Óþolandi að stór hrunmál eyðileggist vegna klúðurs Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2022 07:00 Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, (t.h.) rak mörg stór hrunmál á sínum tíma. Hann horfir nú upp á sakfellingar í nokkrum þeirra felldar niður vegna ágreinings um lagatúlkun á milli Hæstaréttar og endurupptökudóms. Vísir/Vilhelm Vararíkissaksóknari segir það óþolandi að stór hrunmál sem sakfellt var í skuli nú eyðileggjast vegna klúðurs í kringum ólíka túlkun Hæstaréttar og endurupptökudóms á lögum. Embættið hafi þó ekki um að annað að velja en að fylgja fordæmi Hæstaréttar sem hefur nú vísað frá tveimur slíkum málum. Hæstiréttur hefur nú í tvígang á skömmum tíma vísað frá hrunmálum sem endurupptökudómur vísaði til hans af tæknilegum ástæðum. Frávísunin þýddi að sýknudómar í héraði sem Hæstiréttur sneri síðar við voru endurreistir. Ágreiningur er á milli Hæstaréttar og endurupptökudóms um hvert skuli vísa málum eftir að dómstigum var fjölgað í þrjú og Landsréttur bættist við árið 2018. Hann kom í ljós þegar endurupptökudómur vísaði máli Styrmis Þórs Bragason, fyrrverandi forstjóra MP-banka, til Hæstaréttar. Styrmir Þór var sýknaður af ákæru um umboðssvik í svonefndu Exeter-máli í héraði en Hæstiréttur sneri dómnum við og dæmdi hann í tveggja ára fangelsi árið 2013. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið á rétti hans til sanngjarnrar málsmeðferðar þar sem milliliðalaus sönnunarfærsla hefði ekki farið fram í málinu við Hæstarétt. Frá því að upphaflegi hæstaréttardómurinn féll þar til endurupptökudómstóll úrskurðaði að málið skyldi tekið upp aftur kom Landsréttur til sögunnar. Þar með var ekki lengur kveðið á um heimild Hæstaréttar til þess að taka skýrslur af ákærðu og vitnum. Af þessari ástæðu taldi Hæstiréttur sig ekki getað bætt úr ágallanum á málinu sem varð til þess að það var tekið upp aftur. Taldi hann að endurupptökudómur hefði átt að vísa málinu til Landsréttar. Þar sem hann hefði ekki heimild til að snúa við úrskurðum endurupptökudóms eða vísa málinu sjálfur til Landsréttar þá væri óumflýjanlegt að vísa málinu frá. Þar með var sýknudómur héraðsdóms yfir Styrmir Þór endurreistur. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu vísaði endurupptökudómur máli Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns hjá Landsbankanum, sem var sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun í Hæstarétti árið 2016 aftur til Hæstaréttar. Í úrskurðinum sagðist endurupptökudómur ekki hafa lagaheimild til þess að vísa málum sem voru dæmd í Hæstarétti til Landsréttar og þar við situr. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, sagði nýlega að unnið væri að því að skýra lögin um meðferð sakamála til þess að leysa úr pattstöðunni. Samkvæmt upplýsingum frá endurupptökudómi er þar eitt mál til meðferðar þar sem milliliðalaus sönnunarfærsla kemur við sögu. Dómurinn segist ekki veita upplýsingar um hvert það mál er. Hefði átt að hlýta fordæmi æðsta dómstóls landsins Hluti Milestone-málsins fór sömu leið þegar Hæstiréttur tók það aftur til meðferðar eftir tilvísun frá endurupptökudómi í vikunni. Þar með var sýkna yfir Karli Wernerssyni og tveimur endurskoðendum úr héraði endurrreist. Ólíkt endurupptöku máls Styrmis Þórs þar sem ríkissaksóknari fór fram á sakfellingu tók Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, undir kröfu sakborninganna í Milestone-málinu um frávísun. Í viðtali við Vísi segir Helgi Magnús að komið hafi verið fram fordæmi í nákvæmlega eins máli. „Við erum bara að fylgja því eftir. Við getum ekki breytt fordæmi Hæstaréttar, bara farið eftir því,“ segir hann. Hann segir það miður og óboðlegt að stór hrunmál sem sakfellt var í fyrir sjö til átta árum skuli nú eyðileggjast vegna mistaka. Málin hafi kostað mikla vinnu og fé á sínum tíma. „Að þau skuli vera að eyðileggjast núna er algerlega óþolandi staða út af einhverju svona klúðri.“ Embætti ríkissaksóknara sé þeirrar skoðunar að endurupptökudómur hefði átt að fara eftir fordæmi Hæstaréttar um að leggja ætti málið fyrir Landsrétt í stað þess að endurskoða þá lagatúlkun. „Bara hlýta því sem æðsti dómstóll landsins segir,“ segir Helgi Magnús. Dómsmál Dómstólar Hrunið Milestone-málið Tengdar fréttir Telja túlkun endurupptökudóms vafa undirorpna Tveir dósentar í lögfræði telja að sú túlkun endurupptökudóms að hann geti ekki vísað málum sem voru dæmd í Hæstarétti til Landsréttar sé vafa undirorpin. Dómskerfið sé komið í pattstöðu hvað varðar endurupptöku sakamála vegna ólíkrar túlkunar dómstólanna tveggja á lögum. 8. nóvember 2022 12:09 Endurupptökudómur lætur ekki segjast: Sakborningar í hrunmálum fá vægari dóma Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, um endurupptöku og vísað málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur hafði áður vísað sambærilegu máli frá réttinum þar sem dómarar töldu málinu ranglega vísað til réttarins. Endurupptökudómur lætur ekki segjast og heldur áfram að vísa málum til réttarins. Dósent við lagadeild HÍ telur þau vinnubrögð ótæk. 3. nóvember 2022 08:13 Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. 13. október 2022 21:39 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Hæstiréttur hefur nú í tvígang á skömmum tíma vísað frá hrunmálum sem endurupptökudómur vísaði til hans af tæknilegum ástæðum. Frávísunin þýddi að sýknudómar í héraði sem Hæstiréttur sneri síðar við voru endurreistir. Ágreiningur er á milli Hæstaréttar og endurupptökudóms um hvert skuli vísa málum eftir að dómstigum var fjölgað í þrjú og Landsréttur bættist við árið 2018. Hann kom í ljós þegar endurupptökudómur vísaði máli Styrmis Þórs Bragason, fyrrverandi forstjóra MP-banka, til Hæstaréttar. Styrmir Þór var sýknaður af ákæru um umboðssvik í svonefndu Exeter-máli í héraði en Hæstiréttur sneri dómnum við og dæmdi hann í tveggja ára fangelsi árið 2013. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið á rétti hans til sanngjarnrar málsmeðferðar þar sem milliliðalaus sönnunarfærsla hefði ekki farið fram í málinu við Hæstarétt. Frá því að upphaflegi hæstaréttardómurinn féll þar til endurupptökudómstóll úrskurðaði að málið skyldi tekið upp aftur kom Landsréttur til sögunnar. Þar með var ekki lengur kveðið á um heimild Hæstaréttar til þess að taka skýrslur af ákærðu og vitnum. Af þessari ástæðu taldi Hæstiréttur sig ekki getað bætt úr ágallanum á málinu sem varð til þess að það var tekið upp aftur. Taldi hann að endurupptökudómur hefði átt að vísa málinu til Landsréttar. Þar sem hann hefði ekki heimild til að snúa við úrskurðum endurupptökudóms eða vísa málinu sjálfur til Landsréttar þá væri óumflýjanlegt að vísa málinu frá. Þar með var sýknudómur héraðsdóms yfir Styrmir Þór endurreistur. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu vísaði endurupptökudómur máli Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns hjá Landsbankanum, sem var sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun í Hæstarétti árið 2016 aftur til Hæstaréttar. Í úrskurðinum sagðist endurupptökudómur ekki hafa lagaheimild til þess að vísa málum sem voru dæmd í Hæstarétti til Landsréttar og þar við situr. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, sagði nýlega að unnið væri að því að skýra lögin um meðferð sakamála til þess að leysa úr pattstöðunni. Samkvæmt upplýsingum frá endurupptökudómi er þar eitt mál til meðferðar þar sem milliliðalaus sönnunarfærsla kemur við sögu. Dómurinn segist ekki veita upplýsingar um hvert það mál er. Hefði átt að hlýta fordæmi æðsta dómstóls landsins Hluti Milestone-málsins fór sömu leið þegar Hæstiréttur tók það aftur til meðferðar eftir tilvísun frá endurupptökudómi í vikunni. Þar með var sýkna yfir Karli Wernerssyni og tveimur endurskoðendum úr héraði endurrreist. Ólíkt endurupptöku máls Styrmis Þórs þar sem ríkissaksóknari fór fram á sakfellingu tók Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, undir kröfu sakborninganna í Milestone-málinu um frávísun. Í viðtali við Vísi segir Helgi Magnús að komið hafi verið fram fordæmi í nákvæmlega eins máli. „Við erum bara að fylgja því eftir. Við getum ekki breytt fordæmi Hæstaréttar, bara farið eftir því,“ segir hann. Hann segir það miður og óboðlegt að stór hrunmál sem sakfellt var í fyrir sjö til átta árum skuli nú eyðileggjast vegna mistaka. Málin hafi kostað mikla vinnu og fé á sínum tíma. „Að þau skuli vera að eyðileggjast núna er algerlega óþolandi staða út af einhverju svona klúðri.“ Embætti ríkissaksóknara sé þeirrar skoðunar að endurupptökudómur hefði átt að fara eftir fordæmi Hæstaréttar um að leggja ætti málið fyrir Landsrétt í stað þess að endurskoða þá lagatúlkun. „Bara hlýta því sem æðsti dómstóll landsins segir,“ segir Helgi Magnús.
Dómsmál Dómstólar Hrunið Milestone-málið Tengdar fréttir Telja túlkun endurupptökudóms vafa undirorpna Tveir dósentar í lögfræði telja að sú túlkun endurupptökudóms að hann geti ekki vísað málum sem voru dæmd í Hæstarétti til Landsréttar sé vafa undirorpin. Dómskerfið sé komið í pattstöðu hvað varðar endurupptöku sakamála vegna ólíkrar túlkunar dómstólanna tveggja á lögum. 8. nóvember 2022 12:09 Endurupptökudómur lætur ekki segjast: Sakborningar í hrunmálum fá vægari dóma Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, um endurupptöku og vísað málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur hafði áður vísað sambærilegu máli frá réttinum þar sem dómarar töldu málinu ranglega vísað til réttarins. Endurupptökudómur lætur ekki segjast og heldur áfram að vísa málum til réttarins. Dósent við lagadeild HÍ telur þau vinnubrögð ótæk. 3. nóvember 2022 08:13 Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. 13. október 2022 21:39 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Telja túlkun endurupptökudóms vafa undirorpna Tveir dósentar í lögfræði telja að sú túlkun endurupptökudóms að hann geti ekki vísað málum sem voru dæmd í Hæstarétti til Landsréttar sé vafa undirorpin. Dómskerfið sé komið í pattstöðu hvað varðar endurupptöku sakamála vegna ólíkrar túlkunar dómstólanna tveggja á lögum. 8. nóvember 2022 12:09
Endurupptökudómur lætur ekki segjast: Sakborningar í hrunmálum fá vægari dóma Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, um endurupptöku og vísað málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur hafði áður vísað sambærilegu máli frá réttinum þar sem dómarar töldu málinu ranglega vísað til réttarins. Endurupptökudómur lætur ekki segjast og heldur áfram að vísa málum til réttarins. Dósent við lagadeild HÍ telur þau vinnubrögð ótæk. 3. nóvember 2022 08:13
Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. 13. október 2022 21:39