Lífið

Kynningarmyndbönd frá „ráðuneyti“ slá í gegn

Snorri Másson skrifar

Að undanförnu hafa myndbönd frá Twitter-reikningnum „Undanskipulagsráðuneytinu“ vakið nokkra lukku á meðal notenda forritsins. Þar birtist maður sem gefur sig út fyrir að vera opinber starfsmaður í ráðuneyti, miðlar reynslu sinni af stjórnsýslu og ráðum til að gera megi enn betur. Spilun hefst á 16. mínútu að ofan.

Ósjaldan vefst manninum í myndbandinu þó tunga um tönn og þar að auki eru skilaboð hans oftar en ekki einkar rýr að innihaldi þegar vel er að gáð. Sú ályktun er því óhjákvæmileg að um sé að ræða skopstælingu af myndböndum matvæla- og sjávarútvegsráðuneytisins, sem kostuð eru til birtingar á samfélagsmiðlum hjá Íslendingum nú um mundir.

Fjallað var um Undanskipulagsráðuneytið og myndböndin sýnd í Íslandi í dag hér að ofan, en umfjöllunin hefst á fimmtándu mínútu. Þar að auki má finna mynböndin á YouTube-rás höfundarins. Í innslaginu að ofan má einnig sjá hin upphaflegu myndbönd ráðuneytis Svandísar Svavarsdóttur.

Undanskipulagsráðuneytið er ekki til í alvöru, en það gerir skilaboðin ekki minna áríðandi og mikilvæg.Skjáskot

Á meðan sjávarútvegsráðuneytið kynnir í sínum myndböndum störf fjögurra starfshópa um sátt í sjávarútvegi, ræðir starfsmaður Undanskipulagsráðuneytisins stjórnsýslu á almennari nótum: „Er eitthvað sem hægt er að hætta að gera, eða þarf að gera eitthvað? Og þetta er eitthvað sem við erum að sjá fram á að er að auka afköst og er að skila sér í mikilli vinnu sem er unnin.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.