María sagði frá möntru pabba „kóngs“ Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2022 13:00 María Þórisdóttir bjó til þessa skemmtilegu mynd af sér og pabba sínum og birti á Instagram eftir að Þórir Hergeirsson vann enn eitt stórmótið í gær. @mariathorisdottir Knattspyrnukonan María Þórisdóttir er skiljanlega stolt af pabba sínum, Þóri Hergeirssyni, sem orðinn er sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar. Þórir stýrði Noregi til sigurs á EM kvenna í handbolta, þar sem liðið vann Danmörku í úrslitaleik í gær, og hefur þar með unnið flest gullverðlaun allra þjálfara á stórmótum í handbolta. Í úrslitaleiknum í gær skoraði Danmörk fyrstu tvö mörkin og komst tvívegis fimm mörkum yfir í fyrri hálfleiknum, en staðan var 15-12 að honum loknum. Áfram hélt Danmörk frumkvæðinu þar til að um sjö mínútur voru eftir að Noregur komst yfir í fyrsta sinn, 24-23. Leikurinn endaði svo 27-25. „Það gildir að vera yfir þegar leiknum lýkur.“ – tilvitnun sem pabbi hefur innprentað í hausinn á mér. Þú ert kóngur,“ skrifaði María á Twitter, og vísaði til þess hvernig úrslitaleikurinn þróaðist. «Gjelder å lede når kampen er slutt» - sitat Pabbi har printa i hodet mitt. Du er Konge — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) November 20, 2022 María er fædd í Noregi, sumarið 1993, og er dóttir Þóris og hinnar norsku Kirsten Gaard. Hún er því ekki öðru vön en að pabbi hennar vinni til verðlauna í desember ár hvert en Þórir var aðstoðarþjálfari norska landsliðsins frá árinu 2001, þegar María var átta ára, og þar til að hann varð aðalþjálfari árið 2009. María spilaði sjálf bæði handbolta og fótbolta upp í meistaraflokk en valdi svo frekar fótboltann og er í dag leikmaður norska landsliðsins og Manchester United, eftir að hafa tvívegis orðið Englandsmeistari með Chelsea. Þórir Hergeirsson glaðbeittur með Evrópumeisturunum sínum.EPA-EFE/ANTONIO BAT EM kvenna í handbolta 2022 Handbolti Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Þórir stýrði Noregi til sigurs á EM kvenna í handbolta, þar sem liðið vann Danmörku í úrslitaleik í gær, og hefur þar með unnið flest gullverðlaun allra þjálfara á stórmótum í handbolta. Í úrslitaleiknum í gær skoraði Danmörk fyrstu tvö mörkin og komst tvívegis fimm mörkum yfir í fyrri hálfleiknum, en staðan var 15-12 að honum loknum. Áfram hélt Danmörk frumkvæðinu þar til að um sjö mínútur voru eftir að Noregur komst yfir í fyrsta sinn, 24-23. Leikurinn endaði svo 27-25. „Það gildir að vera yfir þegar leiknum lýkur.“ – tilvitnun sem pabbi hefur innprentað í hausinn á mér. Þú ert kóngur,“ skrifaði María á Twitter, og vísaði til þess hvernig úrslitaleikurinn þróaðist. «Gjelder å lede når kampen er slutt» - sitat Pabbi har printa i hodet mitt. Du er Konge — Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) November 20, 2022 María er fædd í Noregi, sumarið 1993, og er dóttir Þóris og hinnar norsku Kirsten Gaard. Hún er því ekki öðru vön en að pabbi hennar vinni til verðlauna í desember ár hvert en Þórir var aðstoðarþjálfari norska landsliðsins frá árinu 2001, þegar María var átta ára, og þar til að hann varð aðalþjálfari árið 2009. María spilaði sjálf bæði handbolta og fótbolta upp í meistaraflokk en valdi svo frekar fótboltann og er í dag leikmaður norska landsliðsins og Manchester United, eftir að hafa tvívegis orðið Englandsmeistari með Chelsea. Þórir Hergeirsson glaðbeittur með Evrópumeisturunum sínum.EPA-EFE/ANTONIO BAT
EM kvenna í handbolta 2022 Handbolti Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira