Eðlilegt að menn séu á tánum vegna rigninga á Seyðisfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 11:24 Miklar aurskriður féllu á Seyðisfirði fyrir tæpum tveimur árum síðan. Vísir/Arnar Eftirlit með hreyfingu í jarðvegi á Seyðisfirði hefur verið aukið vegna mikillar úrkomu sem er spáð næstu vikuna. Veðurfræðingur segir úrkomuákefð á landinu nokkuð óeðlilega miðað við árstíma. Mikil úrkoma var á sunnanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt og er úrkomu spáð áfram næstu rúmu vikuna. Mestri rigningu er spáð á suðausturlandi og sunnanverðum austfjörðum. Úrkomuákefðin í gær skýrist af hlýju lofti sem er yfir landinu. „Eftir því sem loftið er hlýrra þeim mun meiri úrkomu getur það innihaldið eða geymt í sér. Svo þegar fer loks að rigna úr þessu veðrur úrkomuákefðin mjög mikil,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Næstu tíu daga megi gera ráð fyrir áframhaldandi rigningu. „Það verður svolítið misjafnt hvar rignir mest en almennt rignir mest á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum sérstaklega. Það er engin samfelld úrkoma en hún verður áberandi mest þar. Það verður ekki þurrt neins staðar á landinu,“ segir Óli. Opið sár sem hætta er á að renni úr Haustið hafi verið óvenju milt. „Lægðirnar fara hérna fyrir sunnan land og keyra svo til Evrópu og Skandinavíu og skilja eftir rigningu og tiltölulega milt loft yfir okkur. En þetta er svolítið óvenjulegt, já,“ segir Óli. Úrkoma mældist tæplega tvö hundruð millimetrar síðustu vikuna á Seyðisfirði og hefur eftirlit verið aukið vegna aukinnar skriðuhættu á svæðinu. Mikilli rigningu er spáð þar næstu daga en veðurfræðingur telur Seyðfirðinga sleppa betur en íbúar sunnar á austfjörðum. „Verandi með opið sár þarna þá er alltaf ákveðin hætta að komi eitthvað úr því. Það tekur tíma að gróa og er lausara efni og það er töluvert laust efni í hlíðinni þannig að menn eru á tánum yfir því.“ Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að Almannavarnir séu meira á tánum nú en venjulega vegna rigninganna. Veður Múlaþing Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Sjá meira
Mikil úrkoma var á sunnanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt og er úrkomu spáð áfram næstu rúmu vikuna. Mestri rigningu er spáð á suðausturlandi og sunnanverðum austfjörðum. Úrkomuákefðin í gær skýrist af hlýju lofti sem er yfir landinu. „Eftir því sem loftið er hlýrra þeim mun meiri úrkomu getur það innihaldið eða geymt í sér. Svo þegar fer loks að rigna úr þessu veðrur úrkomuákefðin mjög mikil,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Næstu tíu daga megi gera ráð fyrir áframhaldandi rigningu. „Það verður svolítið misjafnt hvar rignir mest en almennt rignir mest á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum sérstaklega. Það er engin samfelld úrkoma en hún verður áberandi mest þar. Það verður ekki þurrt neins staðar á landinu,“ segir Óli. Opið sár sem hætta er á að renni úr Haustið hafi verið óvenju milt. „Lægðirnar fara hérna fyrir sunnan land og keyra svo til Evrópu og Skandinavíu og skilja eftir rigningu og tiltölulega milt loft yfir okkur. En þetta er svolítið óvenjulegt, já,“ segir Óli. Úrkoma mældist tæplega tvö hundruð millimetrar síðustu vikuna á Seyðisfirði og hefur eftirlit verið aukið vegna aukinnar skriðuhættu á svæðinu. Mikilli rigningu er spáð þar næstu daga en veðurfræðingur telur Seyðfirðinga sleppa betur en íbúar sunnar á austfjörðum. „Verandi með opið sár þarna þá er alltaf ákveðin hætta að komi eitthvað úr því. Það tekur tíma að gróa og er lausara efni og það er töluvert laust efni í hlíðinni þannig að menn eru á tánum yfir því.“ Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að Almannavarnir séu meira á tánum nú en venjulega vegna rigninganna.
Veður Múlaþing Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Sjá meira