Seyðfirðingar áhyggjufullir vegna mikilla rigninga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. nóvember 2022 20:06 Björt Sigfinnsdóttir, íbúi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Seyðisfirði hafa áhyggjur, sem eðlilegt er af mikilli rigningu og hættu á aurskriðum í bæjarfélaginu en þar hefur rignt meira og minna síðustu viku og ekkert lát virðist vera á rigningu þar á næstunni. Aurskriðurnar í desember 2020 eru í fersku minni hjá íbúum Seyðisfjarðar en þá urðu fordæmalausar hamfarir í kjölfar úrhellisrigningar á svæðinu í hartnær eina viku. Mikið hefur ringt á svæðinu síðustu vikur og spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi rigningu. En hvað segja íbúar á Seyðisfirði, hvernig líður þeim með þetta? „Ég finn alveg og hef fundið fyrir því alveg undanfarna daga að það er ákveðin ólga í maganum og ákveðin kvíði, sem gerir vart við sig en ég veit jafnframt að það er verið fylgjast vel með öllu hér upp í fjöllum og hér er mikið af mælitækjum og ég treysti okkar besta fólki fyrir því,“ segir Björt Sigfinnsdóttir. „Ég held að það sé alveg stress í fólki, þetta er náttúrulega alltaf óþægilegt og við urðum öll frekar veðurhrædd eftir að skriðurnar skullu á á sínum tíma,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir. Sesselja Hlín Jónasardóttir, íbúi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skriðan 2020 féll alveg við húsið hennar Aðalheiðar og eigin manns hennar og tvö hús við hliðina á þeim fóru alveg í skriðunni „Og maðurinn minn og tveir synir voru inn í húsinu á meðan það gerðist og ég og dóttir mín stóðum álengdar og horfðum á, sem var alveg skelfilegt erfitt, ég var svolítið lengi að jafna mig á því,“ segir Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir. En hvað finnst Aðalheiði með ástandið eins og það er í dag? „Þetta er ónotanlegt því síðustu dagar hafa minnt svolítið á desember 2020, óneitanlega óþægilegt skulum við segja en mér finnst ég vera örugg því það er fylgst vel með,“ segir Aðalheiður og bætir við. „Það er búið að setja hér upp varnargarða og það er fylgst vel með. Hérna eru speglar í öllum hlíðum og borholur þar sem er fylgst með hvernig vatnið hleðst niður og það er að drena sig ágætlega fjallið eins og er en það er búin að vera undanfarið. Já, við teljum okkur bara þokkalega örugg.“ Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir, íbúi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Aurskriðurnar í desember 2020 eru í fersku minni hjá íbúum Seyðisfjarðar en þá urðu fordæmalausar hamfarir í kjölfar úrhellisrigningar á svæðinu í hartnær eina viku. Mikið hefur ringt á svæðinu síðustu vikur og spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi rigningu. En hvað segja íbúar á Seyðisfirði, hvernig líður þeim með þetta? „Ég finn alveg og hef fundið fyrir því alveg undanfarna daga að það er ákveðin ólga í maganum og ákveðin kvíði, sem gerir vart við sig en ég veit jafnframt að það er verið fylgjast vel með öllu hér upp í fjöllum og hér er mikið af mælitækjum og ég treysti okkar besta fólki fyrir því,“ segir Björt Sigfinnsdóttir. „Ég held að það sé alveg stress í fólki, þetta er náttúrulega alltaf óþægilegt og við urðum öll frekar veðurhrædd eftir að skriðurnar skullu á á sínum tíma,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir. Sesselja Hlín Jónasardóttir, íbúi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skriðan 2020 féll alveg við húsið hennar Aðalheiðar og eigin manns hennar og tvö hús við hliðina á þeim fóru alveg í skriðunni „Og maðurinn minn og tveir synir voru inn í húsinu á meðan það gerðist og ég og dóttir mín stóðum álengdar og horfðum á, sem var alveg skelfilegt erfitt, ég var svolítið lengi að jafna mig á því,“ segir Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir. En hvað finnst Aðalheiði með ástandið eins og það er í dag? „Þetta er ónotanlegt því síðustu dagar hafa minnt svolítið á desember 2020, óneitanlega óþægilegt skulum við segja en mér finnst ég vera örugg því það er fylgst vel með,“ segir Aðalheiður og bætir við. „Það er búið að setja hér upp varnargarða og það er fylgst vel með. Hérna eru speglar í öllum hlíðum og borholur þar sem er fylgst með hvernig vatnið hleðst niður og það er að drena sig ágætlega fjallið eins og er en það er búin að vera undanfarið. Já, við teljum okkur bara þokkalega örugg.“ Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir, íbúi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira