SB: Erlingur á að sækja sér hjálp og sjá Adda Pé í hlutverki Heimis Hallgríms Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2022 11:31 Rúnar Kárason og félagar í ÍBV liðinu fengu stóran skell um helgina. Vísir/Diego Slakt gengi Eyjamanna var til umræðu í Seinni bylgjunni eftir skellinn á móti Haukum um helgina. Jóhann Gunnar Einarsson talar um hneyksli og skandal hjá þjálfaranum og segir að Erlingur Richardsson þurfi að kyngja stoltinu og fá hjálp. „Strákar, það er eitthvað að angra Eyjamenn. Þeir tapa fyrir FH, þeir tapa fyrir Aftureldingu. Við töluðum um það í síðasta þætti að okkur þætti sigurinn á Gróttu með tveimur mörkum á heimavelli vera ósannfærandi. Hvað er að,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Logi (Geirsson) benti á einhverja markatölu og sagði að þeir væru með besta liðið af því að þeir væru með 49 mörk í plús. Það var bara vegna þess að þeir völtuðu fyrir Hörð og ÍR sem skekkir þetta aðeins,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Veit eiginlega ekki hvar við eigum að byrja „Þetta er mjög skrýtið og ég veit eiginlega ekki hvar við eigum að byrja. Ef maður fer snöggt yfir tímabilið þá gerðu þeir jafntefli á móti KA og Selfossi. Þeir vinna ÍR, Hörð og Stjörnuna þegar Stjarnan gat eiginlega ekki neitt og svo Gróttu ,“ sagði Jóhann Gunnar. „Svo eru þeir núna búnir að tapa á móti Aftureldingu, FH og svo fyrir Haukum með tíu mörkum. Þeir fá til sín Ísak Rafnsson væntanlega til að styrkja vörnina. Róbert, Ísak, Arnór. Þetta lítur rosalega vel út,“ sagði Jóhann Gunnar en fór yfir öll mörkin sem ÍBV liðið er búið að fá á sig í leikjunum. Jóhann talaði einnig um markvörsluna og þá ákvörðun Erlings Richardssonar að hann vilji ekki að Björn Viðar Björnsson spili. „Honum finnst hann taka þessu ekki nógu alvarlega og geti ekki æft nógu mikið. Þetta er eitthvað mesta hneyksli sem ég hef heyrt. Ég hef spilað með Birni Viðari og hann er aldrei betri en þegar hann fær að vera hann sjálfur. Í úrslitakeppninni í fyrra var það mikið honum að þakka að þeir náðu langt. Hann vinnur leik fyrir þá á móti Val í úrslitaeinvíginu,“ sagði Jóhann Gunnar. Finnur ekki betri gæja í klefa „Þetta er frábær náungi í klefa og þú finnur ekki betri gæja í klefa. Alveg yndislegur náungi. Mér finnst þetta vera skandall hjá Erlingi Richardssyni,“ sagði Jóhann. „Hann er ekki að ná að laga varnarleikinn. Í fótboltanum þá kölluðu þeir til Heimi Hallgríms og það gekk vel. Ég held að þeir þurfi að kyngja stoltinu og fá einhverja hjálp. Erlingur virðist ekki ver að ná til þeirra,“ sagði Jóhann. Arnar Péturs í hlutverki Heimis Hallgríms Arnar Pétursson er sá maður sem gæti gengið í hlutverk Heimis Hallgrímssonar. „Heyra í Adda Pé. Ég held að hann væri meira en tilbúinn til að hjálpa. Ég held að Addo Pé hafi beðið Erling um að hjálpa sér 2018. Ég segi ekki að þetta sé krísa en þetta er ótrúlega slagt,“ sagði Jóhann. Það má horfa á alla umfræðuna um ÍBV liðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að angra Eyjamenn? Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
„Strákar, það er eitthvað að angra Eyjamenn. Þeir tapa fyrir FH, þeir tapa fyrir Aftureldingu. Við töluðum um það í síðasta þætti að okkur þætti sigurinn á Gróttu með tveimur mörkum á heimavelli vera ósannfærandi. Hvað er að,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Logi (Geirsson) benti á einhverja markatölu og sagði að þeir væru með besta liðið af því að þeir væru með 49 mörk í plús. Það var bara vegna þess að þeir völtuðu fyrir Hörð og ÍR sem skekkir þetta aðeins,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Veit eiginlega ekki hvar við eigum að byrja „Þetta er mjög skrýtið og ég veit eiginlega ekki hvar við eigum að byrja. Ef maður fer snöggt yfir tímabilið þá gerðu þeir jafntefli á móti KA og Selfossi. Þeir vinna ÍR, Hörð og Stjörnuna þegar Stjarnan gat eiginlega ekki neitt og svo Gróttu ,“ sagði Jóhann Gunnar. „Svo eru þeir núna búnir að tapa á móti Aftureldingu, FH og svo fyrir Haukum með tíu mörkum. Þeir fá til sín Ísak Rafnsson væntanlega til að styrkja vörnina. Róbert, Ísak, Arnór. Þetta lítur rosalega vel út,“ sagði Jóhann Gunnar en fór yfir öll mörkin sem ÍBV liðið er búið að fá á sig í leikjunum. Jóhann talaði einnig um markvörsluna og þá ákvörðun Erlings Richardssonar að hann vilji ekki að Björn Viðar Björnsson spili. „Honum finnst hann taka þessu ekki nógu alvarlega og geti ekki æft nógu mikið. Þetta er eitthvað mesta hneyksli sem ég hef heyrt. Ég hef spilað með Birni Viðari og hann er aldrei betri en þegar hann fær að vera hann sjálfur. Í úrslitakeppninni í fyrra var það mikið honum að þakka að þeir náðu langt. Hann vinnur leik fyrir þá á móti Val í úrslitaeinvíginu,“ sagði Jóhann Gunnar. Finnur ekki betri gæja í klefa „Þetta er frábær náungi í klefa og þú finnur ekki betri gæja í klefa. Alveg yndislegur náungi. Mér finnst þetta vera skandall hjá Erlingi Richardssyni,“ sagði Jóhann. „Hann er ekki að ná að laga varnarleikinn. Í fótboltanum þá kölluðu þeir til Heimi Hallgríms og það gekk vel. Ég held að þeir þurfi að kyngja stoltinu og fá einhverja hjálp. Erlingur virðist ekki ver að ná til þeirra,“ sagði Jóhann. Arnar Péturs í hlutverki Heimis Hallgríms Arnar Pétursson er sá maður sem gæti gengið í hlutverk Heimis Hallgrímssonar. „Heyra í Adda Pé. Ég held að hann væri meira en tilbúinn til að hjálpa. Ég held að Addo Pé hafi beðið Erling um að hjálpa sér 2018. Ég segi ekki að þetta sé krísa en þetta er ótrúlega slagt,“ sagði Jóhann. Það má horfa á alla umfræðuna um ÍBV liðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að angra Eyjamenn?
Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti