Ökukennsla á Íslandi 1915 – 2021 Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 17. nóvember 2022 10:01 Í Morgunblaðinu 9. ágúst 1918 birtist í grein um hraðakstur innan borgarmarka Reykjavíkur en þar segir að menn ækju bifhjólum „með afskaplegum hraða jafnvel fyrir götuhorn, án þess að gefa merki nema rétt um leið og beygt er fyrir hornið” í sömu grein leggur greinarhöfundur það til að banna akstur bifhjóla, og reyndar bifreiða einnig, að næturlagi. Fyrsta löggjöf um umferð á Íslandi var gefin út af Kristjáni tíunda og samþykkt af Alþingi þann 2. nóvember árið 1914 „Lög um notkun bifreiða”. Lögin fjölluðu að mestu um búnað bílsins og hvernig honum skyldi beitt. Einnig var kveðið á í lögunum um ökuhraða sem aldrei mátti vera meiri en 15 km/klst í þéttbýli og utan þéttbýlis aldrei meiri en 35 km/klst. Aldurstakmörk til að öðlast ökuskírteini voru 21 ár og sýna þurfti vottorð frá lækni um að viðkomandi hefði fulla sjón og vottorð tveggja valinkunnra manna um áreiðanleika og samviskusemi. Einnig þurfti viðkomandi að standast próf. Ökukennarafélag Íslands varð 75 ára á s.l. ári og í tilefni þess var bókin “saga ökukennslu á Íslandi 1915 -2021, Regluverk og framkvæmd,, gefin út af félaginu. Eins og titill bókarinnar segir þá hefur hún að geyma upplýsingar um sögu ökukennslu allt frá því kennsla hófst hér á landi til ársins 2021, ásamt regluverki og framkvæmd. Allt frá því að fyrsta bifreiðin var flutt til landsins árið 1904, kölluð “Thomsens-bíllinn” þá hafa gríðarlegar framfarir orðið bæði í þróun bifreiða en ekki síður umferðarmannvirkja og hafa lög og reglur tekið miklum breytingum í takt við þær breytingar sem átt hafa sér stað í samfélaginu. Fyrsta ökuprófið fór fram 15. júní 1915 og luku fimm manns prófinu og stóðust allir og fyrstu ökuskírteinin komu í hlut Hafliða Hjartarsonar, húsasmíðameistara sem fékk ökuskírteini nr. 1, Björgvins Jóhannssonar sem fékk ökuskírteini nr. 2 og Egils Vilhjálmssonar, mótorista og „bifreiðavirkja” sem fékk ökuskírteini nr. 3. Síðar fengust þeir allir við bifreiðakennslu á einhverjum tíma en Björgvin varð umsvifamikill á því sviði. Fyrst kvenna hér á landi til að öðlast ökuskírteini var Áslaug Johnsson en ökuskírteini hennar var nr. 81 og lauk hún námi 1918 í septembermánuði. Rúmt ár leið þar til að næsta kona fékk ökuréttindi en það var Katrín Fjeldsted en hennar skírteini var nr. 221 en hún hafði um nokkurt skeið ekið án ökuskírteinis m.a. við opinbera hjálparstarfsemi þegar spánska veikin geisaði. Á fyrstu árunum varð nokkuð um breytingar á regluverki en fá nýmæli er lutu að málefnum bifreiðakennslu. Það var svo 1. febrúar 1928 sem ný reglugerð var gefin út þar sem auðkenningar bifreiða til kennslu var getið eins og segir í lögunum „þar sem kensla fer fram”. Nú skyldi auðkenna bifreið með tveim spjöldum, öðru að framan, hinu að aftan með greinilegri áletrun: Kenslubifreið, ritað með einu n-i. Á upphafsárum ökukennslu var ekki um auðugan garð að gresja með námsefni og hugsanlega ekki brýn þörf á slíku þar sem regluverkið var fábrotið og á engan hátt líkt því sem við þekkjum í dag. En þrátt fyrir fáar og einfaldar reglur í umferðinni og að mest öll kennsla fór fram sem verkleg kennsla þá ritaði Ásgeir Þorsteinsson lítið kver, Bifreiðabók fyrir bifreiðastjóra og aðra sem vildu kynna sér bifreiðina og akstur hennar. Þann 22. nóvember 1946 var Ökukennarafélag Íslands stofnað. Með stofnun þess má segja að ákveðið gæfuspor fyrir bifreiðakennslu í landinu hafi verið stigið þrátt fyrir að í raun hafi félagið ekki öðlast raunverulega viðurkenningu stjórnvalda fyrr en í aðdragana breytingarinnar í hægri umferð árið 1968. Með þeirri breytingu fékk félagið tækifæri til að setja sitt mark á framvindu mála á sviði umferðar. Allt frá þeim tíma hefur félagið unnið að mörgum góðum og þörfum málefnum tengdum ökukennslu og umferðarfræðslu sem oftar en ekki hafa síðar meir reynst farsæll áfangi á árangursríkri vegferð. Ástæðuna fyrir stofnun félagsins má rekja til þess að mönnum fannst ástandið í ökukennslunni orðið óviðunandi eða eins og það var þá orðað „þar sem allir mögulegir og ómögulegir væru farnir að kenna á bíl”. Það voru Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúi hjá Slysavarnarfélagi Íslands og Viggó Eyjólfsson, bifreiðaeftirlitsmaður er voru framkvöðlar að stofnuninni. Stundaði hvorugur ökukennslu en vildu þeir með stofnun félagsins freista þess að grisja eitthvað þann stóra hóp sem fékkst við ökukennslu með því að efla faglega vitund félagsmanna og metnað í ökukennslu. Í þessari grein hefur aðeins verið fjallað um fá atriði um upphaf ökukennslu á Íslandi og stofnun Ökukennarafélags Íslands en ítarlega umfjöllun um málaflokkinn má finna í umræddri bók. Í ritnefnd bókarinnar voru þeir: Guðbrandur Bogason, Snorri Bjarnason og Arnaldur Árnason og er sá síðast nefndi textahöfundur verksins. Næstkomandi laugardag mun Ökukennarafélag Íslands halda félagsfund þar sem félagsmenn munu vinna að stefnumótun félagsins til framtíðar. Innan Ökukennarafélags Íslands býr mikill mannauður og mikilvægt er að hann vinni í sameiningu að því að móta stefnu félagsins til framtíðar sem án efa mun hafa jákvæð áhrif á þróun ökukennslu og leiða til aukins umferðaröryggis okkur öllum til heilla. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Þuríður B. Ægisdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 9. ágúst 1918 birtist í grein um hraðakstur innan borgarmarka Reykjavíkur en þar segir að menn ækju bifhjólum „með afskaplegum hraða jafnvel fyrir götuhorn, án þess að gefa merki nema rétt um leið og beygt er fyrir hornið” í sömu grein leggur greinarhöfundur það til að banna akstur bifhjóla, og reyndar bifreiða einnig, að næturlagi. Fyrsta löggjöf um umferð á Íslandi var gefin út af Kristjáni tíunda og samþykkt af Alþingi þann 2. nóvember árið 1914 „Lög um notkun bifreiða”. Lögin fjölluðu að mestu um búnað bílsins og hvernig honum skyldi beitt. Einnig var kveðið á í lögunum um ökuhraða sem aldrei mátti vera meiri en 15 km/klst í þéttbýli og utan þéttbýlis aldrei meiri en 35 km/klst. Aldurstakmörk til að öðlast ökuskírteini voru 21 ár og sýna þurfti vottorð frá lækni um að viðkomandi hefði fulla sjón og vottorð tveggja valinkunnra manna um áreiðanleika og samviskusemi. Einnig þurfti viðkomandi að standast próf. Ökukennarafélag Íslands varð 75 ára á s.l. ári og í tilefni þess var bókin “saga ökukennslu á Íslandi 1915 -2021, Regluverk og framkvæmd,, gefin út af félaginu. Eins og titill bókarinnar segir þá hefur hún að geyma upplýsingar um sögu ökukennslu allt frá því kennsla hófst hér á landi til ársins 2021, ásamt regluverki og framkvæmd. Allt frá því að fyrsta bifreiðin var flutt til landsins árið 1904, kölluð “Thomsens-bíllinn” þá hafa gríðarlegar framfarir orðið bæði í þróun bifreiða en ekki síður umferðarmannvirkja og hafa lög og reglur tekið miklum breytingum í takt við þær breytingar sem átt hafa sér stað í samfélaginu. Fyrsta ökuprófið fór fram 15. júní 1915 og luku fimm manns prófinu og stóðust allir og fyrstu ökuskírteinin komu í hlut Hafliða Hjartarsonar, húsasmíðameistara sem fékk ökuskírteini nr. 1, Björgvins Jóhannssonar sem fékk ökuskírteini nr. 2 og Egils Vilhjálmssonar, mótorista og „bifreiðavirkja” sem fékk ökuskírteini nr. 3. Síðar fengust þeir allir við bifreiðakennslu á einhverjum tíma en Björgvin varð umsvifamikill á því sviði. Fyrst kvenna hér á landi til að öðlast ökuskírteini var Áslaug Johnsson en ökuskírteini hennar var nr. 81 og lauk hún námi 1918 í septembermánuði. Rúmt ár leið þar til að næsta kona fékk ökuréttindi en það var Katrín Fjeldsted en hennar skírteini var nr. 221 en hún hafði um nokkurt skeið ekið án ökuskírteinis m.a. við opinbera hjálparstarfsemi þegar spánska veikin geisaði. Á fyrstu árunum varð nokkuð um breytingar á regluverki en fá nýmæli er lutu að málefnum bifreiðakennslu. Það var svo 1. febrúar 1928 sem ný reglugerð var gefin út þar sem auðkenningar bifreiða til kennslu var getið eins og segir í lögunum „þar sem kensla fer fram”. Nú skyldi auðkenna bifreið með tveim spjöldum, öðru að framan, hinu að aftan með greinilegri áletrun: Kenslubifreið, ritað með einu n-i. Á upphafsárum ökukennslu var ekki um auðugan garð að gresja með námsefni og hugsanlega ekki brýn þörf á slíku þar sem regluverkið var fábrotið og á engan hátt líkt því sem við þekkjum í dag. En þrátt fyrir fáar og einfaldar reglur í umferðinni og að mest öll kennsla fór fram sem verkleg kennsla þá ritaði Ásgeir Þorsteinsson lítið kver, Bifreiðabók fyrir bifreiðastjóra og aðra sem vildu kynna sér bifreiðina og akstur hennar. Þann 22. nóvember 1946 var Ökukennarafélag Íslands stofnað. Með stofnun þess má segja að ákveðið gæfuspor fyrir bifreiðakennslu í landinu hafi verið stigið þrátt fyrir að í raun hafi félagið ekki öðlast raunverulega viðurkenningu stjórnvalda fyrr en í aðdragana breytingarinnar í hægri umferð árið 1968. Með þeirri breytingu fékk félagið tækifæri til að setja sitt mark á framvindu mála á sviði umferðar. Allt frá þeim tíma hefur félagið unnið að mörgum góðum og þörfum málefnum tengdum ökukennslu og umferðarfræðslu sem oftar en ekki hafa síðar meir reynst farsæll áfangi á árangursríkri vegferð. Ástæðuna fyrir stofnun félagsins má rekja til þess að mönnum fannst ástandið í ökukennslunni orðið óviðunandi eða eins og það var þá orðað „þar sem allir mögulegir og ómögulegir væru farnir að kenna á bíl”. Það voru Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúi hjá Slysavarnarfélagi Íslands og Viggó Eyjólfsson, bifreiðaeftirlitsmaður er voru framkvöðlar að stofnuninni. Stundaði hvorugur ökukennslu en vildu þeir með stofnun félagsins freista þess að grisja eitthvað þann stóra hóp sem fékkst við ökukennslu með því að efla faglega vitund félagsmanna og metnað í ökukennslu. Í þessari grein hefur aðeins verið fjallað um fá atriði um upphaf ökukennslu á Íslandi og stofnun Ökukennarafélags Íslands en ítarlega umfjöllun um málaflokkinn má finna í umræddri bók. Í ritnefnd bókarinnar voru þeir: Guðbrandur Bogason, Snorri Bjarnason og Arnaldur Árnason og er sá síðast nefndi textahöfundur verksins. Næstkomandi laugardag mun Ökukennarafélag Íslands halda félagsfund þar sem félagsmenn munu vinna að stefnumótun félagsins til framtíðar. Innan Ökukennarafélags Íslands býr mikill mannauður og mikilvægt er að hann vinni í sameiningu að því að móta stefnu félagsins til framtíðar sem án efa mun hafa jákvæð áhrif á þróun ökukennslu og leiða til aukins umferðaröryggis okkur öllum til heilla. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar