Tíska og hönnun

„Hætt að reyna að selja sjálfri mér að ég sé einhver önnur týpa“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Brynja Dan er viðmælandi vikunnar í Tískutali.
Brynja Dan er viðmælandi vikunnar í Tískutali. instagram @brynjadan

Athafnakonan, bæjarfulltrúinn og lífskúnstnerinn Brynja Dan elskar að sjá hvernig fólk tjáir sig með tískunni á alls konar hátt. Uppáhalds flíkin hennar er Burberry frakki sem hana dreymdi um frá því hún man eftir sér en hún segir annars fataskápinn sinn vera 95% svartar flíkur. Brynja Dan er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda.

Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna?

Ég elska hvernig við tjáum okkur með henni. Hver og einn karakter hefur svona sitt einkenni oft. 

Mér finnst líka svo gaman að sjá hvað hún er alls konar þessa dagana og einhvern veginn ekkert eitthvað eitt sem allir „þurfa“ að eiga. 

Heldur bara svolítið hver að gera sitt en vissulega undir einhverjum áhrifum frá umhverfinu hverju sinni.

Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju?

Ætli ég segi ekki Burberry frakkinn minn, mig hefur dreymt um hann frá því ég man eftir mér og lét loks verða að því að fjárfesta í einum. 

Það er svo gaman hvað svona flík verður svo einhvern veginn fallegri og fallegri með árunum og gengur svo vonandi bara í erfðir og safnar sögum og minningum.

Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni?

Jahhh, nei nei. Er nú oftast búin að hugsa aðeins fram í tímann. 

En ég get alveg tekið svona köst þar sem allt er rifið fram úr skápunum og manni líður eins og maður eigi ekkert að fara í, sem er auðvitað mesta vitleysa.

Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?

Frekar afslappaður held ég. Leðurbuxur, stuttermabolur, blazer og strigaskór eru oftast allt sem ég þarf, og Adidas gallinn. Oft smá svona gaur í mér en svo er alltaf gaman að hafa sig til líka. 

Annars er ég oftast mjög svartklædd, skápurinn minn 95% svartur og ég bara er búin að sætta mig við það, elska svartan og hætt að reyna að selja sjálfri mér að ég sé einhver önnur týpa.

Ég hélt samt að ég fílaði ekki brúnan á mér en er að elska þennan lit núna sem er alls staðar um þessar mundir. 

Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá?

Já auðvitað eitthvað bara frá því maður var að alast upp og einhvern veginn fór bara í það sem var til. 

Ég hef alltaf haft sterkar skoðanir á fötunum mínum og svona hvað mér finnst virka saman. 

En hef lengi bara elskað að eiga góðan leðurjakka, gallabuxur, stuttermabol, leðurbuxur, hjólabuxur, sneakera, blazer og boots og þá er ég góð.

Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni?

Maður skoðar mikið á Instagram auðvitað. Ég hef þó verið þannig frá því að ég man eftir mér að ég sé og hugsa allt í outfittum. Veit ekki afhverju en hef alltaf verið þannig. 

Þannig ef ég sé skó par þá poppar alltaf strax upp í hausinn á mér mynd af heilu outfitti við þá og eins með aðrar flíkur. 

Og oft er þetta eitthvað bara sem ég hugsa og reyni svo að finna eitthvað sem passar inn í jöfnuna.

Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði?

Alveg fullt sem ég myndi aldrei, en kannski engin boð og bönn.

Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju?

Var vissulega mjög stolt af því að fá að klæðast fjallkonu búningnum hér fyrir 20 árum þegar ég var Fjallkona Hafnarfjarðar. Eitthvað mjög hátíðlegt og tignarlegt við þann klæðnað. En annars er það líklega hippakjóll af mömmu. 

Hún var mun meiri töffari en ég í honum en það var eitthvað kósý við að smeygja sér í hann og hlusta á eitt Bítlalag.
Brynja í kjól af mömmu sinni.Aðsend

Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku?

Bara you do you. 

Mér finnst stíll oft vera svo stór partur af karakternum okkar og leið til að tjá okkur og skapa og finnst því einkennisbúningar og skólabúningar oft erfiðir.

Tengdar fréttir

Marimekko kápa frá langömmu í miklu uppáhaldi

Guðný Margrét Magnúsdóttir, alltaf kölluð Magga Magnúsdóttir, er á sínu lokaári í fatahönnun við Listaháskólann og vakti athygli á dögunum fyrir hönnun sína á sokkum fyrir Amnesty International. Hún heldur mikið upp á kápu frá langömmu sinni og fann sinn persónulega stíl fyrir um tveimur árum síðan. Magga Magnúsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Markmiðið að fylgja ekki því sem er í tísku hverju sinni

Aníta Björk Jóhannsdóttir er litaglaður lífskúnstner sem starfar sem pípari og vann sem landvörður í mörg ár en draumurinn hjá henni er að sinna píparastörfum yfir veturinn og landvörslu á sumrin. Aníta Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Sækir innblástur í skinkur í Kringlunni

Söngkonan Agnes Björt er þekkt fyrir stórbrotna sviðsframkomu og gefur aldrei eftir þegar það kemur að klæðaburði. Hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Skiptir mestu að fötin passi á mig en ekki að ég reyni að passa í þau“

Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa segist með aldrinum hafa orðið meiri skvísa í klæðaburði en heldur alltaf í þægindin og segir öllu máli skipta að líða vel í flíkinni hverju sinni. Uppáhalds flíkin hennar er frakki sem amma hennar keypti árið 1983 en Júlíana Dögg er viðmælandi vikunnar í Tískutali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×