Sautján ára nýliði fer með Þjóðverjum á HM og Götze snýr aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2022 11:33 Youssoufa Moukoko verður átján ára þremur dögum áður en Þýskaland leikur sinn fyrsta leik á HM í Katar. getty/Boris Streubel Youssoufa Moukoko, sautján ára framherji Borussia Dortmund, í HM-hópi Þýskalands þrátt fyrir að hafa aldrei spilað landsleik. Hansi Flick tilkynnti í dag þýska hópinn sem fer til Katar. Mesta athygli vekur að Moukoko er í honum. Þessi bráðefnilegi leikmaður hefur skorað sex deildarmörk fyrir Dortmund í vetur. Moukoko hefur ekki enn spilað A-landsleik en skorað sex mörk í fimm leikjum fyrir U-21 árs landslið Þýskalands. Hann er fæddur í Kamerún en valdi að spila fyrir Þýskaland. Aðeins þrír úr heimsmeistaraliðinu 2014 eru í þýska hópnum að þessu sinni: fyrirliðinn Manuel Neuer, Thomas Müller og svo Mario Götze, maðurinn sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Þýskalands og Argentínu 2014. Götze, sem er þrítugur, hefur ekki spilað landsleik síðan 2017. Hann gekk í raðir Frankfurt fyrir tímabilið og hefur spilað 21 leik með liðinu í öllum keppnum í vetur. Mario Götze is heading to the World Cup He hasn t played for Germany since 2017. pic.twitter.com/H7xhuJPlSe— B/R Football (@brfootball) November 10, 2022 Marco Reus missir hins vegar af enn einu stórmótinu vegna meiðsla. Hann var til að mynda fjarri góðu gamni þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar fyrir átta árum. Auk Moukokos er einn annar nýliði í þýska HM-hópnum. Það er Niclas Füllkrug, 29 ára framherji Werder Bremen. Hann hefur skorað tíu mörk í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Here it is - our 26-man squad for the 2022 @FIFAWorldCup in Qatar pic.twitter.com/U3KGoU5lnz— Germany (@DFB_Team_EN) November 10, 2022 Þýskaland er í E-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Spáni, Japan og Kosta Ríku. Fyrsti leikur Þjóðverja er gegn Japönum 23. nóvember. Þýski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Hansi Flick tilkynnti í dag þýska hópinn sem fer til Katar. Mesta athygli vekur að Moukoko er í honum. Þessi bráðefnilegi leikmaður hefur skorað sex deildarmörk fyrir Dortmund í vetur. Moukoko hefur ekki enn spilað A-landsleik en skorað sex mörk í fimm leikjum fyrir U-21 árs landslið Þýskalands. Hann er fæddur í Kamerún en valdi að spila fyrir Þýskaland. Aðeins þrír úr heimsmeistaraliðinu 2014 eru í þýska hópnum að þessu sinni: fyrirliðinn Manuel Neuer, Thomas Müller og svo Mario Götze, maðurinn sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Þýskalands og Argentínu 2014. Götze, sem er þrítugur, hefur ekki spilað landsleik síðan 2017. Hann gekk í raðir Frankfurt fyrir tímabilið og hefur spilað 21 leik með liðinu í öllum keppnum í vetur. Mario Götze is heading to the World Cup He hasn t played for Germany since 2017. pic.twitter.com/H7xhuJPlSe— B/R Football (@brfootball) November 10, 2022 Marco Reus missir hins vegar af enn einu stórmótinu vegna meiðsla. Hann var til að mynda fjarri góðu gamni þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar fyrir átta árum. Auk Moukokos er einn annar nýliði í þýska HM-hópnum. Það er Niclas Füllkrug, 29 ára framherji Werder Bremen. Hann hefur skorað tíu mörk í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Here it is - our 26-man squad for the 2022 @FIFAWorldCup in Qatar pic.twitter.com/U3KGoU5lnz— Germany (@DFB_Team_EN) November 10, 2022 Þýskaland er í E-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Spáni, Japan og Kosta Ríku. Fyrsti leikur Þjóðverja er gegn Japönum 23. nóvember.
Þýski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira