Handbolti

Frakk­land hirti topp­sætið | Spánn í milli­riðil

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Carmen Campos Costa er stærsta ástæða þess að Spánn komst áfram.
Carmen Campos Costa er stærsta ástæða þess að Spánn komst áfram. Filip Filipovic/Getty Images

Frakkland og Holland mættust í leik um fyrsta sæti C-riðils á Evrópumóti kvenna í handbolta í kvöld. Franska liðið fór með sigur af hólmi og fer því með fjögur stig í milliriðla. Spánn lagði Þýskaland í D-riðli og tryggði sér þar með sæti í milliriðli.

Það var jafnt á nær öllum tölum í leik Frakklands og Hollands enda tvær gríðar sterkar þjóðir að mætast. Á endanum hafði Frakkland betur með tveggja marka mun, lokatölur 26-24.

Pauletta Foppa, Estelle Nze Minko og Laura Flippes voru markahæstar hjá Frakklandi með fjögur mörk hver. Angela Malestein var allt í öllu hjá Hollandi en hún skoraði níu mörk í leiknum.

Í D-riðli vann Spánn tveggja marka sigur á Þýskalandi, lokatölur 23-21. Um var að ræða fyrsta sigur Spánverja í keppninni. Sigurinn lyftir Spánverjum upp í annað sæti riðilsins sem þýðir að Pólland situr eftir með sárt ennið.

Carmen Campos Costa var markahæst í liði Spánar með sex mörk á meðan Alina Grijseels var að venju markahæst í liði Þýskalands, einnig með sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×