Elliði um yngri bróður sinn: Hann verður enn hataðri en ég eftir nokkur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2022 08:30 Elliði Snær Viðarsson og bræður hans Arnór Viðarsson og Ívar Bessi Viðarsson. Samsett/Getty&S2 Sport Elliði Snær Viðarsson er kominn langt í handboltanum, orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu og hefur nýverið framlengt samning sinn við þýska Bundesligu liðið VfL Gummersbach. Hann er hins vegar ekki eini handboltamaðurinn í fjölskyldunni. Elliði Snær kemur frá Vestmannaeyjum eins og flestir vita en hann lék með meistaraflokki ÍBV frá því að hann var sautján ára gamall allt þar til hann samdi við þýska liðið haustið 2020. Þar samt enn nóg af Viðarssonum í ÍBV liðinu en nú spila tveir yngri bræður Elliða með liðinu í Olís deild karla. Þetta eru hinn tvítugi Arnór Viðarsson og hinn sautján ára gamli Ívar Bessi Viðarsson. Elliði Snær ræddi þessa tvo bræður sína í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur en hún spurði hann út í ÍBV liðið í dag. Missir ekki af leik með bræðrum sínum „Ég á tvo bræður þarna sem eru að spila. Ég missi því ekki af leik nema ef að ég sé að keppa sjálfur,“ sagði Elliði Snær Viðarsson. „Ég tala við þá eftir hvern einasta leik og það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim. Ég horfi líka á flest alla aðra leiki í deildinni,“ sagði Elliði Snær. „Á kvöldin hefur Sóldís engan aðgang að sjónvarpinu því ég horfi bara á allar íþróttir sem eru í gangi,“ sagði Elliði. Klippa: Elliði Snær um bræður sína í ÍBV Eru ekki sami maðurinn Arnór Viðarsson tók risaskref í ÍBV liðinu þegar leið á síðasta tímabil og heldur áfram núna. Hvernig leikmaður er hann að mati Elliða og er hann ekki ólíkur honum sem leikmaður? „Við erum ekki sami maðurinn. Ég fékk genin frá mömmu og hann fékk genin frá pabba. Hann þarf bara að horfa á lóðin og þá tútnar hann út. Hann er rosalega sterkur og sterkur varnarlega. Hann er að fá stærra hlutverk í sókninni núna á síðasta tímabili og aftur á þessu tímabili,“ sagði Elliði. „Ef hann heldur áfram að vaxa svona þá á hann rosa góða framtíð fyrir sér. Hann stefnir bara út á næstu árum,“ sagði Elliði. Verður væntanlega miklu betri en ég í þessari stöðu Svo er það Ívar Bessi Viðarsson eða ÍBV ef nafnið hans er skammstafað. Hann þykir líkari Elliða sem leikmaður en er hann það? „Já hann er svipaður leikmaður og ég. Við fáum alla vega saman hlutverk varnarlega til að byrja með, fyrir framan í vörninni. Fyrir utan það að hann er miklu stærri og lengri en ég. Hann verður væntanlega miklu betri en ég í þessari stöðu,“ sagði Elliði. „Þegar hann er búinn að nýta sinn tíma þarna fyrir framan þá geri ég ráð fyrir því að hann verði enn þá hataðri en ég í þessari stöðu eftir nokkur ár,“ sagði Elliði. Hafði svolítið gaman af því að vera leiðinlegur Var Elliði hataður? „Ég var alla vega ekki í uppáhaldi hjá mörgum. Það var sérstaklega þegar ég fór í yngri landsliðin þá töluðu þeir um að þetta væri ekkert rosa gaman. Ég hafði líka svolítið gaman af því að vera leiðinlegur,“ sagði Elliði. Elliði er einstaklega rólegur utan vallar en hataður innan vallar. „Þetta er oft svona. Mér líkaði ekkert vel við Ými [Örn Gíslason, landsliðslínumaður] fyrst áður en ég kynntist honum. Hann er svona svipuð týpa og ég innan vallar. Svona fauti sem vill berjast. Þegar maður kynnist honum þá er hann algjört yndi líka. Ég hefði ekki þorað að trúa því þegar ég var að keppa við hann fyrst,“ sagði Elliði. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Næsti leikur ÍBV er á móti Haukum á Ásvöllum á morgun. leikurinn hefst klukkan 17.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Elliði Snær kemur frá Vestmannaeyjum eins og flestir vita en hann lék með meistaraflokki ÍBV frá því að hann var sautján ára gamall allt þar til hann samdi við þýska liðið haustið 2020. Þar samt enn nóg af Viðarssonum í ÍBV liðinu en nú spila tveir yngri bræður Elliða með liðinu í Olís deild karla. Þetta eru hinn tvítugi Arnór Viðarsson og hinn sautján ára gamli Ívar Bessi Viðarsson. Elliði Snær ræddi þessa tvo bræður sína í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur en hún spurði hann út í ÍBV liðið í dag. Missir ekki af leik með bræðrum sínum „Ég á tvo bræður þarna sem eru að spila. Ég missi því ekki af leik nema ef að ég sé að keppa sjálfur,“ sagði Elliði Snær Viðarsson. „Ég tala við þá eftir hvern einasta leik og það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim. Ég horfi líka á flest alla aðra leiki í deildinni,“ sagði Elliði Snær. „Á kvöldin hefur Sóldís engan aðgang að sjónvarpinu því ég horfi bara á allar íþróttir sem eru í gangi,“ sagði Elliði. Klippa: Elliði Snær um bræður sína í ÍBV Eru ekki sami maðurinn Arnór Viðarsson tók risaskref í ÍBV liðinu þegar leið á síðasta tímabil og heldur áfram núna. Hvernig leikmaður er hann að mati Elliða og er hann ekki ólíkur honum sem leikmaður? „Við erum ekki sami maðurinn. Ég fékk genin frá mömmu og hann fékk genin frá pabba. Hann þarf bara að horfa á lóðin og þá tútnar hann út. Hann er rosalega sterkur og sterkur varnarlega. Hann er að fá stærra hlutverk í sókninni núna á síðasta tímabili og aftur á þessu tímabili,“ sagði Elliði. „Ef hann heldur áfram að vaxa svona þá á hann rosa góða framtíð fyrir sér. Hann stefnir bara út á næstu árum,“ sagði Elliði. Verður væntanlega miklu betri en ég í þessari stöðu Svo er það Ívar Bessi Viðarsson eða ÍBV ef nafnið hans er skammstafað. Hann þykir líkari Elliða sem leikmaður en er hann það? „Já hann er svipaður leikmaður og ég. Við fáum alla vega saman hlutverk varnarlega til að byrja með, fyrir framan í vörninni. Fyrir utan það að hann er miklu stærri og lengri en ég. Hann verður væntanlega miklu betri en ég í þessari stöðu,“ sagði Elliði. „Þegar hann er búinn að nýta sinn tíma þarna fyrir framan þá geri ég ráð fyrir því að hann verði enn þá hataðri en ég í þessari stöðu eftir nokkur ár,“ sagði Elliði. Hafði svolítið gaman af því að vera leiðinlegur Var Elliði hataður? „Ég var alla vega ekki í uppáhaldi hjá mörgum. Það var sérstaklega þegar ég fór í yngri landsliðin þá töluðu þeir um að þetta væri ekkert rosa gaman. Ég hafði líka svolítið gaman af því að vera leiðinlegur,“ sagði Elliði. Elliði er einstaklega rólegur utan vallar en hataður innan vallar. „Þetta er oft svona. Mér líkaði ekkert vel við Ými [Örn Gíslason, landsliðslínumaður] fyrst áður en ég kynntist honum. Hann er svona svipuð týpa og ég innan vallar. Svona fauti sem vill berjast. Þegar maður kynnist honum þá er hann algjört yndi líka. Ég hefði ekki þorað að trúa því þegar ég var að keppa við hann fyrst,“ sagði Elliði. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Næsti leikur ÍBV er á móti Haukum á Ásvöllum á morgun. leikurinn hefst klukkan 17.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti