„Það er alveg ljóst að við fórum offari“ Snorri Másson skrifar 26. nóvember 2022 10:00 Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir ljóst að Íslendingar hafi farið offari í aðgerðum til að stemma stigu við útbreiðslu Covid-19 á sínum tíma. „Sérstaklega gagnvart þeim hópum sem við áttum ekki að fara offari gegn,“ segir Grímur í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. „Við tölum um ungt fólk, en líka eldri borgarar, sem eiga nokkur ár eftir og jafnvel ekki mörg. Þeir máttu ekki hitta ættingja, ekki félagana í borðsalnum, og til að vernda þá fyrir einhverju. Við vissum auðvitað ekki betur og við vorum hrædd, en það er ekki góð nálgun.“ Rætt var við Grím í Íslandi í dag, þar sem rifjað var upp ýmislegt misskemmtilegt frá tímum faraldursins, en einnig vikið sérstaklega að stöðu framhaldsskólanema. Til er kynslóð framhaldsskólanema sem lifði nærri alla skólagönguna án félagslífs, sem er ekki án afleiðinga fyrir líðan hópsins. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að veita þurfi geðheilbrigði landsmanna meiri athygli.Vísir/Vilhelm Hörmuleg hugmynd Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn ályktað um að stytta beri skólagöngu íslenskra ungmenna þannig, að þau klári nám átján ára. Hugmyndin fer öfugt ofan í menntaskólanema sem rætt er við í þættinum að ofan og Grímur rifjar upp síðustu styttingu og segir hörmulega hugmynd að halda styttingu náms áfram: „Þegar við fórum í þessa styttingu voru aðilar sem vöruðu við þessari nálgun og bentu á að þetta væri fyrst og fremst hagræðing. Við erum talsvert í hagræðingu alltaf.“ „Af hverju er þetta staðan?“ Grímur segir sæta furðu að ástand mála í geðheilbrigði þjóðarinnar rati ekki í fréttir með sama hætti og til dæmis aðgerðir Seðlabankans í efnahagsmálum. „Eins og þessir krakkar sem eru í tíunda bekk. 27% stúlkna í tíunda bekk eru ánægðar með líf sitt. Af hverju er það staðan? Samfélagsmiðlarnir, Covid og fleira hefur mikil áhrif, en það eru vísbendingar um þetta í langan tíma,“ segir Grímur. Að sögn Gríms stafar vandinn einnig af samfélagsgerðinni og hann segir að fólk þurfi meiri tíma með börnunum sínum, en ekki að hagsmunir atvinnulífsins ráði því að nýbakaðir foreldrar losi sem fyrst við börn sín eitthvert annað. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Ísland í dag Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira
„Sérstaklega gagnvart þeim hópum sem við áttum ekki að fara offari gegn,“ segir Grímur í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. „Við tölum um ungt fólk, en líka eldri borgarar, sem eiga nokkur ár eftir og jafnvel ekki mörg. Þeir máttu ekki hitta ættingja, ekki félagana í borðsalnum, og til að vernda þá fyrir einhverju. Við vissum auðvitað ekki betur og við vorum hrædd, en það er ekki góð nálgun.“ Rætt var við Grím í Íslandi í dag, þar sem rifjað var upp ýmislegt misskemmtilegt frá tímum faraldursins, en einnig vikið sérstaklega að stöðu framhaldsskólanema. Til er kynslóð framhaldsskólanema sem lifði nærri alla skólagönguna án félagslífs, sem er ekki án afleiðinga fyrir líðan hópsins. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að veita þurfi geðheilbrigði landsmanna meiri athygli.Vísir/Vilhelm Hörmuleg hugmynd Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn ályktað um að stytta beri skólagöngu íslenskra ungmenna þannig, að þau klári nám átján ára. Hugmyndin fer öfugt ofan í menntaskólanema sem rætt er við í þættinum að ofan og Grímur rifjar upp síðustu styttingu og segir hörmulega hugmynd að halda styttingu náms áfram: „Þegar við fórum í þessa styttingu voru aðilar sem vöruðu við þessari nálgun og bentu á að þetta væri fyrst og fremst hagræðing. Við erum talsvert í hagræðingu alltaf.“ „Af hverju er þetta staðan?“ Grímur segir sæta furðu að ástand mála í geðheilbrigði þjóðarinnar rati ekki í fréttir með sama hætti og til dæmis aðgerðir Seðlabankans í efnahagsmálum. „Eins og þessir krakkar sem eru í tíunda bekk. 27% stúlkna í tíunda bekk eru ánægðar með líf sitt. Af hverju er það staðan? Samfélagsmiðlarnir, Covid og fleira hefur mikil áhrif, en það eru vísbendingar um þetta í langan tíma,“ segir Grímur. Að sögn Gríms stafar vandinn einnig af samfélagsgerðinni og hann segir að fólk þurfi meiri tíma með börnunum sínum, en ekki að hagsmunir atvinnulífsins ráði því að nýbakaðir foreldrar losi sem fyrst við börn sín eitthvert annað.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Ísland í dag Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira