Messi grínaðist með slæmu áhrif Guardiola á fótboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2022 17:00 Lionel Messi og Pep Guardiola á sínum tíma þegar þeir voru að vinna saman hjá Barcelona. Getty/Manuel Queimadelos Lionel Messi og Pep Guardiola bera endalaust virðingu fyrir hvorum öðrum og það er nóg til að hrósi þegar þeir ræða hvorn annan í fjölmiðlaviðtölum. Messi spilaði undir stjórn Guardiola hjá Barcelona á árunum 2008 til 2012 eða þegar hann var að springa út sem besti knattspyrnumaður heims. Messi var léttur á því þegar hann ræddi Guardiola í nýju viðtali. Lionel Messi breaks down how Pep Guardiola did a 'lot of harm' to football and it's absolutely fascinating pic.twitter.com/VM9Ckw2D2w— SPORTbible (@sportbible) November 13, 2022 Messi grínaðist þar með slæmu áhrif Pep Guardiola á fótboltann. „Guardiola skaðaði fótboltann af því hann lét þetta líta svo auðveldlega út og í framhaldinu vildu allir gera hlutina eins og hann,“ sagði Lionel Messi brosandi. „Seinna sá ég marga Guardiola þarna úti og þá áttaði maður sig betur á því hvað við gerðum og hvað það þýddi,“ sagði Messi. Messi og Guardiola unnu fjórtán titla saman þar á meðal þrennuna á fyrsta tímabilinu 2008-09. Árið 2009 vann Barcelona sex titla. Lionel Messi says there's no manager quite like Pep Guardiola pic.twitter.com/XiECT7dN40— ESPN FC (@ESPNFC) November 12, 2022 Guardiola fór frá Barcelona árið 2012 og tók seinna við liði Bayern München í þrjár leiktíðir. Hann hefur síðan verið knattspyrnustjóri Manchester City frá 2016. Leikstíll liða Guardiola snýst um að halda boltanum innan liðsins og setja síðan hápressu á mótherjanna þegar liðið er ekki með boltann. Messi var spurður af því hvort Guardiola sé besti þjálfarinn sem hann hefur haft. „Án nokkurs vafa. Hann kemur með eitthvað sérstakt, ofan á það hvernig hann horfði á leiki, undirbjó liðið og hans samskipti við leikmenn. Ástæðan fyrir því er hvernig hann kemur hlutunum til skila við þig,“ sagði Messi. Fyrir þá sem tala spænsku má sjá Messi í viðtalinu hér fyrir neðan. La admiración total de Messi a Guardiola."Le hizo mucho mal al fútbol. Parecía tan sencillo que todo el mundo quería copiarle. Después me encontré mucho Guardiola por ahí... Y te das cuenta de lo que hicimos".Lunes a las 22.00h en #UniversoValdano pic.twitter.com/jK9bBLgzUB— Fútbol en Movistar Plus+ (@MovistarFutbol) November 12, 2022 Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira
Messi spilaði undir stjórn Guardiola hjá Barcelona á árunum 2008 til 2012 eða þegar hann var að springa út sem besti knattspyrnumaður heims. Messi var léttur á því þegar hann ræddi Guardiola í nýju viðtali. Lionel Messi breaks down how Pep Guardiola did a 'lot of harm' to football and it's absolutely fascinating pic.twitter.com/VM9Ckw2D2w— SPORTbible (@sportbible) November 13, 2022 Messi grínaðist þar með slæmu áhrif Pep Guardiola á fótboltann. „Guardiola skaðaði fótboltann af því hann lét þetta líta svo auðveldlega út og í framhaldinu vildu allir gera hlutina eins og hann,“ sagði Lionel Messi brosandi. „Seinna sá ég marga Guardiola þarna úti og þá áttaði maður sig betur á því hvað við gerðum og hvað það þýddi,“ sagði Messi. Messi og Guardiola unnu fjórtán titla saman þar á meðal þrennuna á fyrsta tímabilinu 2008-09. Árið 2009 vann Barcelona sex titla. Lionel Messi says there's no manager quite like Pep Guardiola pic.twitter.com/XiECT7dN40— ESPN FC (@ESPNFC) November 12, 2022 Guardiola fór frá Barcelona árið 2012 og tók seinna við liði Bayern München í þrjár leiktíðir. Hann hefur síðan verið knattspyrnustjóri Manchester City frá 2016. Leikstíll liða Guardiola snýst um að halda boltanum innan liðsins og setja síðan hápressu á mótherjanna þegar liðið er ekki með boltann. Messi var spurður af því hvort Guardiola sé besti þjálfarinn sem hann hefur haft. „Án nokkurs vafa. Hann kemur með eitthvað sérstakt, ofan á það hvernig hann horfði á leiki, undirbjó liðið og hans samskipti við leikmenn. Ástæðan fyrir því er hvernig hann kemur hlutunum til skila við þig,“ sagði Messi. Fyrir þá sem tala spænsku má sjá Messi í viðtalinu hér fyrir neðan. La admiración total de Messi a Guardiola."Le hizo mucho mal al fútbol. Parecía tan sencillo que todo el mundo quería copiarle. Después me encontré mucho Guardiola por ahí... Y te das cuenta de lo que hicimos".Lunes a las 22.00h en #UniversoValdano pic.twitter.com/jK9bBLgzUB— Fútbol en Movistar Plus+ (@MovistarFutbol) November 12, 2022
Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira