„Hlakka til að þurfa aldrei að keyra þennan bíl aftur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. nóvember 2022 20:31 Verstappen og Red Bull fögnuðu enn einum sigrinum í síðasta Formúlu 1 móti dagsins í dag. Vísir/Getty Max Verstappen varð hlutskarpastur í síðasta Formúlu 1 keppni ársins sem fram fór í Abu Dhabi í dag. Charles Leclerc náði öðru sæti í keppni ökuþóra en Lewis Hamilton þurfti að hætta keppni vegna vélarbilunar. Fyrir keppnina í dag var Verstappen löngu búinn að tryggja sér sigur í heimsmeistarakeppni ökuþóra og mesta spennan snerist um það hvort Sergio Perez, samherji Verstappen hjá Red Bull, eða Charles Leclerc hjá Ferrari myndi ná öðru sæti í þeirri keppni. Perez og Leclerc voru jafnir að stigum fyrir kappaksturinn í dag en Perez byrjaði framar á ráslínunni. Leclerc hirti hins vegar annað sætið, hann þurfti aðeins eitt þjónustuhlé á meðan Perez þurfti tvö og kom á undan í mark. Sigur Verstappen var hans fimmtándi á tímabilinu í tuttugu og tveimur keppnum en það er met í Formúlunni. His 15th(!) win of the year @Max33Verstappen caps an outstanding season with a lights to flag victory in AbuDhabi! #AbuDhabiGP #F1 pic.twitter.com/Nh1Y9LLjn5— Formula 1 (@F1) November 20, 2022 Lewis Hamilton hefur ekki átt gott ár og það kristallaðist í vélarbilun Mercedez bílsins í dag, þeirri fyrstu á tímabilinu. W13 bíll Mercedez hefur ekki staðist bíl Red Bull snúning og Hamilton sagði að liðið þyrfti að bæta sig fyrir næsta tímabil. Hamilton þarf þó að setjast í bílinn í síðasta skipti á þriðjudag þegar dekkjaprófanir fara fram í Abu Dhabi. „Ég hlakka til þegar þriðjudagurinn er liðinn, þá hef ég keyrt þennan bíl í síðasta sinn og ég vill aldrei keyra hann aftur. Hann er ekki einn af þeim bílum sem ég bið um í mínum samningi,“ sagði Hamilton í viðtali við Autosport. „Bremsurnar og fjöðrunin hefur líklega verið stærsta vandamálið. Það er fullt af alls konar öðrum hlutum sem hafa líka valdið vandræðum.“ Hamilton tókst ekki að næla í sigur á keppnistímabilinu og er þetta í fyrsta sinn í tuttugu og tvö ár sem það gerist. Sebastian Vettel keyrði sinn síðasta kappakstur í dag en keppnin í dag var hans þrjúhundruðasta á ferlinum. Hann varð heimsmeistari fjórum sinnum á ferlinum. „Síðustu tvö árin hafa verið mjög svekkjandi út frá íþróttalegu sjónarhorni, en mjög mikilvæg fyrir mig í mínu lífi,“ sagði Vettel að kappakstrinum loknum í dag. Akstursíþróttir Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Liverpool í þremur líklegustu úrslitaleikjunum Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Sjá meira
Fyrir keppnina í dag var Verstappen löngu búinn að tryggja sér sigur í heimsmeistarakeppni ökuþóra og mesta spennan snerist um það hvort Sergio Perez, samherji Verstappen hjá Red Bull, eða Charles Leclerc hjá Ferrari myndi ná öðru sæti í þeirri keppni. Perez og Leclerc voru jafnir að stigum fyrir kappaksturinn í dag en Perez byrjaði framar á ráslínunni. Leclerc hirti hins vegar annað sætið, hann þurfti aðeins eitt þjónustuhlé á meðan Perez þurfti tvö og kom á undan í mark. Sigur Verstappen var hans fimmtándi á tímabilinu í tuttugu og tveimur keppnum en það er met í Formúlunni. His 15th(!) win of the year @Max33Verstappen caps an outstanding season with a lights to flag victory in AbuDhabi! #AbuDhabiGP #F1 pic.twitter.com/Nh1Y9LLjn5— Formula 1 (@F1) November 20, 2022 Lewis Hamilton hefur ekki átt gott ár og það kristallaðist í vélarbilun Mercedez bílsins í dag, þeirri fyrstu á tímabilinu. W13 bíll Mercedez hefur ekki staðist bíl Red Bull snúning og Hamilton sagði að liðið þyrfti að bæta sig fyrir næsta tímabil. Hamilton þarf þó að setjast í bílinn í síðasta skipti á þriðjudag þegar dekkjaprófanir fara fram í Abu Dhabi. „Ég hlakka til þegar þriðjudagurinn er liðinn, þá hef ég keyrt þennan bíl í síðasta sinn og ég vill aldrei keyra hann aftur. Hann er ekki einn af þeim bílum sem ég bið um í mínum samningi,“ sagði Hamilton í viðtali við Autosport. „Bremsurnar og fjöðrunin hefur líklega verið stærsta vandamálið. Það er fullt af alls konar öðrum hlutum sem hafa líka valdið vandræðum.“ Hamilton tókst ekki að næla í sigur á keppnistímabilinu og er þetta í fyrsta sinn í tuttugu og tvö ár sem það gerist. Sebastian Vettel keyrði sinn síðasta kappakstur í dag en keppnin í dag var hans þrjúhundruðasta á ferlinum. Hann varð heimsmeistari fjórum sinnum á ferlinum. „Síðustu tvö árin hafa verið mjög svekkjandi út frá íþróttalegu sjónarhorni, en mjög mikilvæg fyrir mig í mínu lífi,“ sagði Vettel að kappakstrinum loknum í dag.
Akstursíþróttir Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Liverpool í þremur líklegustu úrslitaleikjunum Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Sjá meira