Handbolti

Gat ekki spilað leikinn vegna sjóveiki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberta Stropé lætur vaða á markið í leik með Selfossi á móti Haukum.
Roberta Stropé lætur vaða á markið í leik með Selfossi á móti Haukum. Vísir/Hulda Margrét

Lykilleikmaður Selfossliðsins missti af leik liðsins í Vestmannaeyjum um helgina vegna sjóveiki. Hún mætti samt til Eyja daginn áður.

Selfosskonur mættu tímalega til Vestmannaeyja eða daginn fyrir leik en þær þurftu að sigla þangað frá Þorlákshöfn.

Það var greinilega ekki nógu gott í skjóinn í þessu þriggja tíma sjóferð því ferðin tók einn öflugast leikmann liðsins alveg úr umferð.

„Selfyssingar voru án Robertu Stropé sem sá sér ekki fært að spila þennan leik sökum sjóveiki. Það er leiðinlegt að taka alla helgina, koma á föstudegi og geta ekki enn spilað á laugardegi út af sjóveiki,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í umfjölluninni um leik ÍBV og Selfoss.

„Mér skilst að hún geti ekki farið til Eyja þú hún sé ‚off' eftir þessar blessuðu siglingar,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir.

„Ég held að hún sé ekki að flytja til Eyja á næstunni og ÍBV reynir ekki að semja við hana,“ sagði Svava Kristín.

„Hver er sjóveikur í sólarhring,“ spurði Einar Jónsson hissa og fékk stutt og einfalt svar. „Roberta“ svaraði Sigurlaug.

„Það er ótrúlega leiðinlegt að missa Robertu því hún er lykilmaður í vörn hjá Selfossi og að missa hana rétt fyrir leik,“ sagði Svava.

„Þú fannst það líka á vörninni hjá Selfossi því hún skiptir það miklu máli hjá þeim og þetta var því mjög dýrt fyrir þær,“ sagði Sigurlaug.

Það má horfa á umfjöllunina um fjarveru Robertu Stropé hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Sjóveiki í Selfossliðinu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×