Innlent

For­sætis­ráð­herra boðar samnings­aðila í kjara­við­ræðum á fund

Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað samningaaðila í kjaradeilum á almennum vinnumarkaði á sinn fund í Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu klukkan 9:30.

Fyrirhugaður var fundur í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10 og ljóst má vera að hann gæti dregist eitthvað vegna þessa.

Viðræður fulltrúa Starfsgreinasambandsins, VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins fóru í uppnám í gærmorgun eftir að Seðlabankinn tilkynnti um 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur jafnvel hótað viðræðuslitum og aðgerðum vegna þessa en forystumenn annarra verkalýðsfélaga hafa verið varkárari í orðum sínum. Það mun líklega koma í ljós síðar í dag hvort að viðræðum verði haldið áfram.


Tengdar fréttir

„Sárgrætileg staða sem Seðlabankinn hefur komið okkur í“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin ósammála ákvörðun Seðlabankans um að hækka meginvexti um 0,25 prósentustig í dag. Ákvörðunin setji kjaraviðræður í uppnám og segir Halldór að trúverðugleiki Seðlabankans hafa beðið hnekki við þessa ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×