Styðjum við íslenska læknanema erlendis Bjarki Þór Grönfeldt skrifar 17. nóvember 2022 15:00 Menntasjóði námsmanna (sem áður hét Lánasjóður íslenskra námsmanna) er ætlað að vera félagslegt jöfnunartæki sem veitir öllum námsmönnum tækifæri til náms og styður um leið við menntun, nýsköpun og þekkingu í íslensku samfélagi. Fjöldi námsmanna velur að fara erlendis í nám, enda er það þroskandi og gefandi fyrir hvern og einn, en ekki síst gagnlegt fyrir íslenskt samfélag sem vegna smæðar getur ekki boðið upp á nám á öllum sviðum. Margir námsmenn velja síðan að koma heim með þekkingu sína og reynslu og íslenskt samfélag nýtur góðs af. Það skýtur því skökku við að Menntasjóður námsmanna styðji ekki betur við námsmenn erlendis, og það á ef til vill sérstaklega við um íslenska læknanema. Ísland stendur frammi fyrir miklum áskorunum í heilbrigðismálum. Fyrirséð fólksfjölgun og öldrun þjóðarinnar mun kalla á aukna þjónustu en nú þegar ríkir neyðarástand víðsvegar í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu. Það er gömul saga og ný að heilbrigðiskerfið á Íslandi glímir við krónískan læknaskort. Læknafélag Íslands telur að árið 2030 muni Ísland vanta 130 lækna og árið 2045 verði talan orðin 250. Líkt og þekkt er býður aðeins einn háskóli á Íslandi upp á læknanám og getur hann aðeins tekið inn 60 nema á ári, sem dugir ekki til að mæta þörf heilbrigðiskerfisins. Fjöldi Íslendinga hafa því leitað erlendis til að fá menntun og starfsþjálfun við virta og viðurkennda læknaskóla víða um heim. Þessir læknanemar standa straum af öllum kostnaði við nám sitt, sem getur verið gríðarlegur. Til dæmis er kostnaður læknanema í Ungverjalandi vegna skólagjalda um 14.500.000 kr. á núverandi gengi. Íslenska námslánakerfið veitir skólagjaldalán að hámarki 6.300.000 kr. en námsmenn í námi sem er skipulagt í fimm ár eða lengur (sem á við um læknanema) eiga rétt á viðbótarláni allt að 1.900.000 kr. Eftir standa 6.300.000 kr. sem læknanemar þurfa að greiða úr eigin vasa, án möguleika á lántöku, en það jafngildir ríflega þriggja ára framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna. Hafa ber í huga að þessi hópur námsmanna býr einnig við aðrar sérstakar áskoranir, til dæmis er skólaárið í Ungverjalandi lengra en á Íslandi og læknanemar þar hafa í mesta lagi 10 vikur yfir árið til að vinna upp það sem vantar fyrir skólagjöldum og framfærslu (Ath. að útreikningur framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna miðar við að nám sé stundað). Það er því ljóst að 1. grein laga um Menntasjóð námsmanna nær ekki til læknanema erlendis: „Markmið laga þessara er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja.“ Staða íslenskra læknanema erlendis er alvarleg – og það eru vondar fréttir fyrir Ísland. Þessi staða fælir áhugasama frá því að halda út í nám í læknisfræði erlendis yfir höfuð. Það er því í raun tvöfaldur ávinningur fyrir íslenskt samfélag að styðja við íslenska læknanema erlendis. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að vinna gegn læknaskortinum sem nú þegar er til staðar og mun aðeins aukast á komandi árum. Í öðru lagi er kostnaður íslenska ríkisins við menntun þessara lækna aðeins brot af því sem kostar að mennta lækna á Íslandi, enda greiða læknanemar erlendis þorra kostnaðarins við námið sjálfir. Við undirrituð félög námsmanna skorum á ráðherra háskólamála og stjórn Menntasjóðsins til að gera breytingar á úthlutunarreglum og tryggja að námsmenn erlendis geti fengið lán fyrir öllum sínum skólagjöldum. Þá hvetjum við ráðherra til að íhuga þann möguleika að nýta 1. mgr. 27. gr. laga nr. 60/2020 um Menntasjóð námsmanna um sérstakar ívilnanir til handa læknanemum erlendis, til dæmis í formi aukinnar niðurfellingar á þeim hluta námsláns sem var fyrir skólagjöldum, enda alveg ljóst að það felst mikill sparnaður í því fyrir íslenskt samfélag að fólk sæki sér menntun erlendis og skili sér heim að námi loknu. Líta má á slíkan styrk sem tæki til að koma á móti við þann gríðarlega kostnað sem læknanemarnir sjálfir bera og spara ríkissjóði. Fyrir hönd íslenskra námsmanna um allan heim, Samband íslenskra námsmanna erlendis Félag íslenskra læknanema í Ungverjalandi Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Menntasjóði námsmanna (sem áður hét Lánasjóður íslenskra námsmanna) er ætlað að vera félagslegt jöfnunartæki sem veitir öllum námsmönnum tækifæri til náms og styður um leið við menntun, nýsköpun og þekkingu í íslensku samfélagi. Fjöldi námsmanna velur að fara erlendis í nám, enda er það þroskandi og gefandi fyrir hvern og einn, en ekki síst gagnlegt fyrir íslenskt samfélag sem vegna smæðar getur ekki boðið upp á nám á öllum sviðum. Margir námsmenn velja síðan að koma heim með þekkingu sína og reynslu og íslenskt samfélag nýtur góðs af. Það skýtur því skökku við að Menntasjóður námsmanna styðji ekki betur við námsmenn erlendis, og það á ef til vill sérstaklega við um íslenska læknanema. Ísland stendur frammi fyrir miklum áskorunum í heilbrigðismálum. Fyrirséð fólksfjölgun og öldrun þjóðarinnar mun kalla á aukna þjónustu en nú þegar ríkir neyðarástand víðsvegar í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu. Það er gömul saga og ný að heilbrigðiskerfið á Íslandi glímir við krónískan læknaskort. Læknafélag Íslands telur að árið 2030 muni Ísland vanta 130 lækna og árið 2045 verði talan orðin 250. Líkt og þekkt er býður aðeins einn háskóli á Íslandi upp á læknanám og getur hann aðeins tekið inn 60 nema á ári, sem dugir ekki til að mæta þörf heilbrigðiskerfisins. Fjöldi Íslendinga hafa því leitað erlendis til að fá menntun og starfsþjálfun við virta og viðurkennda læknaskóla víða um heim. Þessir læknanemar standa straum af öllum kostnaði við nám sitt, sem getur verið gríðarlegur. Til dæmis er kostnaður læknanema í Ungverjalandi vegna skólagjalda um 14.500.000 kr. á núverandi gengi. Íslenska námslánakerfið veitir skólagjaldalán að hámarki 6.300.000 kr. en námsmenn í námi sem er skipulagt í fimm ár eða lengur (sem á við um læknanema) eiga rétt á viðbótarláni allt að 1.900.000 kr. Eftir standa 6.300.000 kr. sem læknanemar þurfa að greiða úr eigin vasa, án möguleika á lántöku, en það jafngildir ríflega þriggja ára framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna. Hafa ber í huga að þessi hópur námsmanna býr einnig við aðrar sérstakar áskoranir, til dæmis er skólaárið í Ungverjalandi lengra en á Íslandi og læknanemar þar hafa í mesta lagi 10 vikur yfir árið til að vinna upp það sem vantar fyrir skólagjöldum og framfærslu (Ath. að útreikningur framfærslu hjá Menntasjóði námsmanna miðar við að nám sé stundað). Það er því ljóst að 1. grein laga um Menntasjóð námsmanna nær ekki til læknanema erlendis: „Markmið laga þessara er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja.“ Staða íslenskra læknanema erlendis er alvarleg – og það eru vondar fréttir fyrir Ísland. Þessi staða fælir áhugasama frá því að halda út í nám í læknisfræði erlendis yfir höfuð. Það er því í raun tvöfaldur ávinningur fyrir íslenskt samfélag að styðja við íslenska læknanema erlendis. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að vinna gegn læknaskortinum sem nú þegar er til staðar og mun aðeins aukast á komandi árum. Í öðru lagi er kostnaður íslenska ríkisins við menntun þessara lækna aðeins brot af því sem kostar að mennta lækna á Íslandi, enda greiða læknanemar erlendis þorra kostnaðarins við námið sjálfir. Við undirrituð félög námsmanna skorum á ráðherra háskólamála og stjórn Menntasjóðsins til að gera breytingar á úthlutunarreglum og tryggja að námsmenn erlendis geti fengið lán fyrir öllum sínum skólagjöldum. Þá hvetjum við ráðherra til að íhuga þann möguleika að nýta 1. mgr. 27. gr. laga nr. 60/2020 um Menntasjóð námsmanna um sérstakar ívilnanir til handa læknanemum erlendis, til dæmis í formi aukinnar niðurfellingar á þeim hluta námsláns sem var fyrir skólagjöldum, enda alveg ljóst að það felst mikill sparnaður í því fyrir íslenskt samfélag að fólk sæki sér menntun erlendis og skili sér heim að námi loknu. Líta má á slíkan styrk sem tæki til að koma á móti við þann gríðarlega kostnað sem læknanemarnir sjálfir bera og spara ríkissjóði. Fyrir hönd íslenskra námsmanna um allan heim, Samband íslenskra námsmanna erlendis Félag íslenskra læknanema í Ungverjalandi Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun