Handbolti

Öruggt hjá Fram á Akur­eyri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Steinunn fór að venju mikinn í liði Fram.
Steinunn fór að venju mikinn í liði Fram. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Fram gerði góða ferð til Akureyrar í Olís deild kvenna og vann ellefu marka sigur á KA/Þór, lokatölur 24-35.

Lokatölur leiksins gefa til kynna að Fram hafi mætt til Akureyrar og einfaldlega keyrt yfir heimakonur en það er ekki satt. Það gekk lítið sem ekkert upp hjá Fram í fyrri hálfleik, hvorki í vörn né sókn.

Staðan að fyrstu þrjátíu mínútum leiksins liðnum var 17-12 KA/Þór í vil eins ótrúlegt og það hljómar. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás hjá KA/Þór á meðan Fram-vélin fór að malla.

Gestirnir skoruðu hvert markið á fætur öðru og voru búnar að jafna metin snemma í síðari hálfleik. Eftir það var ekki aftur snúið og vann Fram á endanum frekar öruggan 11 marka sigur, lokatölur 24-35.

Steinunn Björnsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir voru markahæstar í liði Fram með 7 mörk hvor. Hjá heimaliðinu skoraði Rut Jónsdóttir 9 mörk á meðan Matea Lonac varði 17 skot í markinu.

Sigur dagsins þýðir að Fram hefur jafnað Stjörnuna að stigum í 2. sæti Olís deildar kvenna með 8 stig. Stjarnan á þó leik til góða. KA/Þór er í 5. sæti með 4 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×