„Íshokkíkóngurinn“ er látinn Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2022 18:37 Börje Salming lést fyrr í dag, 71 árs að aldri. Getty/Brian Banineau Fyrrverandi íshokkíkappinn Börje Salming lést í dag, 71 árs að aldri. Hann tilkynnti í ágúst á þessu ári að hann glímdi við MND-sjúkdóminn sem að lokum dró hann til dauða. Gælunafn Salming á íshokkísvellinu var The King eða Kóngurinn. Börje Salming var sænskur, fæddur og uppalinn í þorpinu Salmi, nærri borginni Kiruna í norðurhluta Svíþjóðar. Faðir hans var samískur og var Salming ávallt mjög stoltur af samískum uppruna sínum. Hann er eini Saminn sem spilað hefur í efstu íþróttadeildum Bandaríkjanna. Statement from Maple Leafs President and Alternate Governor Brendan Shanahan on the passing of Börje Salming: pic.twitter.com/zguKOyVLmM— Toronto Maple Leafs (@MapleLeafs) November 24, 2022 Árið 1973 spilaði hann sinn fyrsta íshokkíleik í NHL-deildinni í Bandaríkjunum. Hann spilaði fyrir Toronto Maple Leafs og var þar í sextán ár. Eftir það færði hann sig yfir til Detroit Red Wings þar sem hann spilaði í eitt tímabil áður en hann færði sig aftur til Svíþjóðar. Salming vann til fjölda verðlauna á ferli sínum, meðal annars var hann valinn í stjörnulið NHL-deildarinnar árið 1977. Árið 1972 vann hann til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í íshokkí og árið 1973 vann hann til silfurverðlauna. Í ágúst á þessu ári tilkynnti Salming að hann væri með MND-sjúkdóminn en í kjölfar greiningarinnar glímdi hann við mikið þunglyndi. Sjúkdómurinn dró hann endanlega til dauða fyrr í dag. Andlát Íshokkí Svíþjóð Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Börje Salming var sænskur, fæddur og uppalinn í þorpinu Salmi, nærri borginni Kiruna í norðurhluta Svíþjóðar. Faðir hans var samískur og var Salming ávallt mjög stoltur af samískum uppruna sínum. Hann er eini Saminn sem spilað hefur í efstu íþróttadeildum Bandaríkjanna. Statement from Maple Leafs President and Alternate Governor Brendan Shanahan on the passing of Börje Salming: pic.twitter.com/zguKOyVLmM— Toronto Maple Leafs (@MapleLeafs) November 24, 2022 Árið 1973 spilaði hann sinn fyrsta íshokkíleik í NHL-deildinni í Bandaríkjunum. Hann spilaði fyrir Toronto Maple Leafs og var þar í sextán ár. Eftir það færði hann sig yfir til Detroit Red Wings þar sem hann spilaði í eitt tímabil áður en hann færði sig aftur til Svíþjóðar. Salming vann til fjölda verðlauna á ferli sínum, meðal annars var hann valinn í stjörnulið NHL-deildarinnar árið 1977. Árið 1972 vann hann til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í íshokkí og árið 1973 vann hann til silfurverðlauna. Í ágúst á þessu ári tilkynnti Salming að hann væri með MND-sjúkdóminn en í kjölfar greiningarinnar glímdi hann við mikið þunglyndi. Sjúkdómurinn dró hann endanlega til dauða fyrr í dag.
Andlát Íshokkí Svíþjóð Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira