Bjarki með fjögur mörk þegar Veszprem skoraði fimmtíu í einum leik Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 18:34 Bjarki Már Elísson og félagar hans í Veszprem skoruðu 50 mörk gegn Ferencvaros í ungversku deildinni í dag. Veszprem Leikur Telekom Veszprem og Ferencvaros TC í ungversku deildinni í handknattleik í dag fer líklega í einhverjar sögubækur. Veszprem vann þar 50-40 sigur í ótrúlegum markaleik. Bjarki Már Elísson gekk til liðs við Veszprem í sumar og hefur farið vel af stað með liðinu sem hefur verið eitt af sterkustu liðum ungversku deildarinnar í fjöldamörg ár. Liðið hefur endað í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar öll ár síðan 1984 og unnið fjölmarga meistaratitla, þó þeir hafi þurft að sætta sig við silfurverðlaun í deildinni síðustu tvö árin. Leikurinn í kvöld var ótrúleg markaveisla. Fyrir leikinn var Veszprem jafnt Pick Szeged á toppi deildarinnar en Ferencvaros í sjötta sætinu. Ferencvaros er með Val í riðli í Evrópudeildinni en Valsmenn unnu einmitt frækinn sigur á liðinu í viðureign þeirra á Hlíðarenda á dögunum. pic.twitter.com/ODcJcRco7w— VeszprémHandballTeam (@telekomveszprem) November 17, 2022 Eftir fyrri hálfleikinn í kvöld var staðan 25-21 fyrir Veszprem, tölur sem engum myndi bregða að sjá í lok handboltaleiks. Markaflóðið hélt hins vegar áfram í síðari hálfleik og að lokum hafði Veszprem skorað fimmtíu mörk gegn fjörtíu mörkum Ferencvaros. Eins og flestir vita er handboltaleikur sextíu mínútur og að meðaltali skoruðu leikmenn því eitt og hálft mark á mínútu í kvöld sem er ótrúleg tölfræði. Í ungverskum miðlum kemur fram að aldrei hafi verið skoruð jafn mörg mörk í einum leik í ungversku deildinni. Bjarki Már skoraði fjögur mörk fyrir Veszprem í leiknum en Svíinn Andreas Nilsson var markahæstur hjá liðinu með ellefu mörk. Ungverski handboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Sjá meira
Bjarki Már Elísson gekk til liðs við Veszprem í sumar og hefur farið vel af stað með liðinu sem hefur verið eitt af sterkustu liðum ungversku deildarinnar í fjöldamörg ár. Liðið hefur endað í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar öll ár síðan 1984 og unnið fjölmarga meistaratitla, þó þeir hafi þurft að sætta sig við silfurverðlaun í deildinni síðustu tvö árin. Leikurinn í kvöld var ótrúleg markaveisla. Fyrir leikinn var Veszprem jafnt Pick Szeged á toppi deildarinnar en Ferencvaros í sjötta sætinu. Ferencvaros er með Val í riðli í Evrópudeildinni en Valsmenn unnu einmitt frækinn sigur á liðinu í viðureign þeirra á Hlíðarenda á dögunum. pic.twitter.com/ODcJcRco7w— VeszprémHandballTeam (@telekomveszprem) November 17, 2022 Eftir fyrri hálfleikinn í kvöld var staðan 25-21 fyrir Veszprem, tölur sem engum myndi bregða að sjá í lok handboltaleiks. Markaflóðið hélt hins vegar áfram í síðari hálfleik og að lokum hafði Veszprem skorað fimmtíu mörk gegn fjörtíu mörkum Ferencvaros. Eins og flestir vita er handboltaleikur sextíu mínútur og að meðaltali skoruðu leikmenn því eitt og hálft mark á mínútu í kvöld sem er ótrúleg tölfræði. Í ungverskum miðlum kemur fram að aldrei hafi verið skoruð jafn mörg mörk í einum leik í ungversku deildinni. Bjarki Már skoraði fjögur mörk fyrir Veszprem í leiknum en Svíinn Andreas Nilsson var markahæstur hjá liðinu með ellefu mörk.
Ungverski handboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Sjá meira