„Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2022 21:54 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sitt lið í kvöld. vísir/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. „Við töpuðum fyrir betra liðið. Við vorum að elta þá allan leikinn og það vantaði upp á vörnina, sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum í miklu veseni með þá,“ sagði Snorri í samtali við Vísi eftir leikinn. Aðeins tveimur mörkum munaði á liðunum eftir fyrri hálfleikinn, 16-18, þar sem Valur stóð heldur betur uppi í hárinu á Flensburg. „Þetta þróaðist ágætlega. Við vissum það svo sem fyrirfram að öll mistök og færi sem færu í súginn væru dýr og það kom á daginn. En við fengum þær stöður sem við sóttumst eftir en við hefðum þurft betri varnarleik og markvörsluna til að fylgja með til að gera þetta að alvöru leik,“ sagði Snorri. Flensburg dró markvisst úr hraðanum, sérstaklega í seinni hálfleik. „Það breyttist svo sem ekkert. Þetta eru góðir leikmenn og þeir lásu okkar varnarleik betur. Við náðum ekki þeim stoppum og fríköstum sem við vildum fá. Við prófuðum 5-1/3-2-1 vörn en það gekk ekki. Við vorum í veseni í vörninni, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Snorri. Origo-höllin var troðfullt í kvöld og Snorri naut þess að sjá liðið sitt á þessu stóra sviði þótt úrslitin hafi ekki verið honum að skapi. „Bara gæsahúð. Þetta eru forréttindi, engin spurning. Auðvitað er maður svekktur með að tapa leik. En ég tek ekkert af mínum mönnum. Þeir voru frábærir í kvöld og það var ekki mikið eftir á tankinum hjá einum eða neinum. Ég gat ekki beðið um meira,“ sagði Snorri. „Við vorum bara að spila á móti góðu liði og það er ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann. Við þurfum ekkert að skammast okkur fyrir það. Stemmningin og umgjörðin var svo í heimsklassa og algjörlega magnað að fá að upplifa þetta með sínu uppeldisfélagi. En það góða við þetta er að það eru fleiri heimaleikir eftir. Við bökkum ekkert með okkar markmið. Við ætlum upp úr riðlinum og því fleiri leiki með svona stemmningu sem við fáum því auðveldara verður það.“ Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sjá meira
„Við töpuðum fyrir betra liðið. Við vorum að elta þá allan leikinn og það vantaði upp á vörnina, sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum í miklu veseni með þá,“ sagði Snorri í samtali við Vísi eftir leikinn. Aðeins tveimur mörkum munaði á liðunum eftir fyrri hálfleikinn, 16-18, þar sem Valur stóð heldur betur uppi í hárinu á Flensburg. „Þetta þróaðist ágætlega. Við vissum það svo sem fyrirfram að öll mistök og færi sem færu í súginn væru dýr og það kom á daginn. En við fengum þær stöður sem við sóttumst eftir en við hefðum þurft betri varnarleik og markvörsluna til að fylgja með til að gera þetta að alvöru leik,“ sagði Snorri. Flensburg dró markvisst úr hraðanum, sérstaklega í seinni hálfleik. „Það breyttist svo sem ekkert. Þetta eru góðir leikmenn og þeir lásu okkar varnarleik betur. Við náðum ekki þeim stoppum og fríköstum sem við vildum fá. Við prófuðum 5-1/3-2-1 vörn en það gekk ekki. Við vorum í veseni í vörninni, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Snorri. Origo-höllin var troðfullt í kvöld og Snorri naut þess að sjá liðið sitt á þessu stóra sviði þótt úrslitin hafi ekki verið honum að skapi. „Bara gæsahúð. Þetta eru forréttindi, engin spurning. Auðvitað er maður svekktur með að tapa leik. En ég tek ekkert af mínum mönnum. Þeir voru frábærir í kvöld og það var ekki mikið eftir á tankinum hjá einum eða neinum. Ég gat ekki beðið um meira,“ sagði Snorri. „Við vorum bara að spila á móti góðu liði og það er ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann. Við þurfum ekkert að skammast okkur fyrir það. Stemmningin og umgjörðin var svo í heimsklassa og algjörlega magnað að fá að upplifa þetta með sínu uppeldisfélagi. En það góða við þetta er að það eru fleiri heimaleikir eftir. Við bökkum ekkert með okkar markmið. Við ætlum upp úr riðlinum og því fleiri leiki með svona stemmningu sem við fáum því auðveldara verður það.“
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sjá meira