Falin skattheimta í skjóli samningsleysis Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 19. nóvember 2022 07:01 Undanfarin ár hafa samningar Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna annars vegar og hins vegar sjúkraþjálfara ekki verið endurnýjaðir. Í fyrstu mátti ætla að kostnaðarliðir yrðu áfram uppfærðir samkvæmt verðlagsleiðréttingum, en svo hefur þó ekki verið raunin um langa hríð. Á meðan er þessum heilbrigðisstéttum greinilega ætlað að vinna eftir löngu úreltri gjaldskrá og mæta sínum aukna rekstrarkostnaði eftir öðrum leiðum. Það gerist helst með tvennum hætti. Þjónustuaðili getur ákveðið hærra tímagjald vegna vinnu læknis eða sjúkraþjálfara. Sumir reyna að forðast þetta fram í lengstu lög, en komi til slíks ber sjúklingur allan þann kostnað og þá án kostnaðarþáttöku hins opinbera. Hin leiðin er að leggja á komugjald til að dekka annan kostnað, svo sem rekstur húsnæðis, móttöku o.s.frv. Aftur skal ítrekað að komugjöld falla ekki undir kostnaðarþátttöku hins opinbera og er því hreint út sagt um falda skattheimtu að ræða sem hvergi kemur fram sem kostnaður almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Efist einhver um alvarleika málsins má benda á nýlegt dæmi af öryrkja sem fór í ristils- og magaspeglun. Aðgerðin sem slík er ekki gefins, en vegna örorkumats greiddi þessi aðili rétt yfir 3000 krónur. Reikningur fyrir komugjöldum reyndist þó öllu hærri eða 18.000 krónur! Reyndar fékkst afsláttur því verið var að rukka komugjöld fyrir sitt hvora speglunina. Annars hefði upphæðin skriðið yfir í þriðja tugþúsundið. ÖBÍ kynnti í fyrra úttekt fyrir árið 2020 á umfangi komugjalda í heilbrigðiskerfinu. Niðurstaðan var 1,7 milljarður. Þetta er hreint og beint falinn kostnaður sem lendir á landsmönnum óháð fjárhag hvers og eins. Færa má sterk rök fyrir að stór hópur öryrkja, sem þurfi eðli máls samkvæmt að sækja sér og sínum meiri þjónustu en gengur og gerist, beri hér margfalda byrði. Eins gefur augaleið að efnaminna fólk samfélagsins hreinlega veigri sér við að sækja lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Um síðustu áramót hækkuðu svo komugjöld um 40%-50% og þar með nálgast árlegur kostnaður 3,4 milljarða. Til að bæta gráu ofan á svart sáust hækkanir á miðju sumri sem tekur þá tölu yfir 5 milljarða. Segi og skrifa yfir fimm þúsund milljónir krónan af falinni skattheimtu. Þegar málið var borið undir ráðuneyti heilbrigðismála á liðnu sumri var svarið að án gildandi samnings SÍ og þessara fagstétta hefði ráðuneytið enga beina lagalega aðkomu hvað komugjöld varðar. Fyrir skömmu hittum við fulltrúar ÖBÍ forstóra SÍ, sem kvaðst aldeilis reiðubúin til samninga, svo fremi sem slíkt væri á forsendum gildandi fjárlaga. Vandinn væri bara að fagstéttirnar vilji ekki ræða málin. Fulltrúi sérgreinalækna hafði aðra sögu að segja. Læknafélag Reykjavíkur hefði lagt fram ítarlega greinargerð byggða á klínískum forsendum ásamt öðrum gögnum, en þegar kom að fundi með SÍ tók við tveggja tíma einræða sem ekki leiddi til neins. Saga sjúkraþjálfara er á sama veg. Hvar er litla gula hænan þegar allir segja nei, því hér þarf að taka af skarið ekki seinna en strax? Og nei, í þessu tilfelli er strax ekki teygjanlegt hugtak. Málið snýst að mestu um pólitískt val og fjármagn. Til lausnar þarf aðkomu ráherra heilbrigðismála og stjórnvalda ásamt fjárveitingarvaldinu. Til að ýta eftir viðbrögðum stendur Málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál til pallborðsumræðu miðvikudaginn 23. nóvember á Grand Hótel kl. 13:00. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mun ávarpa gesti. Næst fylgja stutt erindi frá fulltrúum Sjúkratrygginga Íslands, Læknafélags Reykjavíkur, Félagi sjúkraþjálfara og ÖBÍ. Seinni hluti felst svo í pallborðsumræðum undir skeleggri stjórn Sigmundar Ernis, fréttamanns með meiru. Verið velkomin. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Heilbrigðismál Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa samningar Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna annars vegar og hins vegar sjúkraþjálfara ekki verið endurnýjaðir. Í fyrstu mátti ætla að kostnaðarliðir yrðu áfram uppfærðir samkvæmt verðlagsleiðréttingum, en svo hefur þó ekki verið raunin um langa hríð. Á meðan er þessum heilbrigðisstéttum greinilega ætlað að vinna eftir löngu úreltri gjaldskrá og mæta sínum aukna rekstrarkostnaði eftir öðrum leiðum. Það gerist helst með tvennum hætti. Þjónustuaðili getur ákveðið hærra tímagjald vegna vinnu læknis eða sjúkraþjálfara. Sumir reyna að forðast þetta fram í lengstu lög, en komi til slíks ber sjúklingur allan þann kostnað og þá án kostnaðarþáttöku hins opinbera. Hin leiðin er að leggja á komugjald til að dekka annan kostnað, svo sem rekstur húsnæðis, móttöku o.s.frv. Aftur skal ítrekað að komugjöld falla ekki undir kostnaðarþátttöku hins opinbera og er því hreint út sagt um falda skattheimtu að ræða sem hvergi kemur fram sem kostnaður almennings vegna heilbrigðisþjónustu. Efist einhver um alvarleika málsins má benda á nýlegt dæmi af öryrkja sem fór í ristils- og magaspeglun. Aðgerðin sem slík er ekki gefins, en vegna örorkumats greiddi þessi aðili rétt yfir 3000 krónur. Reikningur fyrir komugjöldum reyndist þó öllu hærri eða 18.000 krónur! Reyndar fékkst afsláttur því verið var að rukka komugjöld fyrir sitt hvora speglunina. Annars hefði upphæðin skriðið yfir í þriðja tugþúsundið. ÖBÍ kynnti í fyrra úttekt fyrir árið 2020 á umfangi komugjalda í heilbrigðiskerfinu. Niðurstaðan var 1,7 milljarður. Þetta er hreint og beint falinn kostnaður sem lendir á landsmönnum óháð fjárhag hvers og eins. Færa má sterk rök fyrir að stór hópur öryrkja, sem þurfi eðli máls samkvæmt að sækja sér og sínum meiri þjónustu en gengur og gerist, beri hér margfalda byrði. Eins gefur augaleið að efnaminna fólk samfélagsins hreinlega veigri sér við að sækja lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Um síðustu áramót hækkuðu svo komugjöld um 40%-50% og þar með nálgast árlegur kostnaður 3,4 milljarða. Til að bæta gráu ofan á svart sáust hækkanir á miðju sumri sem tekur þá tölu yfir 5 milljarða. Segi og skrifa yfir fimm þúsund milljónir krónan af falinni skattheimtu. Þegar málið var borið undir ráðuneyti heilbrigðismála á liðnu sumri var svarið að án gildandi samnings SÍ og þessara fagstétta hefði ráðuneytið enga beina lagalega aðkomu hvað komugjöld varðar. Fyrir skömmu hittum við fulltrúar ÖBÍ forstóra SÍ, sem kvaðst aldeilis reiðubúin til samninga, svo fremi sem slíkt væri á forsendum gildandi fjárlaga. Vandinn væri bara að fagstéttirnar vilji ekki ræða málin. Fulltrúi sérgreinalækna hafði aðra sögu að segja. Læknafélag Reykjavíkur hefði lagt fram ítarlega greinargerð byggða á klínískum forsendum ásamt öðrum gögnum, en þegar kom að fundi með SÍ tók við tveggja tíma einræða sem ekki leiddi til neins. Saga sjúkraþjálfara er á sama veg. Hvar er litla gula hænan þegar allir segja nei, því hér þarf að taka af skarið ekki seinna en strax? Og nei, í þessu tilfelli er strax ekki teygjanlegt hugtak. Málið snýst að mestu um pólitískt val og fjármagn. Til lausnar þarf aðkomu ráherra heilbrigðismála og stjórnvalda ásamt fjárveitingarvaldinu. Til að ýta eftir viðbrögðum stendur Málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál til pallborðsumræðu miðvikudaginn 23. nóvember á Grand Hótel kl. 13:00. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mun ávarpa gesti. Næst fylgja stutt erindi frá fulltrúum Sjúkratrygginga Íslands, Læknafélags Reykjavíkur, Félagi sjúkraþjálfara og ÖBÍ. Seinni hluti felst svo í pallborðsumræðum undir skeleggri stjórn Sigmundar Ernis, fréttamanns með meiru. Verið velkomin. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun