„Hann verður alltaf minn Leðurblökumaður“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. nóvember 2022 19:05 Hér má sjá Conroy árita félaga sinn til margra ára. Twitter/DC Animated Kevin Conroy, rödd Leðurblökumannsins til margra ára, er látinn 66 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein. Fyrrum samstarfsfélagar Conroy minnast hans með hlýhug en Conroy er einna þekktastur fyrir talsetningu sína á Leðurblökumanninum. Ferðalög Conroy og teiknimyndaofurhetjunnar miklu urðu samofin árið 1992 þegar hann ljáði hetjunni rödd sína í teiknimyndaþáttunum „Batman: The Animated Series.“ Göngu þáttanna lauk árið 1996 en Conroy var tengdur Leðurblökumanninum allar götur síðan og talsetti gríðarlegt magn teiknimynda og efnis honum tengdum. Conroy tók þátt í um sextíu verkefnum sem Leðurblökumaðurinn, þar á meðal voru fjögur hundruð teiknimyndaþættir og meira en 100 klukkutímar af sjónvarpsefni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá teiknimyndarisanum DC Comics. Thank you. pic.twitter.com/hB4XUy8Gw1— Batman (@Batman) November 11, 2022 Haft er eftir leikaranum Mark Hammill þar sem hann rifjar upp samstarf sitt með Conroy og segir hann Conroy vera hinn eina sanna Leðurblökumann. „Þetta var ein af þessum fullkomnu atburðarásum þar sem að þeir fengu fullkomnamanninn í rétta hlutverkið og heimurinn batnaði við það. Takturinn hans og fágun, tónn og afgreiðsla – þetta allt hjálpaði mér líka með mína frammistöðu. Hann var hinn fullkomni mótleikari – þetta var svo samfallandi og skapandi upplifun. Ég hefði ekki getað þetta án hans. Hann verður alltaf minn Leðurblökumaður,“ sagði Mark Hamill en hann talsetti Jókerinn á móti Leðurblökumanni Conroy. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Andlát Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fyrrum samstarfsfélagar Conroy minnast hans með hlýhug en Conroy er einna þekktastur fyrir talsetningu sína á Leðurblökumanninum. Ferðalög Conroy og teiknimyndaofurhetjunnar miklu urðu samofin árið 1992 þegar hann ljáði hetjunni rödd sína í teiknimyndaþáttunum „Batman: The Animated Series.“ Göngu þáttanna lauk árið 1996 en Conroy var tengdur Leðurblökumanninum allar götur síðan og talsetti gríðarlegt magn teiknimynda og efnis honum tengdum. Conroy tók þátt í um sextíu verkefnum sem Leðurblökumaðurinn, þar á meðal voru fjögur hundruð teiknimyndaþættir og meira en 100 klukkutímar af sjónvarpsefni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá teiknimyndarisanum DC Comics. Thank you. pic.twitter.com/hB4XUy8Gw1— Batman (@Batman) November 11, 2022 Haft er eftir leikaranum Mark Hammill þar sem hann rifjar upp samstarf sitt með Conroy og segir hann Conroy vera hinn eina sanna Leðurblökumann. „Þetta var ein af þessum fullkomnu atburðarásum þar sem að þeir fengu fullkomnamanninn í rétta hlutverkið og heimurinn batnaði við það. Takturinn hans og fágun, tónn og afgreiðsla – þetta allt hjálpaði mér líka með mína frammistöðu. Hann var hinn fullkomni mótleikari – þetta var svo samfallandi og skapandi upplifun. Ég hefði ekki getað þetta án hans. Hann verður alltaf minn Leðurblökumaður,“ sagði Mark Hamill en hann talsetti Jókerinn á móti Leðurblökumanni Conroy.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Andlát Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira