn þrisvar í röð og svo Íslandsmeistaratitil fyrir tveimur árum. Þeir spila mjög góðan sóknarbolta og sem sóknarmaður þá heillar það,“ sagði Matthías. Það má hlusta á allt viðtal Gaupa við Matthías hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal Gaupa við Matthías Vilhjálmsson
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann Sjá meira