Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 30-31 | Ber er hver að baki nema sér Bruno eigi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2022 18:45 Frammistaða Brunos Bernat í seinni hálfleiknum gegn Fram verður lengi í minnum höfð. vísir/hulda margrét KA varð í dag fyrsta liðið til að vinna Fram á nýja heimavellinum í Úlfarsárdal í Olís-deild karla. Lokatölur 30-31, KA-mönnum í vil. Þrátt fyrir að fá lygilega góða markvörslu og vera sex mörkum yfir þegar sjö mínútur voru til leiksloka þurfti KA á endanum að treysta á að Fram klúðraði lokasókn sinni. Og í henni skaut Reynir Þór Stefánsson framhjá og Frammarar fengu því ekki stig úr leiknum, sem þeir hefðu alls ekki átt skilið. Einar Rafn Eiðsson skoraði tólf mörk fyrir KA og Gauti Gunnarsson og Einar Birgir Stefánsson sitt hvor fimm mörkin. Nicholas Satchwell varði ellefu skot í fyrri hálfleik (44 prósent) og Bruno Bernat bætti um betur og varði átján skot (53 prósent). Örvhentu skytturnar fóru fyrir Fram í dag. Kjartan Þór Júlíusson skoraði átta mörk, þar af sex í fyrri hálfleik, og Luka Vukicevic fimm. Arnór Máni Daðason varði ellefu skot (31 prósent) en þeir Lárus Helgi Ólafsson og Magnús Gunnar Erlendsson voru fjarri góðu gamni vegna meiðsla. KA var mun sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik en náði aldrei meira en þriggja marka forskoti þrátt fyrir mikinn mun á markvörslunni. Kjartan kom inn á eftir um tíu mínútur og breytti leiknum. Hann skoraði sex mörk í átta skotum og Fram gat aðallega þakkað honum fyrir að munurinn var bara eitt mark í hálfleik, 14-15. KA byrjaði seinni hálfleikinn af svipuðum krafti og þann fyrri en munurinn var að liðið náði góðu forskoti, öfugt við fyrri hálfleik. Annað hefði líka verið erfitt því Bruno átti einhvern magnaðasta hálfleik markvarðar á tímabilinu. Hann varði og varði og varði svo meira. Vörn KA var líka fín og hægri vængurinn sterkur í sókninni. Þeir Einar Rafn og Gauti skoruðu samtals sautján skot og voru með afbragðs skotnýtingu. Eftir að Luka jafnaði í 20-20 skoraði KA fjögur mörk í röð og náði yfirhöndinni. Og þegar tíu mínútur voru eftir kom Arnór Ísak Haddsson, sem átti virkilega góðan leik, gestunum sex mörkum yfir, 23-29. Skömmu síðar varði Bruno vítakast frá Kjartani og heimamönnum virtust allar bjargir bannaðar. En allt í einu kviknaði ljós í myrkrinu. Framliggjandi vörn Fram sló KA út af laginu. Einar Rafn kom KA-mönnum samt fjórum mörkum yfir, 27-31, þegar fjórar mínútur voru eftir. Frammarar svöruðu með þremur mörkum í röð, þar af tveimur með skotum yfir allan völlinn þegar KA-menn höfðu tekið Bruno út af. Í lokasókn sinni fékk KA víti en Einar Rafn skaut framhjá. Fram gat því jafnað en náði ekki að opna KA-vörnina nógu vel og sóknin endaði á skoti Reynis framhjá. KA fagnaði því sterkum sigri, 30-31, og sneri aftur til Akureyrar með tvö stig í farteskinu. Einar: Búinn að segja strákunum að þetta gangi ekki Einari Jónssyni fannst ýmislegt vanta í leik Fram í dag.vísir/hulda margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var svekktur eftir tapið fyrir KA í dag. Hann er orðinn langþreyttur á lélegri færanýtingu sinna manna. „Ef við hefðum tekið stig hefðum við átt það skilið. En við vorum ekki nógu góðir til að fá eitthvað út úr leiknum og áttum ekkert skilið úr því sem komið var,“ sagði Einar eftir leikinn í Úlfarsárdal í dag. Honum fannst víða pottur brotinn hjá sínu liði í dag. „Vörnin var léleg og markvarslan eftir því. Sóknarleikurinn var heldur ekkert frábær og við vorum úr takti,“ sagði Einar. „Svo skutum við á markið eins og ég veit ekki hvað. Ég veit ekki hvað þeir vörðu mörg dauðafæri. Við skorum ekki úr dauðafærum, þetta er leik eftir leik. Ég er hrikalega pirraður á þessu. Ég er búinn að segja strákunum að þetta gangi ekki.“ Einar segir að hann hefði átt að skipta fyrr um vörn í leiknum. „Við héngum alltof lengi á 6-0 vörninni. En þegar við breyttum um vörn náðum við að saxa á forskoti. Við þurfum allir að líta inn á við eftir svona leik og reyna að laga það sem aflaga fór og koma betur inn í næsta leik,“ sagði Einar að endingu. Jónatan: Fannst við vera á pari við það þegar við erum bestir Jónatan Magnússyni fannst sigur KA vera sanngjarn.vísir/hulda margrét Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var skýjum ofar eftir sigurinn á Fram í dag. KA-menn voru sterkari aðilinn í leiknum en voru nálægt því að kasta sigrinum frá sér undir lokin. „Ég er fyrst og fremst ánægður með frammistöðuna og að vinna; byrja sterkt og halda haus. Núna er mér alveg drullusama um þetta undir lokin. Við áttum þetta skilið. Við vorum betri en þeir og komnir í frábæra stöðu,“ sagði Jónatan í leikslok. Hann sagði margt hafa glatt sig við frammistöðu KA-manna í dag. „Ætli ég sé ekki ánægðastur með hvernig við komum inn í leikinn. Mér fannst við vera á pari við það þegar við erum bestir,“ sagði Jónatan. Nicholas Satchwell varði ellefu skot í fyrri hálfleik en það var bara lognið á undan storminum því Bruno Bernat varði átján skot í þeim seinni. „Nick var frábær í fyrri hálfleik en datt svo aðeins niður og ég er ánægður með þá og ánægður með karakterinn í liðinu. Þetta var liðsframmistaða,“ sagði Jónatan. „Við vorum aðeins tifandi undir lokin en akkúrat núna er það ekki það sem ég horfi mest í. Ég geri það kannski á morgun. En þetta var ofboðslega mikilvægur sigur fyrir okkur og gefur okkur vonandi kraft fyrir framhaldið.“ Olís-deild karla Fram KA
KA varð í dag fyrsta liðið til að vinna Fram á nýja heimavellinum í Úlfarsárdal í Olís-deild karla. Lokatölur 30-31, KA-mönnum í vil. Þrátt fyrir að fá lygilega góða markvörslu og vera sex mörkum yfir þegar sjö mínútur voru til leiksloka þurfti KA á endanum að treysta á að Fram klúðraði lokasókn sinni. Og í henni skaut Reynir Þór Stefánsson framhjá og Frammarar fengu því ekki stig úr leiknum, sem þeir hefðu alls ekki átt skilið. Einar Rafn Eiðsson skoraði tólf mörk fyrir KA og Gauti Gunnarsson og Einar Birgir Stefánsson sitt hvor fimm mörkin. Nicholas Satchwell varði ellefu skot í fyrri hálfleik (44 prósent) og Bruno Bernat bætti um betur og varði átján skot (53 prósent). Örvhentu skytturnar fóru fyrir Fram í dag. Kjartan Þór Júlíusson skoraði átta mörk, þar af sex í fyrri hálfleik, og Luka Vukicevic fimm. Arnór Máni Daðason varði ellefu skot (31 prósent) en þeir Lárus Helgi Ólafsson og Magnús Gunnar Erlendsson voru fjarri góðu gamni vegna meiðsla. KA var mun sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik en náði aldrei meira en þriggja marka forskoti þrátt fyrir mikinn mun á markvörslunni. Kjartan kom inn á eftir um tíu mínútur og breytti leiknum. Hann skoraði sex mörk í átta skotum og Fram gat aðallega þakkað honum fyrir að munurinn var bara eitt mark í hálfleik, 14-15. KA byrjaði seinni hálfleikinn af svipuðum krafti og þann fyrri en munurinn var að liðið náði góðu forskoti, öfugt við fyrri hálfleik. Annað hefði líka verið erfitt því Bruno átti einhvern magnaðasta hálfleik markvarðar á tímabilinu. Hann varði og varði og varði svo meira. Vörn KA var líka fín og hægri vængurinn sterkur í sókninni. Þeir Einar Rafn og Gauti skoruðu samtals sautján skot og voru með afbragðs skotnýtingu. Eftir að Luka jafnaði í 20-20 skoraði KA fjögur mörk í röð og náði yfirhöndinni. Og þegar tíu mínútur voru eftir kom Arnór Ísak Haddsson, sem átti virkilega góðan leik, gestunum sex mörkum yfir, 23-29. Skömmu síðar varði Bruno vítakast frá Kjartani og heimamönnum virtust allar bjargir bannaðar. En allt í einu kviknaði ljós í myrkrinu. Framliggjandi vörn Fram sló KA út af laginu. Einar Rafn kom KA-mönnum samt fjórum mörkum yfir, 27-31, þegar fjórar mínútur voru eftir. Frammarar svöruðu með þremur mörkum í röð, þar af tveimur með skotum yfir allan völlinn þegar KA-menn höfðu tekið Bruno út af. Í lokasókn sinni fékk KA víti en Einar Rafn skaut framhjá. Fram gat því jafnað en náði ekki að opna KA-vörnina nógu vel og sóknin endaði á skoti Reynis framhjá. KA fagnaði því sterkum sigri, 30-31, og sneri aftur til Akureyrar með tvö stig í farteskinu. Einar: Búinn að segja strákunum að þetta gangi ekki Einari Jónssyni fannst ýmislegt vanta í leik Fram í dag.vísir/hulda margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var svekktur eftir tapið fyrir KA í dag. Hann er orðinn langþreyttur á lélegri færanýtingu sinna manna. „Ef við hefðum tekið stig hefðum við átt það skilið. En við vorum ekki nógu góðir til að fá eitthvað út úr leiknum og áttum ekkert skilið úr því sem komið var,“ sagði Einar eftir leikinn í Úlfarsárdal í dag. Honum fannst víða pottur brotinn hjá sínu liði í dag. „Vörnin var léleg og markvarslan eftir því. Sóknarleikurinn var heldur ekkert frábær og við vorum úr takti,“ sagði Einar. „Svo skutum við á markið eins og ég veit ekki hvað. Ég veit ekki hvað þeir vörðu mörg dauðafæri. Við skorum ekki úr dauðafærum, þetta er leik eftir leik. Ég er hrikalega pirraður á þessu. Ég er búinn að segja strákunum að þetta gangi ekki.“ Einar segir að hann hefði átt að skipta fyrr um vörn í leiknum. „Við héngum alltof lengi á 6-0 vörninni. En þegar við breyttum um vörn náðum við að saxa á forskoti. Við þurfum allir að líta inn á við eftir svona leik og reyna að laga það sem aflaga fór og koma betur inn í næsta leik,“ sagði Einar að endingu. Jónatan: Fannst við vera á pari við það þegar við erum bestir Jónatan Magnússyni fannst sigur KA vera sanngjarn.vísir/hulda margrét Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var skýjum ofar eftir sigurinn á Fram í dag. KA-menn voru sterkari aðilinn í leiknum en voru nálægt því að kasta sigrinum frá sér undir lokin. „Ég er fyrst og fremst ánægður með frammistöðuna og að vinna; byrja sterkt og halda haus. Núna er mér alveg drullusama um þetta undir lokin. Við áttum þetta skilið. Við vorum betri en þeir og komnir í frábæra stöðu,“ sagði Jónatan í leikslok. Hann sagði margt hafa glatt sig við frammistöðu KA-manna í dag. „Ætli ég sé ekki ánægðastur með hvernig við komum inn í leikinn. Mér fannst við vera á pari við það þegar við erum bestir,“ sagði Jónatan. Nicholas Satchwell varði ellefu skot í fyrri hálfleik en það var bara lognið á undan storminum því Bruno Bernat varði átján skot í þeim seinni. „Nick var frábær í fyrri hálfleik en datt svo aðeins niður og ég er ánægður með þá og ánægður með karakterinn í liðinu. Þetta var liðsframmistaða,“ sagði Jónatan. „Við vorum aðeins tifandi undir lokin en akkúrat núna er það ekki það sem ég horfi mest í. Ég geri það kannski á morgun. En þetta var ofboðslega mikilvægur sigur fyrir okkur og gefur okkur vonandi kraft fyrir framhaldið.“