Lífið

Arndís Anna og Tótla eru nýtt par

Elísabet Hanna skrifar
Parið er á bleiku skýi.
Parið er á bleiku skýi. Vísir/Vilhelm

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og Tótla Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ’78 eru nýtt par. Þetta staðfesta þær í samtali við Vísi.

Parið byrjaði að slá sér upp í haust og eru þær ansi lukkulegar með hvor aðra.

Mikla athygli vakti þegar Arn­dís Anna ákvað að giftast sjálfri sér fyrr á árinu í fjörutíu ára afmælinu sínu. Vinkona hennar, Sigrún Helga Lund, töl­fræðing­ur hjá Íslenskri erfðagrein­ingu, giftist einnig sjálfri sér í sameiginlegri afmælisveislu þeirra. Það var rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir sem gifti þær.


Tengdar fréttir

„Það er ekki móðurmál neins að segja öll velkomin“

Undanfarið hafa kröfur um aukið kynhlutleysi íslenskrar tungu orðið meira áberandi í samfélaginu. Æ fleiri hafa tamið sér að segja „öll“ í stað „allir“, „sum“ í stað „sumir“, „mörg“ í stað „margir“ og þar fram eftir götunum.

„Ég trúi, vona og treysti að þetta sé tíma­bundið“

Regnbogafánar við bensínstöðina Orkuna í Suðurfelli voru skornir niður í gær og bundnir við fánastangir. Fánarnir voru fjórir talsins en þetta er nýjasta tilvik skemmdarverka af þessum toga en þau hafa verið þónokkur upp á síðkastið. Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna 78 segir í samtali við fréttastofu að fræðslu og „normalíseringu“ vanti.

Lögin ekki vanda­málið heldur fram­kvæmdin

Þingmaður Pírata segir ekkert í Útlendingalögum skikka stjórnvöld til að framkvæma brottflutning með jafn mikilli hörku og gert var í vikunni. Það veki furðu að ríkisstjórnin ýti eftir nýrri útlendingalöggjöf þegar forsætisráðherra telur mikla sátt ríkja um núgildandi lög.

Aldís Amah og Kolbeinn Arnbjörnsson úr Svörtu söndum nýtt par

Leikkonan Aldís Amah Hamilton og leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson eru nýtt par. Þau hafa sést saman á skjám landsmanna í þáttaröðinni Svörtu Sandar þar sem þau fara bæði á kostum í hlutverkum sínum sem Aníta og Salomon. Ásamt því að leika í þáttunum er Aldís einn af handritshöfundum þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×