Frystu eignir FTX-rafmyntarkauphallarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 08:54 FTX er á meðal stærstu kauphalla með rafmyntir í heiminum. Fall þess hefur valdið miklum titringi á rafmyntarmarkaði í vikunni. Vísir/Getty Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins. Gengi helstu rafmynta heims hefur hrapað í kjölfar hremminga FTX í vikunni. Fyrirtækið varð fyrir áhlaupi þegar viðskiptavinir þess vildu leysa út fé sé í hrönnum. Aðstandendur þess eru nú sagðir vinna að því í örvæntingu að safna um 9,4 milljörðum dollara frá fjárfestum og keppinautum til þess að eiga fyrir innistæðum. Staða FTX versnaði enn þegar björgunartilraunir aðalkeppinautsins Binance fóru út um þúfur á miðvikudag. Stjórnendum Binance hugnaðist ekki það sem þeir sáu þegar þeir fengu að líta í bókhaldsbækur FTX. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bahamaeyja, þar sem FTX er skráð, frysti í gær eignir dótturfélags FTX og fór fram á að settur yrði skiptastjóri yfir bú þess. Reuters-fréttastofan segir jafnframt óstaðfestar fregnir um að hliðstæð yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaki nú Sam Bankman-Fried, forstjóra og stofnanda FTX, fyrir möguleg brot á lögum um verðbréf. Bandarískir þingmenn krefjast þess nú að rafmyntarbransanum verði sett lög og vilja rannsókn á því hvað leiddi til falls FTX. Nokkrir fjárfestingasjóðir sem lögðu fé í FTX hafa þegar sagst hafa afskrifað þær fjárfestingar sínar. Erfiðleikar FTX er sagðir hafa byrjað fyrr á þessu ári þegar Bankman-Fried kom öðrum rafmyntarfyrirtækjum sem voru í kröggum til bjargar. Hann er sagður hafa lagt að minnsta kosti fjóra milljarða dollara í fyrirtækið Alameda. Fulltrúar Binance sem skoðuðu kaup á FTX líktu bókhaldi þess við svarthol þar sem engin leið væri að greina á milli eigna þess og skulda Alameda. Gjaldþrot FTX Rafmyntir Fjártækni Bahamaeyjar Bandaríkin Tengdar fréttir Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi helstu rafmynta heims hefur hrapað í kjölfar hremminga FTX í vikunni. Fyrirtækið varð fyrir áhlaupi þegar viðskiptavinir þess vildu leysa út fé sé í hrönnum. Aðstandendur þess eru nú sagðir vinna að því í örvæntingu að safna um 9,4 milljörðum dollara frá fjárfestum og keppinautum til þess að eiga fyrir innistæðum. Staða FTX versnaði enn þegar björgunartilraunir aðalkeppinautsins Binance fóru út um þúfur á miðvikudag. Stjórnendum Binance hugnaðist ekki það sem þeir sáu þegar þeir fengu að líta í bókhaldsbækur FTX. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bahamaeyja, þar sem FTX er skráð, frysti í gær eignir dótturfélags FTX og fór fram á að settur yrði skiptastjóri yfir bú þess. Reuters-fréttastofan segir jafnframt óstaðfestar fregnir um að hliðstæð yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaki nú Sam Bankman-Fried, forstjóra og stofnanda FTX, fyrir möguleg brot á lögum um verðbréf. Bandarískir þingmenn krefjast þess nú að rafmyntarbransanum verði sett lög og vilja rannsókn á því hvað leiddi til falls FTX. Nokkrir fjárfestingasjóðir sem lögðu fé í FTX hafa þegar sagst hafa afskrifað þær fjárfestingar sínar. Erfiðleikar FTX er sagðir hafa byrjað fyrr á þessu ári þegar Bankman-Fried kom öðrum rafmyntarfyrirtækjum sem voru í kröggum til bjargar. Hann er sagður hafa lagt að minnsta kosti fjóra milljarða dollara í fyrirtækið Alameda. Fulltrúar Binance sem skoðuðu kaup á FTX líktu bókhaldi þess við svarthol þar sem engin leið væri að greina á milli eigna þess og skulda Alameda.
Gjaldþrot FTX Rafmyntir Fjártækni Bahamaeyjar Bandaríkin Tengdar fréttir Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00