Mögulegt að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 15:33 Almar Barja,fagsviðsstjóri hjá Samorku. Samtök iðnaðarins Grafavarleg staða er komin upp varðandi hituveitumál á landinu. Fagsviðsstjóri Samorku segir mögulegt að til þess komi að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á köldustu tímabilum, eða ef upp koma lengri kuldaskeið. Almar Barja, fagsviðsstjóra Samorku ræddi þessi mál á opnum fundi Samorku sem fram fór í Hörpu í morgun. Fundurinn bar yfirskriftina Hugum að hitaveitunni: Er alltaf nóg til? Ásamt Almari komu fram Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og þróunar hjá OR, Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna, og Hjalti Steinn Gunnarsson, fagstjóri hitaveitu Norðurorku. Toppar í notkun að nálgast Í erindi Almars kom fram að áætlaðir toppar í notkun á hitaveituvatni séu að nálgast og séu í reynd komnir yfir vinnslugetu á flestum jarðhitasvæðum. Þá eru ný jarðhitasvæði ekki tilbúin til vinnslu. „Á mannamáli þýðir þetta að á köldustu tímabilum, eða ef það koma lengri kuldaskeið í vetur eða næstu vetra, þá gæti þurft að grípa til skerðinga á heitu vatni. Hugsanlega til heimila, atvinnulífs eða þjónustu,“ sagði Almar. Ekki væri útséð um hvernig þetta vandamál yrði leyst, að minnsta kost ekki til skamms tíma. Alvarleg staða er komin upp í málum hitaveitna á Íslandi. Almar sagði ekki tilviljun að landsbúar stæðu frammi fyrir þessu vandamáli núna. Í meginatriðum væru tvær ástæður fyrir því. Annarsvegar væri það sú staðreynd að notkun á heitu vatni hefur aukist gríðarlega mikið síðustu ár. Hin ástæðan er sá langi tími sem tekur að rannsaka ný svæði, opna ný svæði, framkvæma boranir og fleira þessháttar. Aukin fólksfjölgun fyrst og fremst orsökin Þegar rýnt er í ástæður fyrir þessari aukinni notkun segir Almar málið fyrst og fremst snúast um aukna fólksfjölgun. „Neyslumynstrið er að breytast. Við veljum að vera í stærri húsnæðum. Sífellt fleiri velja að búa einir, fjölskyldur eru að minnka. Það þýðir fleiri fermetrar á íbúa sem þarf að kynda. Einnig erum við ekki að sjá sparnað. Eða þennan samdrátt í notkun sem var búist við að sjá heitu vatni með tilskipunum um einangrun húsa, bætt einangrunargildi nýrra húsa, til dæmis til að hita hús með gólfhita," sagði Almar í ræðu sinni. Meðalnotkun á íbúa hefur haldist tiltölulega svipuð síðastliðin ár þrátt fyrir framfarir. Erum að sjá breytt neyslumynstur, við erum að nota auðlindina öðruvísi. Hin ástæða þessa vandamáls er að sögn Almars sá langi tími sem það taki að rannsaka ný vinnslusvæði. Öflun nauðsynlegra gagna getur tekið allt að áratug. Mögulegt er að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á næstu misserum. „Boranir geta ekki hafist fyrr en leyfi hafa verið veitt. Og þrátt fyrir að vera komin með leyfi er ekki hægt að byrja að bora því þá þarf nánari rannsóknir og nokkur ár til viðbótar geta liðið þar til boranir geta hafist. Enn eru nokkur ár í að nýting geti hafist á nýjum vinnslusvæðum. Staðan er sú að á flestum vinnslusvæðum eru enn nokkur ár í að við getum aukið vinnslu og framleiðslu um það magn sem hefur virkileg áhrif.“ Hvað getum við gert? Almar segir góðu fréttirnar þær að nokkrar leiðir séu fyrir hendi til að minnka þau áhrif sem þetta vandamál hafi á samfélagið okkar. Þær séu fyrst og fremst að nýta vatnið betur, og minnka þannig líkurnar á að grípa þurfi til skerðingar. Þetta sé stórt verkefni og mikilvægt að allir taki þátt, því margt smátt geri eitt stórt. Almar nefnir til dæmis að mikilvægt sé að: Passa upp á að ofnar séu rétt stilltir og lækka í þeim í stað þess að opna glugga til að kæla. Stilla snjóbræðslur á hóflegt hitastig. Fara frekar í stutta sturtu í stað þess að fara í bað eða láta renna í heitan pott. Í erindi sínu í dag sýnd Almar á sjónrænan hátt muninn á því magni á heitu vatni sem notað er við sturtu-bað,-og heitapottsferðir. Orkumál Jarðhiti Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira
Almar Barja, fagsviðsstjóra Samorku ræddi þessi mál á opnum fundi Samorku sem fram fór í Hörpu í morgun. Fundurinn bar yfirskriftina Hugum að hitaveitunni: Er alltaf nóg til? Ásamt Almari komu fram Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og þróunar hjá OR, Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna, og Hjalti Steinn Gunnarsson, fagstjóri hitaveitu Norðurorku. Toppar í notkun að nálgast Í erindi Almars kom fram að áætlaðir toppar í notkun á hitaveituvatni séu að nálgast og séu í reynd komnir yfir vinnslugetu á flestum jarðhitasvæðum. Þá eru ný jarðhitasvæði ekki tilbúin til vinnslu. „Á mannamáli þýðir þetta að á köldustu tímabilum, eða ef það koma lengri kuldaskeið í vetur eða næstu vetra, þá gæti þurft að grípa til skerðinga á heitu vatni. Hugsanlega til heimila, atvinnulífs eða þjónustu,“ sagði Almar. Ekki væri útséð um hvernig þetta vandamál yrði leyst, að minnsta kost ekki til skamms tíma. Alvarleg staða er komin upp í málum hitaveitna á Íslandi. Almar sagði ekki tilviljun að landsbúar stæðu frammi fyrir þessu vandamáli núna. Í meginatriðum væru tvær ástæður fyrir því. Annarsvegar væri það sú staðreynd að notkun á heitu vatni hefur aukist gríðarlega mikið síðustu ár. Hin ástæðan er sá langi tími sem tekur að rannsaka ný svæði, opna ný svæði, framkvæma boranir og fleira þessháttar. Aukin fólksfjölgun fyrst og fremst orsökin Þegar rýnt er í ástæður fyrir þessari aukinni notkun segir Almar málið fyrst og fremst snúast um aukna fólksfjölgun. „Neyslumynstrið er að breytast. Við veljum að vera í stærri húsnæðum. Sífellt fleiri velja að búa einir, fjölskyldur eru að minnka. Það þýðir fleiri fermetrar á íbúa sem þarf að kynda. Einnig erum við ekki að sjá sparnað. Eða þennan samdrátt í notkun sem var búist við að sjá heitu vatni með tilskipunum um einangrun húsa, bætt einangrunargildi nýrra húsa, til dæmis til að hita hús með gólfhita," sagði Almar í ræðu sinni. Meðalnotkun á íbúa hefur haldist tiltölulega svipuð síðastliðin ár þrátt fyrir framfarir. Erum að sjá breytt neyslumynstur, við erum að nota auðlindina öðruvísi. Hin ástæða þessa vandamáls er að sögn Almars sá langi tími sem það taki að rannsaka ný vinnslusvæði. Öflun nauðsynlegra gagna getur tekið allt að áratug. Mögulegt er að grípa þurfi til skerðinga á heitu vatni til heimila, atvinnulífs og þjónustu á næstu misserum. „Boranir geta ekki hafist fyrr en leyfi hafa verið veitt. Og þrátt fyrir að vera komin með leyfi er ekki hægt að byrja að bora því þá þarf nánari rannsóknir og nokkur ár til viðbótar geta liðið þar til boranir geta hafist. Enn eru nokkur ár í að nýting geti hafist á nýjum vinnslusvæðum. Staðan er sú að á flestum vinnslusvæðum eru enn nokkur ár í að við getum aukið vinnslu og framleiðslu um það magn sem hefur virkileg áhrif.“ Hvað getum við gert? Almar segir góðu fréttirnar þær að nokkrar leiðir séu fyrir hendi til að minnka þau áhrif sem þetta vandamál hafi á samfélagið okkar. Þær séu fyrst og fremst að nýta vatnið betur, og minnka þannig líkurnar á að grípa þurfi til skerðingar. Þetta sé stórt verkefni og mikilvægt að allir taki þátt, því margt smátt geri eitt stórt. Almar nefnir til dæmis að mikilvægt sé að: Passa upp á að ofnar séu rétt stilltir og lækka í þeim í stað þess að opna glugga til að kæla. Stilla snjóbræðslur á hóflegt hitastig. Fara frekar í stutta sturtu í stað þess að fara í bað eða láta renna í heitan pott. Í erindi sínu í dag sýnd Almar á sjónrænan hátt muninn á því magni á heitu vatni sem notað er við sturtu-bað,-og heitapottsferðir.
Orkumál Jarðhiti Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira