Staðan í kjaraviðræðum brothætt Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2022 10:54 Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, mætir til fundar í stjórnarráðinu í morgun. Vísir/Vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir stöðuna í kjaraviðræðum brothætta þessa stundina og að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi sent kolröng skilaboð inn í þær. Hann fagnar að vilji sé hjá ríkisstjórn að koma inn í málin ef þurfa þykir. Viðræður fulltrúa Starfsgreinasambandsins, VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins fóru í uppnám í gærmorgun eftir að Seðlabankinn tilkynnti um 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði samningsaðila óvænt til fundar í stjórnarráðinu klukkan hálf tíu í morgun. Að fundi loknum sagði hún fréttamönnum að ríkisstjórnin væri reiðubúin að greiða fyrir gerð kjarasamninga ef kostur væri á því. Engar sérstakar aðgerðir hefðu verið nefndar í þeim efnum á fundinum. Þegar Kristján kom út af fundinum sagði hann að það hjálpaði að finna að það væri skilningur á stöðunni sem komin væri upp í viðræðunum. „Vonandi mun það leiða okkur eitthvað áfram fram á veginn en það er auðvitað bara samningsaðila að vinna með að finna leiðir. Ég vænti þess og skynja að það er vilji til að koma inn í málin ef þörf þykir. Það er auðvitað verulega gott fyrir okkur,“ sagði forseti ASÍ. Klippa: Forseti ASÍ skynjar vilja stjórnvalda til að koma að borðinu Samningafundur er hjá flestum hópum hjá ríkissáttasemjara í dag. Spurður út í hvort slitnað gæti upp úr viðræðunum, meðal annars í ljósi hvassra yfirlýsinga frá Ragnari Þór Ingófssyni, formanni VR, sagði Kristján að það yrði að koma í ljós í dag. „Staðan er auðvitað bara brotthætt, hún er það,“ sagði hann. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Forsætisráðherra boðar samningsaðila í kjaraviðræðum á fund Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað samningaaðila í kjaradeilum á almennum vinnumarkaði á sinn fund í Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu klukkan 9:30. 24. nóvember 2022 09:07 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Viðræður fulltrúa Starfsgreinasambandsins, VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins fóru í uppnám í gærmorgun eftir að Seðlabankinn tilkynnti um 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði samningsaðila óvænt til fundar í stjórnarráðinu klukkan hálf tíu í morgun. Að fundi loknum sagði hún fréttamönnum að ríkisstjórnin væri reiðubúin að greiða fyrir gerð kjarasamninga ef kostur væri á því. Engar sérstakar aðgerðir hefðu verið nefndar í þeim efnum á fundinum. Þegar Kristján kom út af fundinum sagði hann að það hjálpaði að finna að það væri skilningur á stöðunni sem komin væri upp í viðræðunum. „Vonandi mun það leiða okkur eitthvað áfram fram á veginn en það er auðvitað bara samningsaðila að vinna með að finna leiðir. Ég vænti þess og skynja að það er vilji til að koma inn í málin ef þörf þykir. Það er auðvitað verulega gott fyrir okkur,“ sagði forseti ASÍ. Klippa: Forseti ASÍ skynjar vilja stjórnvalda til að koma að borðinu Samningafundur er hjá flestum hópum hjá ríkissáttasemjara í dag. Spurður út í hvort slitnað gæti upp úr viðræðunum, meðal annars í ljósi hvassra yfirlýsinga frá Ragnari Þór Ingófssyni, formanni VR, sagði Kristján að það yrði að koma í ljós í dag. „Staðan er auðvitað bara brotthætt, hún er það,“ sagði hann.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Forsætisráðherra boðar samningsaðila í kjaraviðræðum á fund Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað samningaaðila í kjaradeilum á almennum vinnumarkaði á sinn fund í Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu klukkan 9:30. 24. nóvember 2022 09:07 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Forsætisráðherra boðar samningsaðila í kjaraviðræðum á fund Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað samningaaðila í kjaradeilum á almennum vinnumarkaði á sinn fund í Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu klukkan 9:30. 24. nóvember 2022 09:07