Reksturs Vísis mun því gæta í uppgjöri Síldarvinnslunnar fyrir yfirstandandi fjórðung. Kaupverð Síldarvinnslunnar á öllu hlutafé Vísi var um 20 milljarðar króna til viðbótar við yfirtöku skulda upp á um 11 milljarða. Áætlað er að kaupverðið verði fjármagnað að stærstum hluta með afhendingu á bréfum í Síldarvinnslunni, en 30 prósent verða greidd með reiðufé.
„Endanlegt kaupverð miðast þó við gengi á hlutabréfum í Síldarvinnslunni við afhendingu þeirra til seljanda (hluthafa Vísis),“ segir í skýringum með uppgjöri Síldarvinnslunnar.
EBITDA-hlutfall stöðugt milli ára
Rekstrarhagnaður Síldarvinnslunnar fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði (EBITDA) á þriðja ársfjórðungi nam 28,2 milljónum Bandaríkjadala, eða tæplega 36 prósent af rekstrartekjum. Á sama ársfjórðungi árið 2021 var EBITDA 27 milljónir Bandaríkjadala USD eða 37,5 prósent af rekstrartekjum.
Hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins dregst saman milli ára og nam 62,8 milljónum Bandaríkjadala, samanborið við tæpar 70 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári.