„Mér finnst þetta hugrökk ákvörðun hjá henni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 14:00 Ásdís Þóra Ágústsdóttir er að komast aftur á flug með Selfossliðinu eftir erfið meiðsli. S2 Sport Ásdís Þóra Ágústsdóttir er að spila með Selfossliðinu í Olís deild kvenna í handbolta í vetur en hún kom þangað á láni frá Val. Ásdís Þóra var komin út í atvinnumennsku til Svíþjóðar en sleit krossband og varð að taka skref til baka á sínum ferli. Það er ekki mikill spilatími boði hjá geysisterku Valsliði og Ásdís Þóra fær því tækifæri til að spila sig aftur í gang með Selfossliðinu. Seinni bylgjan hrósar henni fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun en eins og flestir vita þá er faðir hennar, Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Valsliðsins. Er að reyna að finna sig aftur Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Ásdísi Þóru eftir síðasta leik Selfossliðsins og sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu svo þessa ákvörðun hjá þessum unga og öfluga leikstjórnanda. „Ég vil gera betur og er enn þá að reyna að komast í mitt gamla form. Bara reyna að finna mig aftur. Ég finn klárlega að það er á góðri leið,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir meðal annars í viðtalinu. Ásdís Þóra var með 5 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum í Eyjum. „Ég held að þetta sé hundrað prósent rétt sem hún gerði. Mér finnst þetta hugrökk ákvörðun hjá henni. Pabbi hennar er að þjálfa í Val og þetta hefur örugglega verið rætt vel,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Er ekki bara fínt að vera laus við hann,“ skaut Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, léttur inn í. Stór ákvörðun „Systir hennar er líka í Valsliðinu og þetta er alveg stór ákvörðun. Þetta var frábær leikur hjá henni. Hún er með mikla handboltahæfileika en lenti í erfiðum meiðslum. Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá henni að fara og spila á Selfossi. Ég vil sjá hana klára tímabilið á Selfossi,“ sagði Sigurlaug. „Ég er alveg þar því ég held að það séu fullt af tækifærum fyrir hana þarna. Sóknarleikurinn hjá Selfossi er mjög góður á köflum og stór partur er henni að þakka. Hún er svo frábær miðjumaður og nær að stjórna spilinu vel, dreifa spilinu og hjálpa hinum líka,“ sagði Sigurlaug. Gæðin í sendingunum „Þú sérð líka bara gæðin í sendingunum hjá henni. Hún er að láta boltann detta inn á línu, senda no-look og bomba honum niður í hornin,“ sagði Einar sem er sammála Sigurlaugu um að Ásdís eigi að klára tímabilið með Selfossliðinu. Það má sjá allt spjallið um Ásdísi Þóru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Ásdís Þóra og ákvörðunin að fara á Selfoss Olís-deild kvenna Seinni bylgjan UMF Selfoss Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram Sjá meira
Ásdís Þóra var komin út í atvinnumennsku til Svíþjóðar en sleit krossband og varð að taka skref til baka á sínum ferli. Það er ekki mikill spilatími boði hjá geysisterku Valsliði og Ásdís Þóra fær því tækifæri til að spila sig aftur í gang með Selfossliðinu. Seinni bylgjan hrósar henni fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun en eins og flestir vita þá er faðir hennar, Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Valsliðsins. Er að reyna að finna sig aftur Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Ásdísi Þóru eftir síðasta leik Selfossliðsins og sérfræðingar Seinni bylgjunnar ræddu svo þessa ákvörðun hjá þessum unga og öfluga leikstjórnanda. „Ég vil gera betur og er enn þá að reyna að komast í mitt gamla form. Bara reyna að finna mig aftur. Ég finn klárlega að það er á góðri leið,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir meðal annars í viðtalinu. Ásdís Þóra var með 5 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum í Eyjum. „Ég held að þetta sé hundrað prósent rétt sem hún gerði. Mér finnst þetta hugrökk ákvörðun hjá henni. Pabbi hennar er að þjálfa í Val og þetta hefur örugglega verið rætt vel,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Er ekki bara fínt að vera laus við hann,“ skaut Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, léttur inn í. Stór ákvörðun „Systir hennar er líka í Valsliðinu og þetta er alveg stór ákvörðun. Þetta var frábær leikur hjá henni. Hún er með mikla handboltahæfileika en lenti í erfiðum meiðslum. Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá henni að fara og spila á Selfossi. Ég vil sjá hana klára tímabilið á Selfossi,“ sagði Sigurlaug. „Ég er alveg þar því ég held að það séu fullt af tækifærum fyrir hana þarna. Sóknarleikurinn hjá Selfossi er mjög góður á köflum og stór partur er henni að þakka. Hún er svo frábær miðjumaður og nær að stjórna spilinu vel, dreifa spilinu og hjálpa hinum líka,“ sagði Sigurlaug. Gæðin í sendingunum „Þú sérð líka bara gæðin í sendingunum hjá henni. Hún er að láta boltann detta inn á línu, senda no-look og bomba honum niður í hornin,“ sagði Einar sem er sammála Sigurlaugu um að Ásdís eigi að klára tímabilið með Selfossliðinu. Það má sjá allt spjallið um Ásdísi Þóru hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Ásdís Þóra og ákvörðunin að fara á Selfoss
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan UMF Selfoss Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram Sjá meira