Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2022 09:00 Björgvin Páll Gústavsson sló í gegn á Ólympíuleikunum í Peking. vísir/vilhelm Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. Björgvin var fyrsti gestur Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpinu Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland komst þar alla leið í úrslit og vann til silfurverðlauna. Íslendingar spiluðu átta leiki í Peking og farið verður yfir hvern þeirra í einum þætti af Stórasta landinu. Björgvin spilaði sinn fyrsta landsleik 2003 en fór ekki á sitt fyrsta stórmót fyrr en fimm árum seinna. Það voru Ólympíuleikarnir í Peking en það þótti nokkuð umdeilt þegar Guðmundur Guðmundsson valdi Björgvin fram yfir Birki Ívar Guðmundsson. Björgvin Páll ræðir við Sigfús Sigurðsson. Björgvin Páll var þarna á sínu fyrsta stórmóti en Sigfús á því síðasta.vísir/vilhelm „Birkir Ívar hafði verið þarna í svolítið langan tíma. Mjög góður og stöðugur markvörður en við höfðum verið í smá brasi með markvörsluna á mótunum á undan og mér leið smá eins og ég ætti að vera x-faktor. Það var smá óvissa sem fylgdi mér. Það var hroki og egó í mér og ég var ekkert smeykur við þetta,“ sagði Björgvin sem hefur farið á öll stórmót frá Ólympíuleikunum í Peking. Ísland mætti Rússlandi í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Peking en Björgvin byrjaði ekki í markinu, heldur Hreiðar Levý Guðmundsson. Björgvin kom hins vegar inn á í fyrri hálfleik en var lengi í gang. „Við vorum í brasi í vörninni en sérstaklega við markverðirnir. Ég held við höfum varið tvo bolta í fyrri hálfleik. Hreiðar byrjaði leikinn en komst ekki í takt. Svo kom ég inn á en komst heldur ekki í takt,“ sagði Björgvin. En eitt varið skot breytti öllu fyrir hann. „Ég náði að verja bolta þegar það voru svona fimmtán sekúndur eftir af fyrri hálfleik og það gerði það kannski að verkum að ég byrjaði þann seinni. Ég hugsaði, þetta er fyrsti leikurinn og ef ég kem núna verður framhaldið auðveldara. Aðeins að sýna hver ég er. Það var í kollinum þegar ég byrjaði seinni hálfleikinn.“ Björgvin var mun betri í seinni hálfleik en þeim fyrri og Ísland vann tveggja marka sigur, 33-31. Og þar með byrjaði boltinn að rúlla. Hlusta má á fyrsta þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta Stórasta landið Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Björgvin var fyrsti gestur Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpinu Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland komst þar alla leið í úrslit og vann til silfurverðlauna. Íslendingar spiluðu átta leiki í Peking og farið verður yfir hvern þeirra í einum þætti af Stórasta landinu. Björgvin spilaði sinn fyrsta landsleik 2003 en fór ekki á sitt fyrsta stórmót fyrr en fimm árum seinna. Það voru Ólympíuleikarnir í Peking en það þótti nokkuð umdeilt þegar Guðmundur Guðmundsson valdi Björgvin fram yfir Birki Ívar Guðmundsson. Björgvin Páll ræðir við Sigfús Sigurðsson. Björgvin Páll var þarna á sínu fyrsta stórmóti en Sigfús á því síðasta.vísir/vilhelm „Birkir Ívar hafði verið þarna í svolítið langan tíma. Mjög góður og stöðugur markvörður en við höfðum verið í smá brasi með markvörsluna á mótunum á undan og mér leið smá eins og ég ætti að vera x-faktor. Það var smá óvissa sem fylgdi mér. Það var hroki og egó í mér og ég var ekkert smeykur við þetta,“ sagði Björgvin sem hefur farið á öll stórmót frá Ólympíuleikunum í Peking. Ísland mætti Rússlandi í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Peking en Björgvin byrjaði ekki í markinu, heldur Hreiðar Levý Guðmundsson. Björgvin kom hins vegar inn á í fyrri hálfleik en var lengi í gang. „Við vorum í brasi í vörninni en sérstaklega við markverðirnir. Ég held við höfum varið tvo bolta í fyrri hálfleik. Hreiðar byrjaði leikinn en komst ekki í takt. Svo kom ég inn á en komst heldur ekki í takt,“ sagði Björgvin. En eitt varið skot breytti öllu fyrir hann. „Ég náði að verja bolta þegar það voru svona fimmtán sekúndur eftir af fyrri hálfleik og það gerði það kannski að verkum að ég byrjaði þann seinni. Ég hugsaði, þetta er fyrsti leikurinn og ef ég kem núna verður framhaldið auðveldara. Aðeins að sýna hver ég er. Það var í kollinum þegar ég byrjaði seinni hálfleikinn.“ Björgvin var mun betri í seinni hálfleik en þeim fyrri og Ísland vann tveggja marka sigur, 33-31. Og þar með byrjaði boltinn að rúlla. Hlusta má á fyrsta þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta Stórasta landið Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira