Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Breiðablik 110-75 | Stólarnir stöðvuðu sigurgöngu Blika Arnar Skúli Atlason skrifar 24. nóvember 2022 22:11 Tindastóll vann góðan sigur í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld tók Tindastóll á móti Breiðablik í Subway deild karla í körfubolta og urðu lokatölur leiksins 110-65 Tindastól í vil. Fyrsti leikhluti var jafn og til að byrja með og skiptust liðin á körfum. Keyshawn Woods var þar fremstur í farabroddi í liði Stólana og Julio Afonso dróg vagninn fyrir blika. Um miðjan leikhlutan dró í sundur með liðinum og þegar um 2 mín voru eftir af leikhlutanum var staðan 30-18 Stólunum í vil. Breiðablik endar leikhlutan á 7-0 sprett og og Julio lokar leikhlutanum á þrist og staðan 30-25 fyrir Tindastól í lok fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta skiptust liðin á körfum til að byrja með, eftir 3 mín leik í 2 leikhluta fær Everage á sig sóknarvillu og Blikarnir taka leikhlé, staðan 38-29 fyrir Tindastól. Þá fór á draga í sundur með liðunum og Tindastóll nær 20 stiga áhlaupi og þegar 2 leikhluti var allur var staðan orðinn 64-33 Tindastól í vil og það voru niður lútir Blikar sem gengu til búningsherbergja í hálfleik. Blikar byrjuðu seinni hálfleik af krafti og Clayton og Everage reyndu að taka Blikavélina í gang, Everage var stiga laus í fyrrihálfleik og munaði um minna. Um miðjan þriðja leikhluta ná Blikarnir muninum niður í 21 stig, en þá kviknaði á Tindastól aftur og með Drungilas í farabroddi seinustu mínúturnar í 3 leikhluta þar sem hann skoraði seinustu 6 stig Stólana í fjórðungnum og þegar 3 leikhluta lauk var staðan 86-57. Í fjórða leikhluta hélst munurinn og Blikarnir aldrei líklegir til að ná muninum niður og leikurinn fjaraði hægt og rólega út. Leiknum lauk með öruggum sigri Tindastól 110-65. Af hverju vann Tindastóll? Frábær liðsvörn í 2 leikhluta skóp þennan sigur og alltaf ef Breiðablik það kviknaði á Breiðablik þá voru þeir klárir með svör. Hverjir stóðu upp úr? Allir leikmenn Tindastóls bæði varnarlega og sóknarlega, þeir voru frábærir allan leikinn. Hvað gekk illa? Everage Richardsson, Jeremy Smith og Clayton Ladine, voru ekki tengdir allan leikinn hjá Blikum og munaði um minna. 6 stig í fyrri hálfleik er ekki nóg til að vinna á Sauðárkróki Hvað gerist næst? Stólarnir spila á móti Haukum í Ólafssal, spennandi leikur í ljósi kærunar eftir bikarleikinn á dögunum og ef þeir spila eins og þeir spiluðu í kvöld eru þeir til alls. Breiðablik hins vegar fær Stjörnuna í heimsókn í Kópavoginn og verður það hörkuleikur. Pétur: Við erum ekkert sérstakir í 1 á 1 vörn en gerðum það allir frábærlega í dag Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls.Vísir/Bára Dröfn „Varnartilburðir allra sem tóku þátt í leiknum, byrjum bara leikinn allir á tánum og vissum allir okkar mission, vissum að þeir eru mikið að fara einn og einn og við erum ekkert sérstakir í því að dekka menn 1 á 1 en við gerðum það allir frábærlega í dag og vonandi er það eitthvað sem koma skal,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, að leik loknum. Sex leikmenn Tindastóls skoruðu tíu stig eða meira í dag „Key kemur inn og hann er betri en Bess t.d. að spila boltaskrínin, Zoran getur líka spilað boltann skrínin og Taiwo getur brugðið sér í allra kvikinda líki. Við erum betri sóknarlega en við þurfum að vera betri varnarlega, þurfum samt að vera betri varnarlega en við vorum á tánum í dag.“ Næsti leikur er á móti Haukum „Við spiluð við þá fyrir einhverjum dögum eins og fólk man og við unnum þar og gerðum vel þar og við stefnum á að gera það aftur“ Vladimir: Strákarnir voru frábærir Vladimir Anzulovic, þjálfari Tindastóls. „Strákarnir voru frábærir, við vorum ekki í takt í seinasta leik og það hjálpaði okkur helling að vinna Grindavík og í dag var var liðsframinstaðan eins og við vildum en það er pláss fyrir bætingar og við erum á réttri leið,“ sagði Vladimir Anzulovic, þjálfari Tindas´tols, eftir sigurinn. „Við erum að ná varnarkerfinu okkar og við erum enn að ná tökum á kerfinu og strákarnir áttu skilið sigur eins og þennan“ „Vonandi heldur þessi meðbyr áfram við erum að spila á útivelli og Haukar eru frábært lið, ég reyni að undirbúa strákana þannig að ef við spilum okkar leik getum við unnið alla og akkúrat öfugt ef við fylgjum ekki skipurlagi getum við tapað fyrir öllum.“ Pétur Ingvarsson: Tindastóll var bara miklu betri heldur en við Pétur Ingvarsson á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét „Flest fór úrskeiðis í dag og annar leikhluti fór með leikinn,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, í leikslok. „Tökum næstu 5 mín og náum þessu 6 stigum niður og reynum að fá eitthvað sjálfstraust í okkar leik.“ „Við vorum að gera ágætishluti hérna en Tindastóll var bara miklu betri heldur en við og voru frábærir í þessum leik, ekki það við reyndum okkar besta, þeir voru bara góðir og vel skipulagðir og vel undirbúnir fyrir það sem við vorum að gera og ef Stjarnan kemur svoleiðis þá veit ég ekki hvort við eigum einhvern rosalegan séns en við erum erum 5-2 og þó við höfum skít tapað þá erum við 5-2 og ef mér hefði verið boðið það fyrir tímabil hefði ég tekið því“ Subway-deild karla Tindastóll Breiðablik
Í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld tók Tindastóll á móti Breiðablik í Subway deild karla í körfubolta og urðu lokatölur leiksins 110-65 Tindastól í vil. Fyrsti leikhluti var jafn og til að byrja með og skiptust liðin á körfum. Keyshawn Woods var þar fremstur í farabroddi í liði Stólana og Julio Afonso dróg vagninn fyrir blika. Um miðjan leikhlutan dró í sundur með liðinum og þegar um 2 mín voru eftir af leikhlutanum var staðan 30-18 Stólunum í vil. Breiðablik endar leikhlutan á 7-0 sprett og og Julio lokar leikhlutanum á þrist og staðan 30-25 fyrir Tindastól í lok fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta skiptust liðin á körfum til að byrja með, eftir 3 mín leik í 2 leikhluta fær Everage á sig sóknarvillu og Blikarnir taka leikhlé, staðan 38-29 fyrir Tindastól. Þá fór á draga í sundur með liðunum og Tindastóll nær 20 stiga áhlaupi og þegar 2 leikhluti var allur var staðan orðinn 64-33 Tindastól í vil og það voru niður lútir Blikar sem gengu til búningsherbergja í hálfleik. Blikar byrjuðu seinni hálfleik af krafti og Clayton og Everage reyndu að taka Blikavélina í gang, Everage var stiga laus í fyrrihálfleik og munaði um minna. Um miðjan þriðja leikhluta ná Blikarnir muninum niður í 21 stig, en þá kviknaði á Tindastól aftur og með Drungilas í farabroddi seinustu mínúturnar í 3 leikhluta þar sem hann skoraði seinustu 6 stig Stólana í fjórðungnum og þegar 3 leikhluta lauk var staðan 86-57. Í fjórða leikhluta hélst munurinn og Blikarnir aldrei líklegir til að ná muninum niður og leikurinn fjaraði hægt og rólega út. Leiknum lauk með öruggum sigri Tindastól 110-65. Af hverju vann Tindastóll? Frábær liðsvörn í 2 leikhluta skóp þennan sigur og alltaf ef Breiðablik það kviknaði á Breiðablik þá voru þeir klárir með svör. Hverjir stóðu upp úr? Allir leikmenn Tindastóls bæði varnarlega og sóknarlega, þeir voru frábærir allan leikinn. Hvað gekk illa? Everage Richardsson, Jeremy Smith og Clayton Ladine, voru ekki tengdir allan leikinn hjá Blikum og munaði um minna. 6 stig í fyrri hálfleik er ekki nóg til að vinna á Sauðárkróki Hvað gerist næst? Stólarnir spila á móti Haukum í Ólafssal, spennandi leikur í ljósi kærunar eftir bikarleikinn á dögunum og ef þeir spila eins og þeir spiluðu í kvöld eru þeir til alls. Breiðablik hins vegar fær Stjörnuna í heimsókn í Kópavoginn og verður það hörkuleikur. Pétur: Við erum ekkert sérstakir í 1 á 1 vörn en gerðum það allir frábærlega í dag Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls.Vísir/Bára Dröfn „Varnartilburðir allra sem tóku þátt í leiknum, byrjum bara leikinn allir á tánum og vissum allir okkar mission, vissum að þeir eru mikið að fara einn og einn og við erum ekkert sérstakir í því að dekka menn 1 á 1 en við gerðum það allir frábærlega í dag og vonandi er það eitthvað sem koma skal,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, að leik loknum. Sex leikmenn Tindastóls skoruðu tíu stig eða meira í dag „Key kemur inn og hann er betri en Bess t.d. að spila boltaskrínin, Zoran getur líka spilað boltann skrínin og Taiwo getur brugðið sér í allra kvikinda líki. Við erum betri sóknarlega en við þurfum að vera betri varnarlega, þurfum samt að vera betri varnarlega en við vorum á tánum í dag.“ Næsti leikur er á móti Haukum „Við spiluð við þá fyrir einhverjum dögum eins og fólk man og við unnum þar og gerðum vel þar og við stefnum á að gera það aftur“ Vladimir: Strákarnir voru frábærir Vladimir Anzulovic, þjálfari Tindastóls. „Strákarnir voru frábærir, við vorum ekki í takt í seinasta leik og það hjálpaði okkur helling að vinna Grindavík og í dag var var liðsframinstaðan eins og við vildum en það er pláss fyrir bætingar og við erum á réttri leið,“ sagði Vladimir Anzulovic, þjálfari Tindas´tols, eftir sigurinn. „Við erum að ná varnarkerfinu okkar og við erum enn að ná tökum á kerfinu og strákarnir áttu skilið sigur eins og þennan“ „Vonandi heldur þessi meðbyr áfram við erum að spila á útivelli og Haukar eru frábært lið, ég reyni að undirbúa strákana þannig að ef við spilum okkar leik getum við unnið alla og akkúrat öfugt ef við fylgjum ekki skipurlagi getum við tapað fyrir öllum.“ Pétur Ingvarsson: Tindastóll var bara miklu betri heldur en við Pétur Ingvarsson á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét „Flest fór úrskeiðis í dag og annar leikhluti fór með leikinn,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, í leikslok. „Tökum næstu 5 mín og náum þessu 6 stigum niður og reynum að fá eitthvað sjálfstraust í okkar leik.“ „Við vorum að gera ágætishluti hérna en Tindastóll var bara miklu betri heldur en við og voru frábærir í þessum leik, ekki það við reyndum okkar besta, þeir voru bara góðir og vel skipulagðir og vel undirbúnir fyrir það sem við vorum að gera og ef Stjarnan kemur svoleiðis þá veit ég ekki hvort við eigum einhvern rosalegan séns en við erum erum 5-2 og þó við höfum skít tapað þá erum við 5-2 og ef mér hefði verið boðið það fyrir tímabil hefði ég tekið því“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum